Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 20

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 20
70 LÆKNABLAÐIÐ linganna. Af þeim sökum geta vísindin aldrei sagt okkur hvað við eigum að gera, hvað sé æski.legt, gott, rétt, o.s.frv. Þau geta einungis frætt okkur um það sem er: I þeirri skoðun, að samband sé milli hás gengis og hagnaðar í útflutningsatvinnu- vegum, felst lýsing á staðreynd, lýsing á orsakasambandi, og það er hægt að ganga úr skugga um, hvort hún er rétt eða ekki. Þessi skoðun er vísindaleg, hún byggist á vísindalegri athugun. f hinni skoðuninni, að lækka beri gengi erlends gjaldeyris til þess að draga úr dýrtíð, enda sé hinn mikli hagnaður útflutningsatvinnuveganna á- stæðulaus, felst ekki lýsing á staðreynd, ekki lýsing á orsakasambandi, heldur mat á hagsmunum, dómur um, að það sé mikil- vægara að lækka dýrtið vegna almennings en að láta útflutningsatvinnuvegina græða. Þótt allir væru sammála um þessa skoðun, verður hún ekki rökstudd vísindalega, hún verður ekki sönnuð með skírskotun til reynslu eða rökréttrar hugsunar. (3:66). 6. GAGNRÝNI Á KENNINGUNA UM ALGILDI VÍSINDA Hér verða tvær meginaðfinnslur við þessa kenningu látnar nægja. Hin fyrri varðar hugmyndina um algildi vísinda, hin síðari varðar staðhæfinguna um algjör skil staðreyndadóma og gildisdóma. Það er beinlínis rangt að til séu öruggar eða óyggjandi aðferðir í vísindum: Öll sú tækni sem vísindi ráða yfir er brigðul. Jafnvel þó að við hefðum algerlega ör- uggar aðferðir til að sanna eða afsanna til- gátur okkar eða staðhæfingar, þá hefðum við engar öruggar aðferðir til að vita að svo væri — leitin að hinni algildu aðferð leiðir til endaleysu. — Þetta vita allir vís- indamenn og læknar trúlega allra manna best sökum þess hve brigðulleiki aðferða þeirra getur skipt miklu. En það er enn annað sem skín í gegnum þessa kenningu um algildi vísinda. Eigi að vera unnt að telja niðurstöður vísinda al- gildar, þ.e. endanlega og fullkomlega sann- aðar og þar með óumdeilanlegar, þá hljót- um við að gera ráð fyrir reglum sem leiddu þessar niðurstöður fram með þeim hætti að engin villa af manna völdum gæti staf- að af beitingu þeirra. Slíkar reglur eru reyndar til í vissum greinum stærðfræði: Það eru vélrænar reglur sem liggja tölvufræði til grundvall- ar. Á slíkum reglum er ekki einungis til tæmandi lýsing heldur hefur beiting þeirra ekki í för með sér neina mannlega hugsun: Þær kalla á „hugsunarlausa hugsun“, hugsun sem er beiting reglnanna og ekkert annað. Eigi slík vélræn hugsun að ná tök- um á einhverju viðfangsefni, þá verður viðfangsefnið að vera af sama tagi, þ.e. viðfangsefnið verður að vera vélgengt. Sú skoðun að vísindi séu fólgin í þess konar hugsunarlausri hugsun, þ.e. beitingu vél- rænna reglna, gægist fram í umræddum fyrirlestri: Hagkerfi þjóðar er eins og geysiflókin vél með þúsundum hjóla, sem eru öll í innbyrð- is tengslum, en þó mismunandi nánum. Ein- staklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar verða stöðugt að taka efnahagslegar á- kvarðanir, þeir verða í sífeliu að kjósa eitt, en hafna öðru. Þeir verða ávallt að velja milli markmiða. Við getum hugsað okkur, að þeir geri það með því að hreyfa eitt- hvert ákveðið hjól í vélinni, en um leið snúast ýmis önnur hjól og kannske jafnvel vélin öll. Hagfræðivísindin eiga að hjálpa okkur til þess að þekkja þessa vél og skilja hana, þau eiga að hjálpa okkur til þess að skiija sambandið milli hjólanna, svo að við getum gert okkur grein fyrir því, hvaða áhrif það muni hafa, ef hreyft er við einu þeirra. Þetta er auðsjáanlega leysanlegt viðfangsefni. Það er ákveðið samband milli hjólanna, og það hlýtur að vera hægt að komast að raun um, hvert það er. Það er e.t.v. erfitt, en það á að vera hægt. Þess vegna er hér um viðfangsefni vísinda að ræða, hagfræðivísinda. Og lausnin hefur ekki aðeins fræðilega þýðingu, heldur einn- ig geysimikla hagnýta þýðingu. (3:61). 7. GAGNRÝNI Á KENNINGUNA UM ALGJÖRAN GREINARMUN STAÐREYNDA OG VERÐMÆTA Ég mun síðar víkja að þessari vél- hyggjukenningu um vísindin og viðfangs- efni þeirra. Vitaskuld er hér einungis um líkingu að ræða: Þjóðfélagið er ekki vél fremur en lifandi líkamar eru vélar, en það er ekkert vafamál að það viðhorf sem liggur þessari líkingu til grundvallar ákvarðar fyrirfram hvaða þættir eða hlið- ar viðfangsefnisins verða kannaðir og jafn- vel hvað það er í viðfangsefninu sjálfu sem talið er skipta máli frá vísindalegu sjónarmiði. Hin aðfinnslan við þá hlutleysiskenn- ingu um vísindin sem hér hefur verið lýst varðar hinn algjöra greinarmun stað-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.