Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Síða 78

Læknablaðið - 01.02.1977, Síða 78
42 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA 4 Tíðni algengustu sjúkdóma. Sjúkdómsgreining Karlar Konur Samtals % af öllum greindum tilfellum Sýkingar hjá ^12 ára 19 29 48 20.9 Sýkingar hjá -*■ 12 ára Hjartasjúkdómar og/eða 26 6 32 13.9 háþrýstingur 12 23 35 15.2 Geðrænir sjúkdómar 7 21 28 12.2 Taugasjúkdómar 8 8 16 7.0 Heilaæðasj úkdómar 2 5 7 3.0 var 48 (19 drengir og 29 stúlkur) eða 20.9% af öllum greindum tilfellum. Hjá 12 ára og eldri var fjöldi sýkinga 32 (26 karlar og 6 konur) eða 13.9% greindra tilfella. Af þeim voru 2 með gonorrhoea. Fjöldi sjúklinga, sem leitaði læknis vegna geðrænna einkenna, var 28 (7 karlar og 21 kona). Er þetta 12.2% þeirra, sem leituðu læknis á tímabilinu. Flestir þeirra voru með psychoneurosis eða depressio mentis og var aldur þeirra frá 23-67 ára. Meðalaldur kvenna var 39.5 ár og karla 51.6 ár. Einn karlmaður var með psychosis paranoidea (56 ára), ein kona var manisk (22 ára) og önnúr kona var haldin abusus medicamentorum (35 ára). Ekki var neinn áfengissjúklingur meðal þessara sjúklinga. Hjartasjúkdóma og/eða háþrýsting höfðu 35 (12 karlar og 23 konur) eða 15.2%. Meðalaldur karlanna var 59.3 ár og kvenna 61.5 ár. Yngsti sjúklingurinn með hjarta- sjúkdóm var stúlka, sem greind var við skólaskoðun. Vefrænir taugasjúkdómar voru greindir hjá 16 sjúklingum (8 karlar og 8 konur) eða 7.0% allra sjúklinga. Á töflu 5 má sjá flokkun taugasjúkdóma og sést meðal annars, að 3 voru með flogaveiki. Greining á heilaæðasjúkdómum er sam- kvæmt kennileitum svipuðum og lýst er i grein Matsumoto et al.7 Með sjúkdóma í heilaæðum voru 7 sjúkl- ingar (2 karlar og 5 konur) eða 3.2% af skoðuðum sjúklingum. Einn karlmaður, 67 ára, sem var með hjartasjúkdóm, hafði einkenni um þrengsli í art. carotis interna v. megin. Meðalaldur karla með heilaæða- sjúkdóma var 69 ár og kvenna 80 ár. Aðrar sjúkdómsgreiningar voru 94, þ. e. 40 karlar og 54 konur. Af þeim höfðu 11 höfuðverk. Voru 7 þeirra með spennings- höfuðverk, en 4 með migraine. Einn kar.1- maður, 61 árs, hafði anæmia pemiciosa, og 3 karlar og 1 kona höfðu psoriasis. Einn karlmaður hafði diabetes (68 ára) og ein stúlka (6 ára) hafði nýlega verið skorin upp vegna cancer suprarenalis, en faðir hennar hafði verið skorinn upp vegna mænuæxlis nokkrum árum áður og leitaði til mín vegna magnleysis í fótum. Engar meiriháttar skurðaðgerðir áttu sér stað, en 6 sjúklinganna þörfnuðust minni háttar aðgerða, þ. e. einn vegna rifbeins- brots, einn vegna fractura radii dx., einn vegna liðhlaups á þumalfingri, einn vegna brunasárs á h. hendi, einn skaddaði sin á flexor h. þumalfingurs. 19 ára piltur slas- aðist illa er hann fór í spil um borð í bát, hlaut slæmt opið brot á h. upphandlegg og rifnaði art. brachialis. Var sá sjúklingur sendur á Landspítalann í flugvél og tekinn af honum handleggur þar. Á sjúkrahús í Reykjavík voru sendir 3 sjúklingar til rannsóknar og meðferðar (1.3% sjúklinga), ein stúlka vegna hjarta- sjúkdóms, ein kona vegna gruns um orthostatiska hypotension, og piltur vegna slæms brots á h. upphandlegg. UMRÆÐUR Niðurstöður þessara rannsókna ættu að geta gefið nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra sjúkdóma, sem hér eru gerð skil. Fjöldi (prevalence) flogaveiki í þess- ari könnun er 344/100 þús. íbúa, en við rannsókn á fjölda flogaveikra á íslandi var talan 340/100 þús.1 Mun meira er af geðrænum sjúkdómum í þessari rannsókn, eða 12.2% greindra tilfella, en í rannsókn, sem gerð var á læknisstörfum í Hvamm§-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.