Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 5 antiserum gegn HBAg, sem bendir til að þær hafi allar sameiginlegt yfirborðs- antigen (HBsAg). í kjörnum sýktra lifrarfruma frá sjúkl- ingum með hepatitis-B hefur sézt fjórða agnarstærðin (27 nm), sem álitin er kjarni Dane-agnarinnar. Ef svo væri mætti búast við að hepatitis-B sjúklingur myndaði mót- efni ekki aðeins gegn yfirborðsefninu (HBsAg) heldur einnig kjarnaefninu (HBcAg). Almeida og samverkamenn3hafa sýnt fram á tilvist þessara mótefna (anti- HBc) og sett fram þá skoðun að þau séu e. t. v. algengari og varanlegri en mót- efnin, sem fyrr voru þekkt (HBAb, anti- HBs) og geti því orðið hjálpleg til að finna þá, sem áður hafa fengið hepatitis-B. Rann- sóknir að undanförnu virðast ætla að stað- festa þá skoðun.41 Efnafræðileg samsetning HBAg er ekki þekkt til hlítar, en svo virðist sem antigen- eiginleikinn sé bundinn protein hluta.43 Hann helzt óbreyttur eftir upphitun (60°C>1 klst.). Suða í 1 mínútu dregur úr sýkingarhættu, en breytir ekki antigen- áhrifum, sem einnig þola sýru (pH 2,4>6 klst.) og áhrif margra annarra efna. Sömu- leiðis að frjósa og þiðna á víxl, geymslu við herbergishita í 6 mánuði eða fryst (-^-20°C) í meira en 20 ár. Útfjólublá geislun á plasma og öðrum einingum unn- um úr blóði útilokar hvorki antigen-áhrif né smitun. Einnig má leysa upp lipid- hlutann án breytinga á antigen-áhrifum. Frekari stuðningur þeirrar kenningar að HBAg væri sjálf hepatitis-B veiran eða hluti hennar fékkst, er kjarnasýra (RNA) fannst42 í litlu magni (u. þ. b. 5%) og sýnt var fram á DNA-polymerasaáhrif tengd HBAg.40 Nýfengnar niðurstöður (Krugman, 1974)44 benda til að DNA- polymerasa mælingar muni geta haft hag- nýtt gildi. HBAg-undirflokkar (Subtypes) Levene og Blumberg47 vöktu fyrst at- hygli á þvi að HBAg virtist heterogent hvað antigen-áhrif snerti og hafa síðari rannsóknir staðfest þetta.45 Öll HBAg virð- ast hafa sameiginlegan mótefnavaka (anti- genic determinant), sem nefndur er a, en auk þess hafa fundizt 2 pör antigena, d/y og w/r. Þannig eru mögulegir 4 undir- flokkar HBAg (HBsAg), eða skv. áður- nefndum nafngiftum: HBsAg/adW, HBs Ag /adr, HBsAg/ayw og HBsAg/ayr. Greining undirflokkanna hefur fyrst og fremst epidemiologiska þýðingu, þar sem tengd tilfelli af hepatitis-B eru í sama undirflokki. Það sem er ákvarðandi virðist því vera mismunandi genotypur veirunnar (HBV).43 Tíðni undirflokkanna er afar misjöfn eftir löndum og landshlutum.25 53 í Norður- Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada ber mest á adw, en í Afríku er það ayw. Undirflokkur adr hefur fundizt fyrst og fremst hjá fólki af kínverskum uppruna. Nýlegar athuganir í mörgum löndum hafa sýnt að ayr undirflokkurinn er mjög sjald- gæfur. Við austanvert Miðjarðarhaf, í Mið- Austurlöndum og Pakistan virðist ay al- gengast. Bæði ad (D) og ay (Y), sem eru mest rannsökuðu flokkarnir, finnast hjá sjúklingum með bráðan hepatitis B, en ay er mun algengari hjá eiturlyfja- neytendum. Einnig hefur ay oftar verið tengdur faröldrum, sem upp hafa komið á nýrnadeildum. Þessar athuganir eiga vafalaust eftir að varpa frekara ljósi á útbreiðslu hepatitis-B veirunnar. GREININGARAÐFERÐIR Tvíþætt þörf hefur skapazt varðandi að- ferðir til greiningar HBAg og HBAb, ann- ars vegar fyrir einfaldar, fljótvirkar og ódýrar aðferðir nothæfar t. d. til fjölda- rannsókna á blóðgjöfum og hins vegar að- ferðir með sem mestu næmi (sensitivity) til ýmissa vísindarannsókna. Engin aðferð hefur enn sameinað þessi sjónarmið að fullu og því eiga vafalaust eftir að koma fram nýjar aðferðir og breytingar á þeim eldri. Hér verður ekki gerð ýtarleg grein fyrir hinum ýmsu aðferðum, kostum þeirra og göllum, en drepið á þær algengari og vísað til heimilda þar sem finna má nánara yfir- lit og frekari upplýsingar.81 82 30 55 71 Tafla I54 sýnir nokkrar þær helztu og hlutfalls- legt næmi þeirra gagnvart HBAg og HBAb. Slíkur samanburður á næmi mismunandi aferða segir þó ekki allt um notagildi. Til dæmis er vandvirkni við framkvæmd rann- sóknarinnar ekki síður mikilvæg. Einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.