Læknablaðið - 01.06.1976, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ
121
TAFLA 5
CANCER OVARII
1963-1967
ÁRANGUR MEÐFERÐAR
Tilfelli Post. op. geislun Lifandi 31.12.73 Ekki post op. geislun Lifandi 31.12.73 5 ára lækn.
SOE unilat. eða bilat . 35 13 5 22 3 22.9%
Biopsia tumoris . . 14 0 0 0 0
Greindar alls . . . 65 — — — 8 12.3%
Þótt geislameðferð lækni einstaka sinn-
um cancer ovarii, er þannig ekki sannað,
að geislun eftir aðgerð við stadium I bæti
batahorfurnar. Hin tiltölulega háa lækn-
ingahlutfallstala á stadium II er þó að öll-
um líkindum að þakka geislameðferð.
Þessi samanburður sýnir aftur á móti ekki
gildi geislunar fram yfir lyfjagjöf sem
viðbótarmeðferð við stadium III og IV.
Tafla4. Á 10 ára tímabilinu 1963-1972 var
cancer ovarii greindur hjá 134 konum á
öllu landinu. Við athugun, sem gerð var á
Rannsóknastofu Háskólans, var sjúkdóms-
greiningin staðfes't með vefjarannsókn í lif-
anda lífi hjá 108 þeirra. Hjá 17 var sjúk-
dómurinn ekki greindur fyrr en við krufn-
ingu. Hjá 9 var sjúkdómsgreiningin skráð
á dánarvottorði án þess að um væri að
ræða vefjarannsókn. Þessi sjúklingahópur,
108 konur, fékk meðferð á 15 sjúkrahúsum
víðs vegar á landinu. Meðferðin hefur sýni-
lega verið talsvert breytileg, bæði hvað
snertir skurðaðgerð og hvort sjúklingarnir
hafa fengið geislun eða ekki (Tafla 4).
Við fyrstu aðgerð voru greind meinvörp
hjá 59 konum eða 54,6%. Hjá 21 var gerð
SOE unilat sem fyrsta aðgerð, en hin ad-
nexan fjarlægð við síðari aðgerð hjá 7
þeirra. Þannig voru 14 endanlega með
ófullnægjandi aðgerð. Af þeim 72, sem
voru skurðtækar, fengu aðeins 35 geisla-
meðferð, eða 48,6%. Tafla 5 sýnir s'kipt-
ingu sjúklinga eftir meðferð.
Á síðustu árum hefur verið reynt að
koma á samræmdri meðferð með hliðsjón
af þeim aðferðum, sem nú eru ríkjandi á
TAFLA 6
CANCER OVARII
1963-1972
SAMANBURÐUR Á ÁRANGRI
MEÐFERÐ
SOE unilat. eða bilat. Heildar- fjöldi Post. op. geislun Lifandi 31.12.73 Op. engin geislun Lifandi 31.12.73 Lifandi 31.12.73
St. I . . . . 16 8 5 8 7 12/16 = 75,0%
St. II .. . 8 4 2 4 1 3/8 =37,5%
St. III . . . . 16 10 2 6 0 2/16= 12,5%
St. IV. . . . 1 0 0 1 0 —
O st . 31 13 5 18 3 8/31 = 25,8%
Alls: 72 35 14 37 11 25
Lækningarhiutfall af heildarfjölda greindra sjúkdómstilfella 25/134= 18,7%
Lækningarhlutfall af þeim, sem fengu meðferð ............ 25/72 = 34,5%
Lækningarhlutfall af þeim, sem fengu geislameðferð ...... 14/35 =40,0%
Lækningarhlutfall af þeim, sem fengu ekki geislameðferð .. 11/27 = 29,7%