Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 23

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 177 hafa verið greindir m.a. vegna þess að sér- hæfð treponemal próf voru ekki notuð. Einnig er slæmt að hafa ekki sérhæft próf eins og FTA-ABS4 25 til að greina fyrsta stigs sárasótt. „Darkfield" smásjár- skoðun er eina ákveðna greiningin á primer syphilis.30 Duncan og samstarfsmenn5 sýndu fram á, að FTA-ABS prófið var já- kvætt hjá 91% þeirra sárasóttarsjúklinga sem greindir höfðu verið með „darkfield" smásjárskoðun. Þessi rannsókn er sjaldan gerð hér á landi. Alls voru 477 vafasöm svör við Kahn og Meinicke prófum á serum og mænuvökva, eða tæp 80% af öllum jákvæðum prófum og 0.62% af heildarfjölda prófa. Góðar rannsóknastofur forðast að skila vafasömu svari, en reyna að skera úr um, hvort sýnið er jákvætt eða neikvætt. Vafasöm svör voru ekki mörg miðað við heildarfjölda sýna en eru það hins vegar miðað við fjölda jákvæðra sýna, Er þetta litlu minna vanda- mál en fölsku pósitífu prófin. Þrír blóðgjafar reyndust hafa jákvætt VDRL próf í Blóðbankanum síðustu 10 ár- in. Á þessum tíma hafa 25—30 þúsund blóðgjafar verið prófaðir, og því hefur fundist einn sárasóttarsjúklingur á hverja 8—10 þúsund blóðgjafa. Þetta er svipað og í Vestur-Skotlandi, en þar finnst einn á hverja 10 þúsund.38 í Danmörku fannst einn sárasóttarsjúklingur við 50 þúsund blóðgjafarannsóknir,40 en þar eð stór hluti blóðgjafa gefa oftar en einu sinni, er lík- legt að þessi tala sé af sömu stærðargráðu í Skotlandi og á íslandi. BLÓÐVATNSPRÓF FYRIR SÁRASÓTT Blóðvatnspróf fyrir sárasótt skiptast í 2 flokka, nontreponemal og treponemal próf. Nontreponemal próf mæla ósérhæft mót- efni (reagin) og antigenið er alkohól lipoid extrakt, venjulega úr nautshjarta. Þessi próf eru ýmist komplement fixationspróf (t.d. Kolmer) eða flocculations próf (VDRL, Kahn). Lítill munur er í raun á hinum ýmsu tegundum þessara prófa enda eru þau byggð á sömu grundvallaratrið- um.29 Þessi próf eru ekki sérhæf fyrir sárasótt. Treponemal prófin eru immuno- logiskt séð sérhæf og nota sem antigen Treponema pallidum, lifandi eða dauða. Helstu prófin, sem notuð eru í dag, eru TPI og FTA-ABS (sjá orðalista). Árið 1967 lýsti Rathlev nýju prófi, TPHA. Þetta próf hefur nú einnig verið gert sjálfvirkt og skammstafast AMHA- TP.i 3 22 23 Auk þess hefur nýlega verið reynd mjög næm rannsóknaraðferð, skammstöfuð ELISA.33 Til að kanna gæði allra þessara prófa þarf að kanna næmi þeirra og einnig sér- hæfni. Næmi fimm prófa er sýnt í töflu 3 miðað við sjúkdómsstig og með tilliti til, hvort sjúklingurinn hefur fengið með- ferð eða ekki. Yfirleitt er samræmi gott á milli niðurstaða hjá þessum höfundum, en þó eru undantekningar. VDRL próf hef- ur reynst jákvætt hjá hjá 69 — 93% af þeim, sem hafa dulda (latent) sárasótt án sjúkdómseinkenna og ekki fengið lyfja- meðferð. Þetta er svipað hlutfall af já- kvæðum VDRL prófum og kemur fram hjá þeim, sem hafa 3. stigs sárasótt og ekki fengið meðferð. Svipaðar niðurstöður feng- ust hjá öllum þessum höfundum, þegar þeir notuðu FTA-ABS prófið, en talsvert mis- ræmi varðandi TPI prófið. Sérlega á þetta við um 1. stigs sárasótt, en einnig um 2. stigs sjúklinga, sem ekki höfðu fengið með- ferð. Gott samræmi var í niðurstöðum TPHA prófsins nema þegar um var að ræða 1. stigs sárasótt án meðferðar. Þar var niðurstaðan 90%,22, 77%21 og 64%.1 Ekki er ólíklegt, að ein aðal skýringin á þessu misræmi sé mislangur sýkingartími, þar eð 1. stigs tímabilið getur verið mjög mislangt, og í ofangreindum rannsóknum kom hvergi fram hvað margir dagar hefðu verið frá smitun.18 Ljóst er, að FTA-ABS prófið er best á fyrsta stigi (að frádregnu ELISA) og mjög næmt próf á öllum stigum sjúkdómsins. TPI prófið hefur langminnsta næmið í fyrsta stiginu. VDRL prófið er ekki nógu næmt á fyrsta stiginu og hefur minna næmi við dulda sárasótt og á þriðja stigi en hin prófin. Erfitt er að meta næmi TPHA prófsins á fyrsta stiginu þar eð höf- undar eru ósammála,1 20 22 en TPHA er hins vegar næmast prófanna í sein-syphilis og í þeim tilfellum sem sjúklingurinn hef- ur fengið meðferð, að frádregnu hinu nýja ELISA prófi. Mælikvarði á sérhæfni prófs er hve oft það er neikvætt í einstaklingum, sem hafa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.