Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 8
Íbúar við Skólastíg og Vitastíg
í Bolungarvík virðast misskilja til
gang göngustígs sem liggur á milli
gatnanna. Samkvæmt Helgu Völu
Helgadóttur bæjarstjórafrú hafa
sumir vanið sig á að aka göngustíg
inn, en börn nota hann á leið sinni í
skólann. Helga Vala segir þetta stór
hættulegt vegna barnanna en bætir
við að nær allir Bolvíkingar séu hið
besta fólk.
Tekur enga áhættu
„Þetta er ekkert grín í myrkrinu,
stúlkan mín er fimm ára og bílarnir
eru ansi stórir miðað við hana,“ segir
Helga Vala en hún er gift bæjarstjór
anum í Bolungarvík, Atla Grímssyni.
Hún segist ekki taka neina áhættu
þegar að lífi dóttur hennar kemur og
því vill hún ekki leyfa henni að ganga
í skólann á morgnana. Hún segist
margoft hafa mætt stórum jeppa
bifreiðum á stígnum og það á öllum
tímum dagsins.
Hugsunarleysi hjá ökumönnum
„Þetta er bara eins og þegar mað
ur býr með öðrum og kreistir tann
kremstúpuna vitlaust, maður hættir
því þegar manni er bent á það,“ seg
ir Helga Vala sem vill ekki ganga svo
langt að segja að ökumenn í Bolung
arvík séu almennt tillitslausir. Fyrir
henni virðist þetta frekar vera hugs
unarleysi og hún bendir á að glöggt
sé gests augað, því skaði ekki að
benda á þetta.
Helga skrifaði grein í Bæjarins
besta þar sem hún lýsir yfir áhyggj
um sínum og spyr hvort Víkarar séu
fantar í umferðinni. Hún svarar því
sjálf að svo sé nú ekki heldur séu þeir
oftast til fyrirmyndar. Þó séu ávallt til
undantekningar sem skaða hina.
Lögreglan í málið
„Varðstjórinn í Bolungarvík hélt
fund vegna málsins,“ segir Þorkell
Þorkelsson, lögregluvarðstjóri í sam
einuðu lögregluembætti á Ísafirði.
Hann segir að kallað hafi verið til
fundar og bæjarstarfsmenn beðnir
um að merkja stíginn betur til þess
að hámarka öryggið. Vel hafi verið
tekið í þá niðurstöðu og því standi
allt til bóta. Þorkell segir einnig að
engar kvartanir hafi borist á nýju ári
og því ljóst að árið fer vel af stað í
Bolungarvík.
„Ég læt stelpuna mína ekki ganga eina í skólann,“ segir Helga Vala
Helgadóttir, leikkona og bæjarstjórafrú, en einhverjir sveitunga
hennar hafa lagt það í vana sinn að aka eftir gangstéttum bæjar
ins. Lögreglan segist hafa tekið á málinu og haldið fund þar sem
rætt var um merkingar á stígum.
Bæjarstjórafrú hrædd
við akandi Bolvíkinga
föstudagur 12. janúar 20078 Fréttir DV
„Þetta eru nú ekki nýir liðsmenn í
Val,“ segir Ótthar Edvardsson, fram
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals,
en furðulegar verur á fótboltavelli liðs
ins hafa vakið athygli borgarbúa und
anfarið. Í ljós kom að ekki var um börn
í fótbolta að ræða heldur fuglahræð
ur. Valur, líkt og mörg önnur íþrótta
félög, hefur átt við það vandamál að
stríða að gæsir sækja í grasvöllinn.
Þær skíta á grasið og gogga djúpt í ræt
urnar og því líður völlurinn mikið fyr
ir veru þeirra. Margt hefur verið reynt
en Ótthar segir að ákveðið hafi verið
að setja upp fuglahræður. Það virkaði
í fyrstu en gæsirnar voru fljótar að átta
sig á svikunum.
„Ein gæsin prufaði að setjast á völl
inn og þá byrjuðu þær bara að hunsa
hræðurnar,“ segir Ótthar leiður á um
gengni gæsanna á vellinum. Hann seg
ir borgaryfirvöld vera að skoða lausn á
málinu því fuglahræðurnar hafi í raun
verið skyndilausn.
„Þetta er náttúrulega glatað,“ seg
ir hann en aðspurður hvað sé til ráða
bendir hann á að Laugardalsvöllur
notist við hljóðbyssur. Þær senda frá
sér tíðni sem fælir fuglana í burtu en
duga einnig skammt því gæsirnar færa
sig bara á næsta völl.
„Við eigum nóg með okkar þegar,“
segir Ótthar sem þykir það leiðinlegt
að þurfa standa í fuglastríði á fótbolta
vellinum. valur@dv.is
Valsmenn fæla gæsir með nýstárlegri aðferð
Fuglahræður í fótbolta
„Þetta er ekkert grín í myrkrinu, stúlkan mín er
fimm ára og bílarnir eru ansi stórir miðað við
hana.“
Fuglahræður í fótbolta
Margir hafa rekið upp stór
augu við að sjá hræðurnar á
miðjum fótboltavellinum.
Ekið á gangstétt
svo virðist sem sumir
Bolvíkingar aki á
gangstéttum í stað
þess að ganga þær.
Helga Vala Helgadóttir Bæjarstjórafrúin í Bolungarvík
segist hafa áhyggjur af barninu sínu á leið til skóla.
VaLur grETTisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hlekktist á í
flugtaki
Engan sakaði þegar flug
vél Flugstoða ohf. af gerðinni
Beechcraft 200 King Air hlekkt
ist á í flugtaki frá Reykjavíkur
flugvelli og rann út af flugbraut
inni um hádegisbil í gær. Lítið
skyggni var á flugbrautinni þeg
ar atvikið átti sér stað, en Hjör
dís Guðmundsdóttir upplýs
ingafulltrúi Flugstoða ohf. sagði
að ekki væri vitað hvað olli atvik
inu. Átta farþegar voru um borð
í flugvélinni þegar óhappið átti
sér stað. Skömmu eftir atvikið
var flugumferð að Reykjavíkur
flugvelli beint til Keflavíkurflug
vallar. Ekki liggur nákvæmlega
fyrir hversu mikið tjón varð á
flugvélinni, en ljóst er að bæði
nefhjól og hreyflar urðu fyrir
skemmdum.
Dýrt að búa á
Ísafirði
Mikil hækk
un varð á
gjöldum hjá
Ísafjarðarbæ
um áramót
in, þegar fast
eignaskattar
hækkuðu um
15%, að teknu
tilliti til breytinga á fasteigna
mati, holræsagjöld um 30% og
sorphirðugjöld um 45%. Sorp
hirðugjald hækkaði um 9 þús
und krónur upp í 29 þúsund
krónur en það er það hæsta á
landinu. Íbúar á Ísafirði borga
hæstu leikskólagjöldin á landinu
en almennt gjald er 33.832 kr. á
mánuði og forgangshópar greiða
24.995 kr. Til samanburðar er
lægsta almenna gjaldið fyrir 8
tíma vistun með fæði í Reykjavík
kr. 20.450 á mánuði og fyrir for
gangshópa kr. 12.210.
Akurnesingar að
verða sex þúsund
Mikil tímamót verða á Akra
nesi fljótlega þegar bæjarbú
ar verða sex þúsund. Bæjarráð
Akraness hefur ákveðið að fela
Gístla S. Einarssyni bæjarstjóra
að undirbúa þessi tímamót, sem
jafnvel gætu orðið síðar í þess
um mánuði því þann 21. desem
ber voru íbúarnir orðnir 5.980
talsins og hafa aldrei verið fleiri.
Ekki er búið að ákveða hvernig
tekið verður á móti Akurnesingi
númer sex þúsund en gera má
ráð fyrir að bæjarstjórinn geri
það veglega.
Sveitarstjórnar-
fundir í beinni
Fjölbrautaskóli Norð
urlands vestra og sveitar
stjórn Sauðárkróks hafa
gert með sér samkomulag
um útsendingar frá fundum
sveitarstjórnar í útvarpi fjöl
brautaskólans Rás Fás FM
93,7. Sveitarfélagið styrk
ir kaup fjölbrautaskólans á
nýjum sendi og greið
ir síðan Rás Fás fasta
upphæð fyrir hvern
fund sveitarstjórnar sem
sendur verður út.
Hundurinn Aðils sem var af cav
alierkyni drapst á gamlárskvöld eft
ir að hafa nagað jólatré, eftir því sem
segir á bloggsíðu eigenda hunds
ins adils.bloggar.is. Segir í fréttinni
á netinu að hundurinn hafi skyndi
lega veikst daginn fyrir gamlársdag
og þrátt fyrir lyfjagjöf frá dýralækni
hafi ekki tekist að bjarga honum og
hann drepist á leiðinni á Dýraspít
alann á gamlárskvöld. Dýralæknir á
Dýraspítalanum sem tók á móti Aðils
segir að ekki sé ljóst hvort um eitrun
vegna jólatrésins hafi verið að ræða
því eigendur hundsins vildu ekki láta
kryfja hann. Á bloggsíðunni segir að
mikil sorg ríki á heimilinu þar sem
Aðils var sólargeisli fjölskyldunnar.
Aðils var einungis níu mánaða gam
all þegar hann drapst.
Drapst á gamlárskvöld
Hundur drapst eftir að hafa nagað jólatré:
náði ekki nýju ári
Hundurinn aðils beit í
jólatré og drapst