Læknablaðið - 01.04.1979, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ
81
Edda Björnsdóttir
Rubella syndrome í augum meðal barna í Heymleysingja-
skólanum í Reykjavík
INNGANGUR
Gerð er athugun á augnhag allra nem-
enda Heyrnleysingjaskólans í Reykjavík
árin 1976—9, með sérstöku tilliti til þess
hóps nemenda, sem hefur rubella syndrome
í augum.
Nemendur koma í skólann 5 ára og
skiptast í undirbúningsdeild, grunnskóla
og framhaldsdeild.
Skoðaðir voru 76 heyrnarskertir nem-
endur skólans. Skoðanir fóru fram á
göngudeild augndeildar Landakotsspítala.
Allir nemendur voru skoðaðir tvívegis: I
mars 1976 og í janúar 1979. Fæðingarár og
kynskipting sést á töflu I.
Rubella syndrome í augum auk heyrn-
arskerðingar hafa 39 nemendur og 37 eru
heyrnarskertir af öðrum orsökum.
AÐFERÐIR
Þessar rannsóknir voru gerðar:
1. Sjónskerpa (visus) með Snellen sjón-
prófunartöflum (E spjöld voru notuð
þegar nemandi þekkti ekki stafina).
2. Skuggapróf (sciascopia) með 1%
Cyclogyl.
3. Vöðvajafnvægispróf (orthoptisk skoð-
un).
4. Rauflampaskoðun (slitlamp.).
5. Augnbotn (fundoscopia).
NIÐURSTÖÐUR
1. Sjónskerpa:
Tafla II sýnir sjónskerpu 74 nemenda.
(Hjá 2 nemendum var ekki hægt að
mæla sjónskerpu). Hópnum er skipt í
tvennt þ.e. 39 rubella syndrome börn og
35 önnur.
2. Sjónlag (refraction samkv. sciascopiu);
Sjónlag nemendahópsins mældist þann-
ig:
Greinin barst ritstjórn 16/02/1979, send í prent-
smiðju 21/02/1979.
Emmetropia (efri mörk + 0.75) 33 nemendur
Hyperopia simplex (neðri mörk
+ 0.75) 21
Hyperopia c astigmatismus 13
Aphakia 1
Myopia simplex 5
Myopia c astigmatismus 3
Samtals 76
3. vöðvajafnvægi:
Rangeygi (og aðgert rangeygi) fannst
hjá 5 rubella syndrome nemendum og 4
úr hinum hópnum eða alls 9 nemend-
um.
4. Rauflampaskoðun:
Drer (cataract) fannst hjá 3 nemend-
um.
a) Aphakisk (bæði augu opereruð
1956) stúlka f. 1955 með rubella
syndrome, sjón með gleraugum 6/30.
b) „Blue dot“ cataract hjá dreng f. 1961,
sjón 6/9, hann er ekki með rubella
syndrome.
c) Rubella syndrome drengur f. 1974
með þéttan cataract á öðru auga og
eðlilega sjón (6/6) á hinu.
Auk þess leiddi rauflampaskoðun í ljós
pigmentfrumudreifingu (migration) yf-
ir á bakhluta lens hjá 7 börnum með
rubella syndrome og 2 börnum úr hin-
um hópnum.
5. Augnbotn:
Afbrigðileg litarefnadreifing í pigment-
lagi sjónu (pigmentary retinopathy)
fannst hjá 28 nemendum. (Sjá töflu I).
Sem fram kemur á töflunni eru 26 þeirra
rubella syndrome börn eða 66%. Sjö
þeirra höfðu þessa dreifingu aðeins í
öðru auga og 21 í báðum.
Oftast er þessi sjúklega litardreifing ná-
lægt macula, en getur verið útbreidd
um allan aftari hluta augnbotns, pig-