Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 77

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 77
LÆKNABLAÐIÐ 101 UMRÆÐA Rofi á sleglaskipt hjartans (septum interventriculare) eftir hjartadrep var fyrst lýst af Latham árið 1845.8 Árið 1962 hafði Lee og samstarfsmönnum tekist að safna saman 220 skráðum tilfellum. Sjúkdómsmyndin er oftast mjög bráð og lýsir sér með skyndilegri hjartabilun eða losti hjá sjúkling með nokkurra daga gam- alt hjartadrep. Erfitt getur reynst að greina rof á sleglaskipt frá leka á tvíblaðkaloku (valva mitralis) hjartans, sem getur einnig orsakast af hjartadrepi með minnkuðum samdrætti (dysfunctio) eða sliti (ruptur) á spenavöðva hjartans (musculus papillaris). Óhljóð það, sem myndast við báða þessa fylgikvilla hjartadreps, nær yfir allt út- fallið (pansystoliskt) og hefur styrkleika 3/6 eða méir. Við rof á sleglaskipt heyrist óhljóðið best í 4. og 5. millirifjabili við vinstri rönd bringubeins. Aftur á móti heyrist óhljóðið við leka á tvíblaðkaloku með mestum styrkleika yfir hjartabroddi (apex cordis) með leiðslu út í holhönd. Við slit á fremri spenavöðva getur þó óhljóðið leitt að brjóstbeini. Titringur (thrill) finnst í helming tilfella við rof á sleglaskipt, en mjög sjaldan við leka á tvíblaðkaloku. Stöku sinnum heyrist einnig stutt aðfalls (diastoliskt) óhljóð yfir hjartabroddi, sem orsakast af auknu blóðflæði um tvíblaðka- lokuna. Núningshljóð frá gollurshúsi (peri- cardium) getur stöku sinnum líkst áður- nefndum óhljóðum, og ber að hafa þann möguleika í huga við mismunagreiningu. Hjartarafritun og röntgenmyndun á hjarta og lungum koma ekki að verulegu gagni við mismunagreiningu. Chandraratna og samstarfsmenn telja, að hljóðbylgju- rannsókn á hjarta (echocardiografia) sé mun vænlegri til árangurs, en þeim tókst með þessari rannsóknaraðferð að sýna fram á stækkun á hægra slegli hjá þeim þremur sjúklingum með rofi á sleglaskipt, sem þeir rannsökuðu, en fjórir sjúklingar með leka á tvíblaðkaloku höfðu eðlileg- an hægri slegil.2 Hjartaþræðing er samt sem áður allta fnauðsynleg, ef greining- in á að teljast örugg. Auðvelt er í dag að framkvæma hægri hjartaþræðingu hjá þessum fársjúku sjúklingum með flotlegg (Swan-Ganz catheter).4 Ef ástand sjúklings leyfir og þar sem aðgerð kemur til greina, er einnig nauðsynlegt að framkvæma vinstri þræðingu og kransæðamyndatöku. Á annan hátt verður ástand vinstri slegils ekki metið nægilega með tilliti til hugsan- legrar aðgerðar á hjartagúlp (aneurysma cordis) og kransæðaþrengslum. Horfur sjúklinga með rof á sleglaskipt eru mjög slæmar eins og fram kemur í inn- gangi þessarar greinar. Hvernig sjúkling- um vegnar fer fyrst og fremst eftir stærð rofsins og útbreiðslu kransæðasjúkdóms- ins. Horfur eru góðar ef blóðflæði frá vinstra slegli yfir í þann hægri er minna en 2:1, en versna mikið ef blóðflæði eykst yfir það mark.11 Á síðustu 20 árum hefur tekist að bjarga hluta þessara sjúklinga með skurðaðgerð.71011 Þó er reynt eins lengi og við verður komið að fresta aðgerð, þar sem hún verður viðráðanlegri því leng- ur sem líður frá hjartadrepinu, en 6—8 vikur tekur að mynda nægilega sterkan bandvef umhverfis rofið þannig að gott hald fáist fyrir sauma. Magn blóðflæðis frá vinstri slegli yfir í þann hægri, almennt ástand sjúklings og svörun við lyfjameð- ferð ákvarðar, hversu lengi réttlætanlegt er að bíða með aðgerð. Á síðustu árum hafa röntgen rannsóknir á kransæðum sjúklinga með ferskt eða ný- legt hjartadrep leitt í Ijós, að hjartadrep getur átt sér stað án sýnilegs kransæða- sjúkdóms.0 Mögulegar orsakir fyrir þessu sjúkdómsástandi hafa nýlega verið settar fram í ágætri grein.1 Þar er bent á eftir- farandi möguleika: 1. Röng greining. 2. Rangur úrlestur á röntgenmyndum af kransæðum. 3. Of þykkur hjartavöðvi eða of lítill blóðrauði (hemoglobin) eða of lág- ur blóðþrýstingur (shock) til þess að sjá hjartavöðvanum fyrir nægilegu súrefni. 4. Samdráttur (spasmi) í kransæðum. 5. Þrengsli eða lokun á þeim greinum krans- æða, sem liggja í hjartavöðvanum (intra- myocardial) án sýnilegra þrengsla á þeim greinum, sem liggja utan á hjartavöðvan- um (extramyocardial). 6. Blóðsegi (embol- us eða thrombus) í kransæð, sem að nokkru eða öllu leyti hefur eyðst (thrombolysis). Hver af þessum sex orsökum á við um tilfelli það, sem hér hefur verið greint frá, verður látið liggja milli hluta. SUMMARY A case report of a 54-year-old female, who
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.