Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 101

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 101
LÆKNABLAÐIÐ 119 fræðilega þætti þessara samskipta, en fé- lagsfræðin um erfðafræðileg, félagsfræði- leg og sálfræðileg atriði (sjá skýringar- mynd). Faraldsfræðin er einn af hornstein- um beggja greinanna.1 Félagslæknisfræði fjallar um áhrif umhverfis á orsakir og þróun sjúkdóma og um aðgerðir þjóðfé- lagsins í félags- og heilbrigðis- og trygg- ingamálum með tilliti til heilsuverndar og lækninga. í greininni tengist læknisfræði, faraldsfræði og félagsfræði í þeim tilgangi að rannsaka og annast sjúklinga og sjúk- lingahópa. KENNSLA í FÉLAGSLÆKNISFRÆÐI VIÐ LÆKNASKÓLA ERLENDIS Félagslæknisfræði er á námskrá allra læknadeilda á Norðurlöndum, (Nordisk Medicin, 5. 1976). Mismikil áhersla er lögð á greinina í háskólum, en yfirleitt er hlut- ur hennar meiri í yngri læknadeildum, t.d. í Bergen, Kuopio, Tammerfors og Tromsö. Kennsla í félagslæknisfræði hefst þar í upphafi náms og er haldið áfram til loka þess. Birt var yfirlit um stundafjölda í grein- inni í læknaskólum á Norðurlöndum Nord- isk Medicin vol. 91, 133-168, maí 1976. í Helsingfors eru 110 kennslustundir í félags- læknisfræði, í Kaupmannahöfn 70, í Osló 100 og í Stokkhólmi 130. í Bretlandi hefst kennsla í félagslækningum yfirleittt í byrj- un náms og fer fram með ýmsum hætti. Víðast er hún í nánum tengslum við far- aldsfræði, sálarfræði og félagsfræði. í Bandaríkjunum er kennsla í félagslæknis- fræði mjög mismunandi, bæði að magni og uppbyggingu. KENNSLA I FÉLAGSLÆKNTNGUM VIÐ LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS í reglugerð frá 20. október 1969 um nám við læknadeild Háskóla íslands segir svo um félagslæknisfræði: „Kennslan fer fram á 6. námsári og er í nánu sambandi við kennslu í heilbriaðis- fræði, heimilislækningum og endurhæf- ingu. Kennslan er munnleg og verkleg og fjallar m.a. um skipan heilbrigðis- mála, þar með taldar almannatryggingar, starfsemi heilsuverndarstöðva og áhrif heimilis eða félagslegra aðstæðna á gang ÞÚ sjúkdóma. Próf er í lok 6. árs og er eink- unn reiknuð til læknaprófs.“ í reglugerðinni er kennslan í félagsfræð- inni fastbundin á 6. námsári og gefið vægið V3 úr einkunn en stundafjöldi ætti sam- kvæmt því að vera um 50 kennslustundir. Við flesta þá læknaskóla er nefndin hefur kynnt sér, hefst kennsla í félagslæknis- fræði í byrjun náms. Við læknadeild Há- skóla íslands eru aðstæður á fyrsta náms- ári nokkuð sérstæðar, jþar sem fjöldi læknastúdenta á því ári er mjög mikill en aðeins hluti þeirra kemst áfram í frekara læknisfræðinám. Nefndin leggur til að kennsla í félagslæknisfræði verði í tveim- ur hlutum í læknanáminu eða eins og hér segir: I. Á 2. námsári verði kynningarfyrirlestr- ar á helstu greinum félagslæknisfræð- innar. Áhersla verður lögð á félagslegt umhverfi mannsins með hliðsjón af sjúkdómum og rakin helstu atriði heil- brigðis- og tryggingakerfisins. Á þess- um tíma eru stúdentar við nám í sálar- fræði, heimspeki og tölfræði. Náin tengsl við þessar greinar eru æskileg. II. Aðalnám verði á fimmta námsári, alls 4Q kennslustundir á 6—8 yikum, Sana-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.