Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 49

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 83 og er innsýn í augnbotna góð, en sjón- skerpa léleg eða 6/30 enda er hún með áberandi augnriðu (nystagmus). Næsti stóri faraldur af rubella hér á landi gengur árin 1963—4 og eru skráð 6080 tilfelli. Athyglisvert er að ekkert barn með cataract finnst eftir þennan faraldur né heldur með hjartagalla, svo vitað sé, þótt rubella syndrome hópurinn í Heyrn- leysingj askólanum fædd eftir þennan far- aldur telji 27 nemendur. Mest hætta er tal- in á cataract hjá fóstri, sýkist móðir af rubella veiru á fyrstu 6 vikum meðgöngu- tíma. I 27 einstaklinga hópi er óliklegt að allar sýkingarnar hafi orðið seinna og skýri þar með að cataract komi ekki fram. Raun- ar höfum við orð margra mæðra þessa hóps, að rubella sýking varð einmitt innan 6 viknanna. Fyrirspurnir um rubella syn- drome börn utan Heyrnleysingjaskólans, fædd með cataract eftir þennan faraldur eru neikvæðar. Árið 1973 gengur hér smá- faraldur með 1957 skráð tilfelli. Árið eftir (1974, sjá töflu I) fæðist svo drengur með rubella syndrome og cataract á öðru auga, en eðlilega sjón á hinu. Þriðji nemandinn í Heyrnleysingjaskól- anum, sem fannst með cataract hefur „Blue dot“ cataract og 6/9 sjón á báðum augum. Ekki er saga um rauða hunda hjá móður á meðgöngutíma. Við John Hopkins háskólann í Banda- ríkjunum (Wolff)' var gerð athugun á rubella syndrome börnum eftir faraldur- inn þar í landi 1963—4. Athugunin tók yfir 328 börn; 175 þeirra höfðu rubella syn- drome í augum og 54 af 175 eða 30.8% höfðu cataract. Sem fyrr greinir er ekkert barn hér á landi með cataract eftir þennan sama faraldur. Meðal 26 rubella syndrome nemenda (af 39) í Heyrnleysingjaskólanum finnst sjúk- leg pigmentdreifing í augnbotni eða hjá 66.6%. Samsvarandi tala frá John Hopkins er 44.5%. Auk þess hafa 7 þeirra pigment- frumur við bakhluta augasteins, sem lík- legt er að komið sé frá corpus ciliare hluta uvea. Wolff4 getur þess að sjúkleg litar- efnisdreifing í augnbotni geti aukist með árunum og sjón versnað af þeim sökum. Slíku er ekki til að dreifa hjá okkur a.m.k. ekki enn. Samanburður á sjónskerpu hjá 32 rubella syndrome nemendanna er skoð- TABLE II. Visual acuity in The School for the Deaf pupils tested. Non- Rubella pupils rubella pupils All Better All Better Visual eyes eyes eyes eyes acuity No. % No. % No. % No. % 6/6 - 6/7 62 79.5 32 82.0 62 88.6 33 94.2 6/9 - 6/15 11 14.1 6 15.4 6 8.6 2 5.8 6/18 and less 5 6.4 1 2.6 2 2.8 Total 78 100.0 39 100.0 70100.0 35 100.0 uð voru 1969 og skoðunum mínum 1976 og ’79 sýnir að í engu tilfelli er um versnandi sjón að ræða vegna pigmentbreytinga. Ljóst er þó, að sjónskerpa rubella syn- drome barnanna er lakari en hins hluta hópsins (sjá töflu II) og er líklegt að hinar sjúklegu litarefnisbreytingar við miðgróf (macula) valdi því. Rangeygi eða aðgert rangeygi fannst hjá 9 nemendum af 76 eða 11.8%, sem er mun hærra hlutfall en gerist meðal íbúa al- mennt (þ.e. 2—3%). Fimm þessara barna voru rubella syndrome börn, en 4 úr hin- um hópnum. Hornhimnan var tær hjá öllum 39 rubella syndrome nemendunum og enginn fannst með gláku. Þetta á raunar við um allan hópinn. í fyrrnefndri John Hopkins athugun höfðu 12% rubella syndrome barna matta hornhimnu og 8.5% gláku. SKIL Af 76 heyrnarskertum nemendum Heyrn- leysingjaskólans í Reykjavík hafa 39 rubella syndrome eða 51.3%. Af þessum 39 hafa aðeins 2 nemendur (f. ’55 og f. ’74) cataract. Athyglisvert er að úr 6080 skráðum rubella tilfellum árin 1963—4 og 27 heyrn- arskertum einstaklingum með rubella syn- drome úr þeim faraldri hefur enginn cata- ract né heldur hjartagalla, og fyrirspurnir um cataract annars staðar af landinu frá þessum faraldri eru neikvæðar. Athugun frá John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum um sama faraldur sýndi 30% cataract með- al þeirra, sem höfðu rubella syndrome í augum. Eftir smáfaraldur hér á landi árin 1947 —8 (514 skráð tilfelli) fundust 2, og eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.