Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 8

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 8
62 LÆKNABLAÐIÐ ins tekinn til gagngerðrar endurskoðunar, þar á meðal sú tilraunastarfsemi, sem verið hef- ir á þeim fylgiritum, sem út eru komin. Að greinarlokum er þess að geta, að á síðast- liðnu sumri var ráðinn nýr ritstjórnarfulItrúi, Jóhannes Tómasson. Ritstjórn býður Jóhann- es velkominn til starfa og þakkar það ánægju- lega samstarf, sem þegar er orðið. öb UM RREKMÆLINGAR Á ÍSLENSKU ÍÞRÓTTAFÓLKI Rannsóknir á íþróttafólki eiga sér langa sögu. Á því sviði hafa orðið stórstígar fram- farir á síðustu áratugum eins og alkunna er. Slíkar rannsóknir hafa beinst mjög að keppn- isfólki og keppnisíþróttum. Sumar þjóðir hafa lagt mikið kapp á þessar rannsóknir, og reyndar er nú málum svo háttað, að farið er með þær sem hernaðarleyndarmál. Á íslandi hafa nánast engar þess háttar rannsóknir á íþróttafólki átt sér stað. Því er það sannarlega fagnaðarefni að Rannsóknar- stofa Háskólans í lífeðlisfræði skuli hafa byrjað á athugunum á íslensku íþróttafólki eins og greint er frá í grein Ólafs M. Hákonssonar, Stefáns Jónssonar og Jóhanns Axelssonar hér í ritinu um þrekmælingar á íþróttafólki. Þessar mælingar eru hinar fyrstu sinnar tegundar hérlendis, ef undan eru skildar þrekmælingar Benedikts Jakobsson- ar á árunum 1958—1962 og Jóns Ásgeirs- sonar, sem héit þeim mælingum áfram í nokkur ár eftir fráfall Benedikts. Þrekmælingar hafa verið og eru algengar erlendis, og það er langt frá því að þær séu bundnar við íþróttafólk eingöngu. Súrefnis- neyslan í mismikilli áreynslu er góður mæli- kvarði á starfshæfni hjarta, hringrásar og efnaskipta. Þar af leiðandi geta mælingar á henni veitt mikilvægar upplýsingar um líkam- legt ásigkomulag íþróttamanna og áhrif þjálf- unar. Á grundvelli slíkra mælinga má jafnvel ráða í hugsanlegan árangur eða sigurlíkur íþróttamanna í keppni. Þetta á þó fyrst og fremst við um þær íþróttagreinar sem reyna sérstaklega á þol eins og skíðaganga, hlaup (millilengdahlaup, langhlaup), hjólreiðar, sund og ýmsar fleiri. Fyrir aðrar greinar hafa slíkar mælingar minna gildi vegna þess að í þeim skipta aðrir líkamlegir eiginleikar (t.d. kraftur, fimi), svo ekki sé talað um þætti eins og keppnisreynslu, tækni og snarræði, meira máli heldur en þol. íþróttamenn þess- ara greina sem annarra þurfa að sjálfsögðu að leggja áherslu á almenna undirstöðu- þjálfun, m.a. til þess að geta haldið út erfiða þjálfun, en hins vegar ekki í sama mæli á þjálfun þols eins og íþróttamenn margra íþróttagreina. Á þetta er bent til þess að vekja athygli á því, að ekki má bera saman niðurstöður slíkra mælinga á einstaklingum eða hópum úr mismunandi íþróttagreinum né líta svo á, að mælingaraðferðin hafi jafnt gildi fyrir allar íþróttagreinar. í þessu sambandi er e.t.v. rétt að fara nokkrum orðum um notkun á hugtökum. Á máli íþróttamanna merkir þrek og þol ekki það sama. Þol er skilgreint sem viðnámsgeta líkamans gegn þreytu vegna langvarandi á- reynslu en þrek markast hins vegar af sál- rænum og líkamlegum þáttum, einkum krafti, þoli og fimi. Þess vegna verður að reyna á starfshæfni og kraft vöðva í þeim mælingar- aðferðum sem beitt er til þess að mæla þrek. í þeirri aðferð sem beitt er í þeim þrekmælingum, sem hér um ræðir, reynir aðeins á fáa vöðva líkamans. Hún mælir því þolið fyrst og fremst. Hér á því frekar við að tala um þolmælingar í stað þrekmælinga; einnig þoltölu í sað þrektölu. Það er líka vill- andi að tala um þjálfunartölu (þrektala/þol- tala), því til þjálfunar íþróttamanna heyra fleiri þættir en viðbrögð helstu líffærakerfa við áreynslu. Niðurstöður þrekmælinga Rannsóknastofu Háskólans á íslensku íþróttafólki eru um margt athyglisverðar. í þeim kemur t.d. fram, að þrektala (þoltala) íþróttafólksins er frem- ur lág og talsvert lægri en sambærilegar töl- ur úr rannsóknum erlendis eins og reyndar sýnt er fram á í greininni. Þessi munur kem- ur skýrast fram hjá frjálsíþróttafólkinu. Höf- undar benda á, að íslensku hlaupararnir hafa allmiklu lægri meðalþjálfunartölu en sænsk- ir hlauparar sem athugaðir voru fyrir u.þ.b. áratug. Sama er upp á teningnum hvað knattspyrnu- og handknattleiksmenn snertir, þótt munurinn sé ekki jafn mikill. Þessar upplýsingar koma ekki á óvart. Þær staðfesta, þótt nokkurn fyrirvara ætti að hafa á því að draga ákveðnar ályktanir af þessum þrekmælingum, að þjálfun íslensks íþrótta- fólks er ábótavant að þessu leyti að minnsta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.