Læknablaðið - 01.02.1977, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ
29
liðseinkenni. Annar þeirra kvartaði um
verki í læri og hnésbót og varð vart nokk-
urrar vöðvarýrnunar hjá honum neðantil á
lærinu. Hinir þrír sjúklingarnir, sem bar
á helti hjá, staðsettu ekki óþægindi sín, en
fengust ekki til að stíga í annan fótinn og
héldu honum krepptum. Einn þeirra var
ýmist haltur á hægri eða vinstri fæti. Tveir
sjúklingar höfðu magaverki og hrjáði lyst-
arleysi jafnframt annan þeirra, en hinn
seldi einu sinni upp. Lystarleysis gætti auk
þess hjá einum sjúklingi til viðbótar. Tveir
sjúklingar höfðu hægðatregðu síðustu daga
fyrir komu á sjúkrahúsið. Getið var um
hita hjá tveimur sjúklingum meðan þeir
voru heima. Annar (nr. 6 á töflu II) hafði
haft nokkrar hitakommur (37,6-7°) í þrjár
vikur og var með 37,7° við komu á sjúkra-
húsið, en síðan hitalaus. Hjá hinum sjúkl-
ingnum (nr. 7 á töflu II) hafði mælzt 39°
hiti þremur dögum fyrir innlagningu, sem
datt þó strax niður. Hann var með nokkrar
kommur að kvöldi fyrstu 4-5 dagana á
sjúkrahúsinu. Hinir sjúklingarnir voru
hitalauiir, bæði heima og á sjúkrahúsinu
Hvít blóðkorn: Sökk:
deilitalning við eðlil.
fjöldi segm/lympho komu eftir
12000 63/37 33 40 daga
3615 46/54 32 7 daga
8200 54/45 39 20 daga
5600 32/59 80 16 daga
13050 35/58 24 20 daga
8200 55/39 34 (19 mm við brott- för)
7300 48/44 29 20 daga
nema ef telja skyldi einn (nr. 3 á töflu
II), sem var með 37,3-7° fyrstu tvo dag-
ana á deildinni.
Sjúklingarnir voru ekki veikindalegir út-
lits við komu á sjúkrahúsið og virtist yfir-
leitt líða vel, fengju þeir að liggja óáreitt-
ir, en fyrst í stað bar nokkuð á nætur-
óværð hjá sumum þeirra, vöknuðu grát-
andi ef þeir hreyfðu sig til í rúminu. Flest-
allir voru áberandi stífir í baki og báru
sig illa, væri þeim lyft upp. Fimm sjúkl-
ingar voru með aukna hryggfettu og hjá
þremur varð vart smávægilegrar kryppu
á baki.
RÖNTGENRANNSÓKNIR
Við fyrstu röntgenskoðun sáust hrygg-
breytingar hjá öllum sjúklingunum nema
tveimur, nr. 3 og 7 á töflum I-IV.
Meðaltími frá sjúkdómsbyrjun til inn-
lagningar var 3 vikur, stytzt 8 dagar,
lengst 7 vikur, en tími sá, sem leið frá
upphafi sjúkdóms og þar til röntgenein-
kenni komu í ljós 2-7 vikur.
Hjá einum sjúklingi kom fram þreng-
ing á liðbili og eyðing á endaplötum ásamt
kryppu. Einn sjúklingur var með þreng-
ingu á liðbili og eyðingu á endaplötum.
Hjá tveimur sjúklingum sást þrenging á
liðbili, eyðing á endaplötu og breikkun á
hliðarskugga hryggsúlu, en í báðum þeim
tilfellum lá meinið í brjósthluta hryggjar.
Einn sjúklingur var með eyðingu á enda-
plötu án liðbilsþrengingar.
Hjá sjúklingum nr. 3 og 7 komu breyt-
ingarnar í Ijós eftir 3 og 4 vikur.
Fyrstu batamerki komu fram á röntgen-
myndum 6-12 vikum frá upphafi veikinda,
en að meðaltali eftir 9 vikur og lýstu sér
með þéttingu á endaplötum.
Meinið lá í brjósthrygg hjá tveimur
sjúklingum, í brjóst-mjóhrygg hjá einum,
í mjóhrygg hjá tveimur og í mjóhrygg-
spjaldhrygg hjá tveimur sjúklingum.
Sneiðmyndataka var gerð hjá flestum
sjúklinganna. Sjá að öðru leyti töflu nr. IV.
AÐRAR RANNSÓKNIR
Á töflu II er gefið yfirlit um nokkrar
blóðrannsóknir. Flestir sjúklinganna höfðu
eðlilegan fjölda hvítra blóðkorna, en tveir
voru með smávægilega aukningu, 12000
og 13050 per mm3. Að meðaltali var fjöldi