Læknablaðið - 01.06.1976, Page 54
114
LÆKNABLAÐIÐ
Þátttakendur og gestir á aðalfundinum stíga færeyskan dans í lokahófi ráðstefnunnar.
L.l. og L.H. að innheimt skuli áskriftargjald
fyrir Læknablaðið af þeim læknum búsettum
erlendis, er fá það sent.
6.
Aðalfundur L.f. haldinn dagana 25. og 26.
júní 1976 að Laugarvatni álitur, að tímabært
sé að endurskoða Codex Ethicus og lög fé-
lagsins. Beinir fundurinn því til stjórnar fé-
lagsins að hún skipi þriggja manna nefnd til
þessa verks. Skal nefndin leggja fram tillögur
fyrir næsta aðalfund L.f. til umræðu og stefnt
skal að því að endurskoðun verði lokið á
aðalfundi L.í. 1978.
7.
Aðalfundur L.í. haldinn dagana 25. og 26.
júní 1976 að Laugarvatni beinir þvi til samn-
inganefnda lækna, að í næstu samningum
skuli höfuðáherzla lögð á eftirfarandi:
1. Viðunandi laun fyrir dagvinnu.
2. Frekari samræmingu í gjaldskrám sérfræð-
inga svo og annarra lækna.
3. Skýrari ákvæði um framkvæmd samninga.
8.
Aðalfundur L.f. haldinn á Laugarvatni dag-
ana 25. og 26. júní 1976 beinir því til stjórnar
félagsins að hún kanni sem fyrst leiðir til að
gera læknum kleift og skylt að viðhalda
menntun sinni og þekkingu, enda verði stefnt
að því að ráðið verði tímabundið í læknis-
stöður og viðhaldsmenntun gerð að skilyrði
fyrir endurráðningu.
9.
Aðalfundur L.í. haldinn á Laugarvatni 25. og
26. júní 1976 felur stjórnum L.í. og L.R. að
minna félaga sína á að hafa í heiðri 18>. grein-
ar iaga L.í. og L.R., sem fjalla um stéttvísi og
stöðuveitingar. Jafnframt mótmælir fundur-
inn þeim skilningi heilbrigðisyfirvalda að
heimilt sé að ráða menn í stöður án þess að
þær séu auglýstar eins og fyrir er mælt í lög-
um.
10.
Aðalfundur L.í. haldinn á Laugarvatni 25. og
26. júní 1976 felur stjórn félagsins að skipa
sem fyrst sérstaka nefnd til þess að athuga
leiðir til bættrar sérfræðiþjónustu við lands-
byggðina. Verði nefndinni gert að hafa sam-
vinnu við landlækni, svæðafélög lækna svo
og félög sérfræðinga.
11.
Aðalfundur L.í. haldinn á Laugarvatni 25. og
26. júní 1976 leggur til að skýrt verði kveðið
á um hvaða aðili skuli hafa yfirumsjón með
menntun kandidata á sjúkrahúsum. Telur
fundurinn eðlilegt að þetta verði i höndum
heilbrigðisyfirvalda í samráði við læknadeild
H.l. Þessir aðilar semji verklýsingu fyrir
kandidatsár. I þeirri lýsingu verði kveðið á
um hvers konar þjálfun kandidatinn á að fá
og hvaða verk hann á að vera fær um að
leysa af hendi, er kandidatsári lýkur.
12.
Aðalfundur L.l. 25. og 26. júní 1976 felur
stjórn L.f. að skipa nefnd til að endurskoða
heilbrigðisþjónustulögin og verði reynt að fá í
nefndina lækna, sem búsettir eru úti á lands-
byggðinni.