Læknablaðið - 01.04.1979, Side 8
62
LÆKNABLAÐIÐ
ins tekinn til gagngerðrar endurskoðunar, þar
á meðal sú tilraunastarfsemi, sem verið hef-
ir á þeim fylgiritum, sem út eru komin. Að
greinarlokum er þess að geta, að á síðast-
liðnu sumri var ráðinn nýr ritstjórnarfulItrúi,
Jóhannes Tómasson. Ritstjórn býður Jóhann-
es velkominn til starfa og þakkar það ánægju-
lega samstarf, sem þegar er orðið. öb
UM RREKMÆLINGAR Á ÍSLENSKU
ÍÞRÓTTAFÓLKI
Rannsóknir á íþróttafólki eiga sér langa
sögu. Á því sviði hafa orðið stórstígar fram-
farir á síðustu áratugum eins og alkunna er.
Slíkar rannsóknir hafa beinst mjög að keppn-
isfólki og keppnisíþróttum. Sumar þjóðir
hafa lagt mikið kapp á þessar rannsóknir, og
reyndar er nú málum svo háttað, að farið
er með þær sem hernaðarleyndarmál.
Á íslandi hafa nánast engar þess háttar
rannsóknir á íþróttafólki átt sér stað. Því er
það sannarlega fagnaðarefni að Rannsóknar-
stofa Háskólans í lífeðlisfræði skuli hafa
byrjað á athugunum á íslensku íþróttafólki
eins og greint er frá í grein Ólafs M.
Hákonssonar, Stefáns Jónssonar og Jóhanns
Axelssonar hér í ritinu um þrekmælingar á
íþróttafólki. Þessar mælingar eru hinar fyrstu
sinnar tegundar hérlendis, ef undan eru
skildar þrekmælingar Benedikts Jakobsson-
ar á árunum 1958—1962 og Jóns Ásgeirs-
sonar, sem héit þeim mælingum áfram í
nokkur ár eftir fráfall Benedikts.
Þrekmælingar hafa verið og eru algengar
erlendis, og það er langt frá því að þær séu
bundnar við íþróttafólk eingöngu. Súrefnis-
neyslan í mismikilli áreynslu er góður mæli-
kvarði á starfshæfni hjarta, hringrásar og
efnaskipta. Þar af leiðandi geta mælingar á
henni veitt mikilvægar upplýsingar um líkam-
legt ásigkomulag íþróttamanna og áhrif þjálf-
unar. Á grundvelli slíkra mælinga má jafnvel
ráða í hugsanlegan árangur eða sigurlíkur
íþróttamanna í keppni. Þetta á þó fyrst og
fremst við um þær íþróttagreinar sem reyna
sérstaklega á þol eins og skíðaganga, hlaup
(millilengdahlaup, langhlaup), hjólreiðar,
sund og ýmsar fleiri. Fyrir aðrar greinar hafa
slíkar mælingar minna gildi vegna þess að
í þeim skipta aðrir líkamlegir eiginleikar (t.d.
kraftur, fimi), svo ekki sé talað um þætti
eins og keppnisreynslu, tækni og snarræði,
meira máli heldur en þol. íþróttamenn þess-
ara greina sem annarra þurfa að sjálfsögðu
að leggja áherslu á almenna undirstöðu-
þjálfun, m.a. til þess að geta haldið út erfiða
þjálfun, en hins vegar ekki í sama mæli á
þjálfun þols eins og íþróttamenn margra
íþróttagreina. Á þetta er bent til þess að
vekja athygli á því, að ekki má bera saman
niðurstöður slíkra mælinga á einstaklingum
eða hópum úr mismunandi íþróttagreinum né
líta svo á, að mælingaraðferðin hafi jafnt
gildi fyrir allar íþróttagreinar.
í þessu sambandi er e.t.v. rétt að fara
nokkrum orðum um notkun á hugtökum. Á
máli íþróttamanna merkir þrek og þol ekki
það sama. Þol er skilgreint sem viðnámsgeta
líkamans gegn þreytu vegna langvarandi á-
reynslu en þrek markast hins vegar af sál-
rænum og líkamlegum þáttum, einkum krafti,
þoli og fimi. Þess vegna verður að reyna á
starfshæfni og kraft vöðva í þeim mælingar-
aðferðum sem beitt er til þess að mæla
þrek. í þeirri aðferð sem beitt er í þeim
þrekmælingum, sem hér um ræðir, reynir
aðeins á fáa vöðva líkamans. Hún mælir því
þolið fyrst og fremst. Hér á því frekar við að
tala um þolmælingar í stað þrekmælinga;
einnig þoltölu í sað þrektölu. Það er líka vill-
andi að tala um þjálfunartölu (þrektala/þol-
tala), því til þjálfunar íþróttamanna heyra
fleiri þættir en viðbrögð helstu líffærakerfa
við áreynslu.
Niðurstöður þrekmælinga Rannsóknastofu
Háskólans á íslensku íþróttafólki eru um
margt athyglisverðar. í þeim kemur t.d. fram,
að þrektala (þoltala) íþróttafólksins er frem-
ur lág og talsvert lægri en sambærilegar töl-
ur úr rannsóknum erlendis eins og reyndar
sýnt er fram á í greininni. Þessi munur kem-
ur skýrast fram hjá frjálsíþróttafólkinu. Höf-
undar benda á, að íslensku hlaupararnir hafa
allmiklu lægri meðalþjálfunartölu en sænsk-
ir hlauparar sem athugaðir voru fyrir u.þ.b.
áratug. Sama er upp á teningnum hvað
knattspyrnu- og handknattleiksmenn snertir,
þótt munurinn sé ekki jafn mikill.
Þessar upplýsingar koma ekki á óvart. Þær
staðfesta, þótt nokkurn fyrirvara ætti að hafa
á því að draga ákveðnar ályktanir af þessum
þrekmælingum, að þjálfun íslensks íþrótta-
fólks er ábótavant að þessu leyti að minnsta