Læknablaðið - 01.04.1979, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ
95
DLA typiis incertus (mynd 3)
AIls 21 sjúklingur. Þrír eðlilegir. Átta með
einhliða breytingar og 6 með breytingar í
kringum báða egglaga glugga. 4 sjúklingar
með otosclerosis cochlearis.
Sjúkrasaga: 56 ára leigubílstjóri, sem hefur
heyrt illa í nokkur ár, segist aldrei hafa unnið í
hávaða og engin ættarsaga.
DLA senilis (mynd 4)
Alls 15 sjúklingar. Þrír eðlilegir. Fimm með
einhliða breytingar og 4 með breytingar báð-
um megin kringum egglaga gluggana. Þrír
þeirra með otosclerosis cochlearis.
Sjúkmsaga: 81 árs maður, heyrt illa í 10 ár.
Var bóndi og vann aldrei í hávaða.
Fimm systkini hafa öll heyrt illa á gamals aldri.
DLA typus incertus asymmetricus (mynd 5)
Heyrn á öðru eyra meira en 30 db, verri en á
hinu eyranu. Alls 11 sjúklingar. Tveir eðli-
legir, 4 sýna einhliða breytingar og 3 beggja
megin kringum egglaga gluggann. Tveir
Þeirra með otosclerosis eochlearis.
Sjúkrasaga: 45 ára húsmóðir ,sem hefur heyrt
illa á hægra eyra í 5 ár og fær skyndilega heyrn-
ardeyfu á vinstra eyra með suðu 3 mánuðum
fyrir rannsókn. Vinnur ekki í hávaða og engin
ættarsaga.
Sjö sjúklingar tilheyrðu ýmsum sjúk-
dómahópum svo sem Mb. Meniere, DLA
traumatica og otosclerosis með ístæðiskölk-
un á öðru eyra og heyrnardeyfu á innra
eyra á hinu eyranu. Tveir höfðu engar
röntgenbreytingar, 3 beggja megin og 2
öðrum megin. Eftirtektarvert er hér, að einn
sjúklingur með otosclerosis er með eðlilega
röntgenmynd. Hann hafði góða beinheyrn,
lélega loftheyrn og engan stapedius reflex
öðrum megin og heyrnardeyfu á innra eyra
hinum megin.
Sjúkrasaga: Sjúklingur með heyrnartap á innra
eyra öðrum megin og otosclerosis með ístœðis-
festu hinum megin. Þetta er 74 ára maður. Faðir
hans heyrði illa frá því hann var 50 ára og
hefur sjálfur heyrt illa á hægra eyra frá því
hann var 35 ára. Mikil kölkun sést í öllu beininu
með kölkuðum blettum í kring-um báða egglaga
glugga og í neðsta hluta beggja kuðunga. Hægra
megin er stórt bil milli loft- og beinheyrnar.
Vinstra megin er engin leiðsluheyrnardeyfa. Báð-
ar hljóðhimnur eru eðlilegar. Rinne próf er nei-
kvætt hægra megin og jákvætt vinstra megin.
Ofangreindir sjúklingar hafa flestir haft
röntgenbreytingar í kringum egglaga
gluggann eða í kuðungi.
Mynd 4. — Á uppdrætti sést kalkaður
blettur í anddyri og á heyrnarriti sést mikil
heyrnardeyfa með stapedius reflex.
Á hinn bóginn voru nokkrir sjúklingar,
sem sýndu hið gagnstæða. Þetta voru sjúk-
lingar með eftirfarandi sjúkdóma: