Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 10
64 LÆKNABLAÐIÐ Með hliðsjón af niðurstöðum þessarar könnunar var hafinn undirbúningur að um- fangsmikilli fræðsluherferð í skólunum, sem Krabbameinsfélagið stóð að, í náinni sam- vinnu við skólamenn. Fræðslustarfið hófst síðla vetrar 1976 en náði á næsta skólaári til allra 12 ára bekkja hér á Reykjavíkursvæð- inu og einnig víða úti um land. Hefur fræðslustarf þetta haldið áfram síðan. í apríl á s.l. ári fór fram ný könnun á reyk- ingum nemenda. Með þeirri könnun var ætl- unin að kanna áhrif þeirrar fræðsluherferðar sem þá hafði farið fram, annars vegar í skól- unum og hins vegar hin almenna herferð, sem fram fór á vegum samstarfsnefndar um reykingavarnir. Könnunin var með sama móti og hinar fyrri. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: Af tæplega 8000 nemendum á aldursbilinu 10—16 ára sögðust 1353 reykja eða 17,2 af hundraði. Árið 1974 reyktu 2123 eða 23,4 aí hundraði. Hafði því tíðni reykinga lækkað um meira en fjórðung á þessu tímabili. Dregið hafði úr daglegum reykingum að sama skapi eða um rúmlega fjórðung. Nem- endur sem reyktu daglega voru rúmlega 300 færri en 1974, 12,3% miðað við 16,4%. Reykingar höfðu minnkað hjá öllum ár- göngum, en þó mismunandi. Breytingin var mest hjá 12 ára nemendum, en á þeim aldri reyktu nú næstum þrefalt færri en áður, eða 3,8% miðað við 11,5% árið 1974. í 13 ára aldursflokknum höfðu reykingar minnkað um helming, í 14 ára um þriðjung og í 15 ára um fjórðung, en minnst hafði breytingin orðið hjá 16 ára unglingum því þar reyktu enn 47,1% miðað við 53,9% árið 1974. Munurinn á reykingum drengja og stúlkna hélst svo til óbreyttur frá 1974. Ýmsar aðrar upplýsingar fengust við könn- un þessa, svo sem álit nemenda á reykingum, reykingar á heimilum og helstu ástæður fyrir reykingum. Athyglisvert er, að lang algeng- asta ástæðan, sem nemendur gefa upp fyrir að hafa byrjað að reykja, eru reykingar for- eldra en 50 af hundraði nemenda tilgreina þessa ástæðu. Reykingar á heimilum eru mjög mismun- andi hjá nemendum sem reykja annars vegar og þeim sem ekki reykja hins vegar. Rannig eru næstum þrisvar sinnum meiri líkur á að 13 ára nemandi reyki ef annað fordeldra hans reykir og enn meiri líkur, eða fjórum sinnum meiri, ef systkini reykja einnig. Regar þetta hvorttveggja er skoðað verður Ijóst, að Iang veigamesta ástæðan fyrir reyk- ingum ungs fólks er fordæmi foreldranna og heimilisins. Hefur þetta reyndar komið í Ijós í öðrum könnunum svo sem í Noregi. Við könnunina komu fram upplýsingar um reykingar á 5—6000 heimilum, sem mögulegt er að bera saman við könnunina 1974 og hafði þar orðið veruleg breyting til batnaðar. Hafði heimilum þar sem enginn reykir fjölgað um fjórðung. Athyglisvert er, að feður höfðu dregið meira úr reykingum en mæður. Það kom í Ijós, að faðir og/eða móðir reykja á næstum helmingi heimila skólanem- enda og gefur það til kynna heiIdartíðni reyk- inga í þjóðfélaginu. Sjá má, að við 16 ára aldurinn hafa nemendur að fullu tileinkað sér siði foreldra sinna, því þá er tíðni reykinga eins og áður segir orðin um og yfir 50%. Þrátt fyrir að könnun þessi hafi sýnt að reykingar eru enn mjög algengar, eru niður- stöður hennar mjög uppörvandi. Lækkun reykingartíðninnar sýndi að mikil umskipti hafa átt sér stað miðað við það að á tíma- bilinu frá 1960-74 var stöðug aukning á reyk- ingum meðal skólanema. Af könnunum þessum og fræðsluherferð, sem með þeim fylgdi, má draga mikilvægan lærdóm, sem varðar alla þá sem vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sjúkdómum, sem fyrst og fremst eiga orsakir í hegðun og lífsháttum. í fyrsta lagi er hér sýnt fram á, að gildi fræðslustarfsemi og áróðurs er ótvírætt. í öðru lagi kemur fram, að fræðsla verður að byggjast á nákvæmri vitneskju um tilvist og öll höfuðeinkenni þess hegðunarmynsturs sem fræðslan beinist gegn. Skúli G. Johnsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.