Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Síða 48

Læknablaðið - 01.02.1977, Síða 48
24 LÆKNABLAÐIÐ Ætti að geta orðið af þessari hugmynd, þegar regluleg útgáfa blaðsins er tryggð og ætti þannig að geta vegið á móti, þegar sérstök aukahefti með faglegu efni fara að birtast. Af slíku efni liggja nú fyrir tvö hefti, sem verið er að undirbúa til prentunar. Stjórnir læknafélaganna hafa gefið í skyn, að ekki muni standa á, að félögin greiði þann halla, sem verða kann á blaðinu. Ætti því að vera hægt að auka blaðið og bæta og kalla ég hér með eftir greinum og at- hugasemdum um félagslegt efni og ekki sakar að minna sérgreinafélög og aðra hópa innan læknafélaganna á að senda fréttir af félagsstarfi og koma á framfæri upplýsing- um um væntanlegar ráðstefnur og fundi. Því aðeins að læknar sýni málgagni sínu áhuga getum við gefið út lifandi og skemmti- legt blað; ritstjórnin getur aðeins unnið úr þeim efnivið, sem henni berst. öb FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA Á aðalfundinum á Laugarvatni 1976 var samþykkt ályktun um:........að skora á læknadeild H.Í., heilbrigðismálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti að skila sem fyrst áliti um það, hvernig haga eigi stjórnun og fram- kvæmd framhaldsnáms í læknisfræði hér á landi." Á læknaþingi 1973 var samþykkt, að læknasamtökin beittu sér fyrir að koma á framhaldsmenntun lækna á íslandi. Árna Kristinssyni var falið að safna gögnum um málið. Bar hann fram tillögur, sem ræddar voru á læknaþingi 1975. Þingið fól stjórn Læknafélags íslands að hefja viðræður við þá aðila, sem nefndir voru í ályktuninni hér að ofan og voru eftirtaldir tilnefndir til við- ræðna um málið: Árni Gunnarsson, deildarstjóri, fulltrúi menntamálaráðuneytis, Árni Kristinsson, læknir, fulltrúi L.Í., Hjalti Þórarinsson, pró- fessor, fulltrúi læknadeildar H.Í., og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, fulltrúi heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis. 17. janúar 1977 sendi L.í. út tillögur nefnd- arinnar vegna framhaldsmenntunar lækna. Segir þar, að nefndarmenn séu „sammála um, að brýnt sé, að hefja án tafar skipu- lagt nám í heimilis- og heilsugæzlulækn- ingum. Pegar er skortur á heimilislæknum í Reykjavík. Vegna bygginga heilsugæzlu- stöðva á landinu mun aukast þörf fyrir vel menntaða heilsugæzlulækna. Síðan er nauð- synlegt að skipuleggja framhaldsnám fyrir aðstoðarlækna í öðrum sérgreinum. Ekki var heimilað á fjárlögum 1977 að stofna nýjar námsstöður í þessu skyni. Hins vegar er unnt að hefja þetta nám fyrir þá, sem sitja aðstoðarlæknisstöður, sem nú eru heimilar víða um land. Par sem enginn framkvæmdaaðili er til umsjónar með slíku námi, leggjum við til eftirfarandi: 1. Að sett verði á stofn sérfræðiráð, sem verði skipað fulltrúum Félags ungra lækna, heilbrigðisráðuneytis, læknadeild- ar Háskóla íslands og Læknafélags ís- lands. Hlutverk sérfræðiráðs verði skipu- lag og yfirstjórn framhaldsmenntunar lækna í landinu í hinum ýmsu sérgrein- um og sjái það um, að nauðsynleg nám- skeið verði haldin. Sérfræðiráðið hafi stöðugt í endurskoðun reglugerð um framhaldsmenntun og kröfur til sérfræði- leyfa. Sérfræðiráðið fjalli um umsóknir um sérfræðileyfi og verði ráðgjafi heil- brigðisráðherra um þau. 2. Að stofnuð verði heimilislækninganefnd til aðstoðar sérfræðiráðinu, skipaða full- trúum Félags heimilislækna, Félags ungra lækna, heilbrigðisráðuneytis, læknadeild- ar Háskóla íslands og Læknafélags ís- lands. Heimilislækninganefnd verði ráðgjafi sér- fræðiráðs um nám, námskeið og viðhalds- nám í heimilislækningum, veitingu sér- fræðileyfa í heimilislækningum, flokkun heilsugæzlustöðva og breytingar á reglu- gerð um heimilislækningar. 3. Að koma á fót sérnámsnefndum í öðrum sérgreinum eftir þörfum, og verði þær skipaðar fulltrúum sérfræðifélags, há- skólakennara og námsmanna í sérgrein- inni. Sérnámsnefndir verði ráðgjafi sér- fræðiráðs á sama hátt og heimilislækn- inganefnd." Samhliða starfi aðalnefndarinnar hafa starfshópar á vegum L.í. fjallað um fram- haldsnám í hinum ýmsu greinum og liggur nú fyrir álitsgerð frá þeim Eyjólfi Haralds- syni, Ólafi Mixa og Pétri Péturssyni, en þeim var falið að fjalla um þann þátt, sem að heimilislækningum og heilsugæzlu snýr. Verður væntanlega hægt að kynna álitsgerð þeirra bráðlega. öb
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.