Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 101
LÆKNABLAÐIÐ
119
fræðilega þætti þessara samskipta, en fé-
lagsfræðin um erfðafræðileg, félagsfræði-
leg og sálfræðileg atriði (sjá skýringar-
mynd). Faraldsfræðin er einn af hornstein-
um beggja greinanna.1 Félagslæknisfræði
fjallar um áhrif umhverfis á orsakir og
þróun sjúkdóma og um aðgerðir þjóðfé-
lagsins í félags- og heilbrigðis- og trygg-
ingamálum með tilliti til heilsuverndar og
lækninga. í greininni tengist læknisfræði,
faraldsfræði og félagsfræði í þeim tilgangi
að rannsaka og annast sjúklinga og sjúk-
lingahópa.
KENNSLA í FÉLAGSLÆKNISFRÆÐI
VIÐ LÆKNASKÓLA ERLENDIS
Félagslæknisfræði er á námskrá allra
læknadeilda á Norðurlöndum, (Nordisk
Medicin, 5. 1976). Mismikil áhersla er lögð
á greinina í háskólum, en yfirleitt er hlut-
ur hennar meiri í yngri læknadeildum, t.d.
í Bergen, Kuopio, Tammerfors og Tromsö.
Kennsla í félagslæknisfræði hefst þar í
upphafi náms og er haldið áfram til loka
þess.
Birt var yfirlit um stundafjölda í grein-
inni í læknaskólum á Norðurlöndum Nord-
isk Medicin vol. 91, 133-168, maí 1976. í
Helsingfors eru 110 kennslustundir í félags-
læknisfræði, í Kaupmannahöfn 70, í Osló
100 og í Stokkhólmi 130. í Bretlandi hefst
kennsla í félagslækningum yfirleittt í byrj-
un náms og fer fram með ýmsum hætti.
Víðast er hún í nánum tengslum við far-
aldsfræði, sálarfræði og félagsfræði. í
Bandaríkjunum er kennsla í félagslæknis-
fræði mjög mismunandi, bæði að magni og
uppbyggingu.
KENNSLA I FÉLAGSLÆKNTNGUM VIÐ
LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
í reglugerð frá 20. október 1969 um nám
við læknadeild Háskóla íslands segir svo
um félagslæknisfræði:
„Kennslan fer fram á 6. námsári og er í
nánu sambandi við kennslu í heilbriaðis-
fræði, heimilislækningum og endurhæf-
ingu. Kennslan er munnleg og verkleg
og fjallar m.a. um skipan heilbrigðis-
mála, þar með taldar almannatryggingar,
starfsemi heilsuverndarstöðva og áhrif
heimilis eða félagslegra aðstæðna á gang
ÞÚ
sjúkdóma. Próf er í lok 6. árs og er eink-
unn reiknuð til læknaprófs.“
í reglugerðinni er kennslan í félagsfræð-
inni fastbundin á 6. námsári og gefið vægið
V3 úr einkunn en stundafjöldi ætti sam-
kvæmt því að vera um 50 kennslustundir.
Við flesta þá læknaskóla er nefndin hefur
kynnt sér, hefst kennsla í félagslæknis-
fræði í byrjun náms. Við læknadeild Há-
skóla íslands eru aðstæður á fyrsta náms-
ári nokkuð sérstæðar, jþar sem fjöldi
læknastúdenta á því ári er mjög mikill en
aðeins hluti þeirra kemst áfram í frekara
læknisfræðinám. Nefndin leggur til að
kennsla í félagslæknisfræði verði í tveim-
ur hlutum í læknanáminu eða eins og hér
segir:
I. Á 2. námsári verði kynningarfyrirlestr-
ar á helstu greinum félagslæknisfræð-
innar. Áhersla verður lögð á félagslegt
umhverfi mannsins með hliðsjón af
sjúkdómum og rakin helstu atriði heil-
brigðis- og tryggingakerfisins. Á þess-
um tíma eru stúdentar við nám í sálar-
fræði, heimspeki og tölfræði. Náin
tengsl við þessar greinar eru æskileg.
II. Aðalnám verði á fimmta námsári, alls
4Q kennslustundir á 6—8 yikum, Sana-