Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 8
Íbúar við Skólastíg og Vitastíg í Bolungarvík virðast misskilja til­ gang göngustígs sem liggur á milli gatnanna. Samkvæmt Helgu Völu Helgadóttur bæjarstjórafrú hafa sumir vanið sig á að aka göngustíg­ inn, en börn nota hann á leið sinni í skólann. Helga Vala segir þetta stór­ hættulegt vegna barnanna en bætir við að nær allir Bolvíkingar séu hið besta fólk. Tekur enga áhættu „Þetta er ekkert grín í myrkrinu, stúlkan mín er fimm ára og bílarnir eru ansi stórir miðað við hana,“ segir Helga Vala en hún er gift bæjarstjór­ anum í Bolungarvík, Atla Grímssyni. Hún segist ekki taka neina áhættu þegar að lífi dóttur hennar kemur og því vill hún ekki leyfa henni að ganga í skólann á morgnana. Hún segist margoft hafa mætt stórum jeppa­ bifreiðum á stígnum og það á öllum tímum dagsins. Hugsunarleysi hjá ökumönnum „Þetta er bara eins og þegar mað­ ur býr með öðrum og kreistir tann­ kremstúpuna vitlaust, maður hættir því þegar manni er bent á það,“ seg­ ir Helga Vala sem vill ekki ganga svo langt að segja að ökumenn í Bolung­ arvík séu almennt tillitslausir. Fyrir henni virðist þetta frekar vera hugs­ unarleysi og hún bendir á að glöggt sé gests augað, því skaði ekki að benda á þetta. Helga skrifaði grein í Bæjarins besta þar sem hún lýsir yfir áhyggj­ um sínum og spyr hvort Víkarar séu fantar í umferðinni. Hún svarar því sjálf að svo sé nú ekki heldur séu þeir oftast til fyrirmyndar. Þó séu ávallt til undantekningar sem skaða hina. Lögreglan í málið „Varðstjórinn í Bolungarvík hélt fund vegna málsins,“ segir Þorkell Þorkelsson, lögregluvarðstjóri í sam­ einuðu lögregluembætti á Ísafirði. Hann segir að kallað hafi verið til fundar og bæjarstarfsmenn beðnir um að merkja stíginn betur til þess að hámarka öryggið. Vel hafi verið tekið í þá niðurstöðu og því standi allt til bóta. Þorkell segir einnig að engar kvartanir hafi borist á nýju ári og því ljóst að árið fer vel af stað í Bolungarvík. „Ég læt stelpuna mína ekki ganga eina í skólann,“ segir Helga Vala Helgadóttir, leikkona og bæjarstjórafrú, en einhverjir sveitunga hennar hafa lagt það í vana sinn að aka eftir gangstéttum bæjar­ ins. Lögreglan segist hafa tekið á málinu og haldið fund þar sem rætt var um merkingar á stígum. Bæjarstjórafrú hrædd við akandi Bolvíkinga föstudagur 12. janúar 20078 Fréttir DV „Þetta eru nú ekki nýir liðsmenn í Val,“ segir Ótthar Edvardsson, fram­ kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, en furðulegar verur á fótboltavelli liðs­ ins hafa vakið athygli borgarbúa und­ anfarið. Í ljós kom að ekki var um börn í fótbolta að ræða heldur fuglahræð­ ur. Valur, líkt og mörg önnur íþrótta­ félög, hefur átt við það vandamál að stríða að gæsir sækja í grasvöllinn. Þær skíta á grasið og gogga djúpt í ræt­ urnar og því líður völlurinn mikið fyr­ ir veru þeirra. Margt hefur verið reynt en Ótthar segir að ákveðið hafi verið að setja upp fuglahræður. Það virkaði í fyrstu en gæsirnar voru fljótar að átta sig á svikunum. „Ein gæsin prufaði að setjast á völl­ inn og þá byrjuðu þær bara að hunsa hræðurnar,“ segir Ótthar leiður á um­ gengni gæsanna á vellinum. Hann seg­ ir borgaryfirvöld vera að skoða lausn á málinu því fuglahræðurnar hafi í raun verið skyndilausn. „Þetta er náttúrulega glatað,“ seg­ ir hann en aðspurður hvað sé til ráða bendir hann á að Laugardalsvöllur notist við hljóðbyssur. Þær senda frá sér tíðni sem fælir fuglana í burtu en duga einnig skammt því gæsirnar færa sig bara á næsta völl. „Við eigum nóg með okkar þegar,“ segir Ótthar sem þykir það leiðinlegt að þurfa standa í fuglastríði á fótbolta­ vellinum. valur@dv.is Valsmenn fæla gæsir með nýstárlegri aðferð Fuglahræður í fótbolta „Þetta er ekkert grín í myrkrinu, stúlkan mín er fimm ára og bílarnir eru ansi stórir miðað við hana.“ Fuglahræður í fótbolta Margir hafa rekið upp stór augu við að sjá hræðurnar á miðjum fótboltavellinum. Ekið á gangstétt svo virðist sem sumir Bolvíkingar aki á gangstéttum í stað þess að ganga þær. Helga Vala Helgadóttir Bæjarstjórafrúin í Bolungarvík segist hafa áhyggjur af barninu sínu á leið til skóla. VaLur grETTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hlekktist á í flugtaki Engan sakaði þegar flug­ vél Flugstoða ohf. af gerðinni Beechcraft 200 King Air hlekkt­ ist á í flugtaki frá Reykjavíkur­ flugvelli og rann út af flugbraut­ inni um hádegisbil í gær. Lítið skyggni var á flugbrautinni þeg­ ar atvikið átti sér stað, en Hjör­ dís Guðmundsdóttir upplýs­ ingafulltrúi Flugstoða ohf. sagði að ekki væri vitað hvað olli atvik­ inu. Átta farþegar voru um borð í flugvélinni þegar óhappið átti sér stað. Skömmu eftir atvikið var flugumferð að Reykjavíkur­ flugvelli beint til Keflavíkurflug­ vallar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu mikið tjón varð á flugvélinni, en ljóst er að bæði nefhjól og hreyflar urðu fyrir skemmdum. Dýrt að búa á Ísafirði Mikil hækk­ un varð á gjöldum hjá Ísafjarðarbæ um áramót­ in, þegar fast­ eignaskattar hækkuðu um 15%, að teknu tilliti til breytinga á fasteigna­ mati, holræsagjöld um 30% og sorphirðugjöld um 45%. Sorp­ hirðugjald hækkaði um 9 þús­ und krónur upp í 29 þúsund krónur en það er það hæsta á landinu. Íbúar á Ísafirði borga hæstu leikskólagjöldin á landinu en almennt gjald er 33.832 kr. á mánuði og forgangshópar greiða 24.995 kr. Til samanburðar er lægsta almenna gjaldið fyrir 8 tíma vistun með fæði í Reykjavík kr. 20.450 á mánuði og fyrir for­ gangshópa kr. 12.210. Akurnesingar að verða sex þúsund Mikil tímamót verða á Akra­ nesi fljótlega þegar bæjarbú­ ar verða sex þúsund. Bæjarráð Akraness hefur ákveðið að fela Gístla S. Einarssyni bæjarstjóra að undirbúa þessi tímamót, sem jafnvel gætu orðið síðar í þess­ um mánuði því þann 21. desem­ ber voru íbúarnir orðnir 5.980 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Ekki er búið að ákveða hvernig tekið verður á móti Akurnesingi númer sex þúsund en gera má ráð fyrir að bæjarstjórinn geri það veglega. Sveitarstjórnar- fundir í beinni Fjölbrautaskóli Norð­ urlands vestra og sveitar­ stjórn Sauðárkróks hafa gert með sér samkomulag um útsendingar frá fundum sveitarstjórnar í útvarpi fjöl­ brautaskólans Rás Fás FM 93,7. Sveitarfélagið styrk­ ir kaup fjölbrautaskólans á nýjum sendi og greið­ ir síðan Rás Fás fasta upphæð fyrir hvern fund sveitarstjórnar sem sendur verður út. Hundurinn Aðils sem var af cav­ alier­kyni drapst á gamlárskvöld eft­ ir að hafa nagað jólatré, eftir því sem segir á bloggsíðu eigenda hunds­ ins adils.bloggar.is. Segir í fréttinni á netinu að hundurinn hafi skyndi­ lega veikst daginn fyrir gamlársdag og þrátt fyrir lyfjagjöf frá dýralækni hafi ekki tekist að bjarga honum og hann drepist á leiðinni á Dýraspít­ alann á gamlárskvöld. Dýralæknir á Dýraspítalanum sem tók á móti Aðils segir að ekki sé ljóst hvort um eitrun vegna jólatrésins hafi verið að ræða því eigendur hundsins vildu ekki láta kryfja hann. Á bloggsíðunni segir að mikil sorg ríki á heimilinu þar sem Aðils var sólargeisli fjölskyldunnar. Aðils var einungis níu mánaða gam­ all þegar hann drapst. Drapst á gamlárskvöld Hundur drapst eftir að hafa nagað jólatré: náði ekki nýju ári Hundurinn aðils beit í jólatré og drapst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.