Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 72

Læknablaðið - 01.02.1977, Qupperneq 72
36 LÆKNABLAÐIÐ Hjá ungbörnum getur liðþófi náð sér nærri til fulls.“ Þeir sjúkdómar, sem helzt líkjast spondylitis non-specifica eru: 1) osteo- myelitis pycgenica acuta vertebralis. I þeim sjúkdómi ganga allar breytingar miklu hraðar og meiri skemmd verður á beini. Aflögun liðbola er miklu meiri og samruni þeirra tíðari,17 2) spondylitis tuberculosa byrjar alltaf með þrengingu á liðbili, þótt umdeilt sé hvort upphafið sé í liðþófa eða liðbol. Liðbolseyðingin gengur miklu lengra og geta heilir lið- bolir horfið. Breytingarnar taka mun lengri tíma, sumir segja jafnmarga mán- uði og samsvarandi breytingar taka vik- ur í spondylitis non-specifica. Þá er einnig algengt, að skemmdin í spondylitis tu- berculosa nái yfir fleiri liðboli en tvo, sem er hins vegar sjaldgæft í spondylitis non-specifica. I spondylitis tuberculosa sést endurbygging á beini ekki fyrr en eftir langan tíma, stundum fleiri ár og meiri aflögun verður á hrygg. Berklar eru oftast ofar í hrygg en spondylitis non-specifica. Neikvætt berklapróf skilur á milli, 3) Brucella og Salmonella eru sagðar valda spondylitis, sem sé ógreinanlegur frá þeim non-specifica. Aldursdreifing er þó önnur og þetta smit er landfræðilega bundið við Miðjarðarhafslöndin. Blóðvatnspróf koma til hjálpar við aðgreiningu, 4) Scheuer- mann’s sjúkdómur er mjög algengur, en kemur heldur hjá eldri börnum og ungl- ingum og oftast í brjóstliði. Við útbreidda formið verður fleygmyndun á mörgum liðbolum og í lokin sést oft þrengt liðbil með óreglulegum, en skörpum brúnum, þótt loðnar séu yfir allan liðflötinn meðan sjúkdómurinn er virkur. Fleygmyndun er rniög sjaldgæf í spondylitis non-specifica. E.f Scheuermann’s sjúkdómur er bundinn við 1 liðbil er sundurgreining erfiðari. Evður, sem koma í endaplötur eru bundn- ar við frambrúnir og oftast skarpar. Þétt- ing, eins og fram kemur í spondylitis non- specifica sést ekki.11 Gangur er miklum mun hægari. Aðrar rannsóknir: Blóðrannsóknir koma að litlu gagni við greiningu þessa sjúk- dóms. Oftast er hækkað sökk og er það að meðaltali 40-60 mm/1 klst.81617 Lítils- háttar aukning hvítra blóðkorna sést hjá sumum þessara sjúklinga, en sjaldan yfir 15000 per mm3. í yfirliti Rocco & Eyring13 mældist sökk hjá 81% sjúklinga 22 mm/1 klst. eða meira og í flestum tilfellum varð sökkið eðlilegt á 3-4 vikum. 36% þeirra voru með 8000 hvít blóðkorn eða færri per mm3. Hjá fjórðungi sömu sjúklinga reynd- ust kleifkjarnafrumur yfir 70%. í yfirliti Alexander var meðalfjöldi hvítra blóð- korna 9600 per mm3 og sökk að meðaltali um 30 mm/1 klst.11 Ekki hafa aðrar athuganir hjá sjúkl- ingum með hryggþófabólgu, svo sem á mænuvökva og þvagi, ýmsar mótefnamæl- ingar í blóðvatni og fleira leitt nein sér- kenni í ljós eða verið leiðbeinandi um sjúkdómsorsök. Sjúkdómsmyndin var áþekk innbyrðis hjá þeim sjö börnum, sem legið hafa á barnadeild Landspítalans, að því leyti, að þau veigruðu sér í vaxandi mæli við að ganga og voru öll orðin rúmliggjandi, er þau voru lögð inn. Tvö kvörtuðu um verki í baki. Tvö höfðu mjaðmarliðseinkenni og ef til vill þrjú önnur, sem höltruðu meira eða minna, en tjáðu sig ekki um stað- setningu óbæginda. Lítilsháttar kviðverkja er getið hjá tveimur börnum og annað hafði einnig fundið til í baki. Tveir sjúkl- ingar höfðu haft smávegis hita. Við skoðun reyndust sex sjúklinganna vera áberandi stífir í baki, fimm voru með aukna hryggfettu og þrír með útstæða hryggtinda (kyphosis). Hjá einum, sem hafði mjaðmarliðsein- kenni sást og mældist vöðvarýrnun á læri sömu megin og hann hafði verkinn, en hún getur hafa verið til staðar áður en hann veiktist af þessum sjúkdómi. Ekki hefur sést getið, að fram hafi komið vöðva- rýrnun í sambandi við þennan sjúkdóm. Að meðaltali liðu hjá þessum sjúkling- um um 3 vikur frá því fyrst bar á ein- kennum og þar til þeir voru lagðir inn og er það stvttri tími en kemur fram í skrif- um annarra. Tveir sjúklinganna voru lagð- ir inn undir réttri sjúkdómsgreiningu (tafla II. en vfirleitt vill það brenna við, að sjúkdómurinn sé ekki greindur fyrr en á spítala.13 Röntgenútlit okkar sjúklinga var í aðal- atríðum eins og lýst er hjá öðrum. Stað- setningin var þó nokkuð önnur, kom oftar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.