Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 253 valdið fósturskemmdum er ekki auðvelt að rannsaka. Sú vitneskja sem fyrir liggur er að mestu byggð á athugunum á konum bólusettum stuttu fyrir eða eftir getnað. Vaheri o. fél.79 gerðu athugun á 35 kon- um, sem höfðu fengið leyfi til fóstureyð- ingar af ýmsum ástæðum. 24 voru Hl-mót- efnalausar. Voru þær bólusettar nokkru fyrir fóstureyðingu og síðan leitað að veiru bæði með ræktunum frá konunum sjálfum og fósturvefjum. Ræktaðist rauðu hunda veira úr 6 fylgjum og nýra eins fósturs- ins. Auk þess reyndist unnt að rækta veiru frá leghálsi 13 kvenna af 22. Botnlangi var tekinn úr 15 konum (10 neikvæðar, 5 já- kvæðar upphaflega). Ræktaðist veira úr tveim botnlöngum. Hafði önnur konan ver- ið bólusett 24 dögum áður og hafði mælan- leg mótefni í blóði við botnlangatökuna. Bendir þetta til að upp geti komið lang- varandi sýkingarhreiður á ýmsum stöðum í líkamanum og haldist þau nokkru eftir að mælanleg mótefni finnast í blóði. Mod- lin o. fél.59 gerðu yfirlit yfir upplýsingar sem Center of Disease Control (CDC), Atlanta hafði safnað saman. f því yfirliti kemur fram, að 342 konur höfðu verið bólusettar rétt fyrir eða eftir getnað. Af þeim fengu 145 fóstureyðingu, 16 misstu fóstur, ekki var vitað um afdrif 9, en 172 börn fæddust lifandi og reyndust eðlileg hvað best var vitað þá. Ræktaðist rauðu hunda veiran úr fósturvef 9 kvenna af þessum 145, þar af úr auga tveggja fóstra og nýra eins. Voru þessar konur bólusett- ar með HPV-77 DE5 og Cendehill og er full ástæða til að ætla að RA 27/3 hegði sér á sama hátt. Ein þessara 9 kvenna hafði verið bólusett 7 vikum fyrir getnað. Bæði Modlin og Vaheri benda á, að oft sé með- ferð sýna ábótavant. Sé veira í litlu magni fáist hún e. t. v. ekki fram við ræktun. Geti því jákvæð sýni verið fleiri en tölur gefi' til kynna nú. Fleet o. fél.27 ræktuðu veiru úr auga fósturs þeirrar einu konu af 19 bólusettum sem vitað var að var mótefnalaus fyrir bólusetningu. Við smá- sjárskoðun hins auga fóstursins fundust breytingar í linsu sem samrýmdist skemmd- um af völdum rauðu hunda veiru. Af þeim 19 konum fengu 8 fóstureyðingu, ein missti fóstur en hinar fæddu lifandi börn og báru þau ekki merki fóstursýkingar. Lar- son o. fél.51 og Ebbin o. fél.18 fundu rauðu hunda veiru í fylgju og decidua og E'bbin o. fél.18 einangruðu síðan rauðu hunda veiru úr beinmerg fósturs17. Ekki hefur enn fæðst barn sýkt á fósturstigi sem af- leiðing bólusetningar, a. m. k. ekki svo vitað sé. Þessar framangreindu rannsókn- ir sýna að bóluefnisveiran fer yfir fylgju í fóstur, þó svo að vegna minnkaðrar virkni (virulence) hinnar veikluðu veiru geti hætta á fósturskemmdum verið minni en eftir eðlilega sýkingu. Þegar rætt er um að ekkert barn hafi fæðst með einkenni fóstursýkingar sem afleiðingu bólusetning- ar ber bæði að taka tillit til þess hversu há tíðni fóstureyðinga er hjá þessum kon- um og hve margar hafa mótefni fyrir bólu- setningu. í Bandaríkjunum hefur verið mælt með, að konur á barneignaskeiði séu aðeins bólusettar eftir að staðfest hafi ver- ið með HI- mótefnamælingu að þær séu mótefnalausar, þær séu ekki ófrískar við bólusetningu og noti einhverjar getnaðar- varnir næstu 3 mánuði. í rannsókn Will88 kom í ljós að aðeins var vitað um mótefni 11% kvennanna, þ. e. 11% kvennanna mældust örugglega neikvæðar. Hjá 86% höfðu ekki verið mæld mótefni fyrir bólu- setningu. Tölur um ónæmi kvenna í Banda- ríkjunum á þessum aldri sýna að 85% hafa mótefni, við Hl-mótefnamælingu. Meiri hluti fóstureyðinga vegna rauðu hunda bólusetningar gæti því hafa verið óþarfi, þar eð margar konurnar hafa haft eðlilegt ónæmi fyrir bólusetninguna. Verða þessar óþarfa fóstureyðingar því miður að mestu leyti að skrifast á reikning heilbrigðis- stétta, ef ekki hreinlega læknastéttar. Heil- brigðisstéttir ættu a. m. k. að ábyrgjast mótefnamælingu á konu á þessum aldri áður en hún er bólusett. Rannsókn Ebb- in18 sýndi auk þess að 83% þessara kvenna notuðu ekki getnaðarvarnir í sambandi við bólusetninguna af einhverjum ástæð- um þrátt fyrir ráðleggingar. Er full ástæða til að vekja athygli á þessum atriðum þeg- ar bólusetning er hafin á íslandi. B. Hvaða fólk á að bólusetja? Tvær mismunandi stefnur eru uppi varðandi hvaða aldurshópa eigi að bólu- setja. Hefur margt verið um það ritað og ekki allir á eitt sáttir718 44 45 49 57 58í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.