Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 15
DV Fréttir föstudagur 12. janúar 2007 15 LögregLa braut stjórnarskrá og mannréttindasáttmáLann Kristinn Bjarnason hæstaréttarlögmaður segir lögreglurannsókn á Gunnari Erni Krist­jánssyni vera skólabókardæmi um hvernig hlutirnir geti farið á hliðina. Hæstiréttur gagnrýndi aðferðir lögreglu og sérfræðinga harðlega og vísaði málinu frá. sjálfur á umfangsmiklar falsanir Lárus- ar. „Hvers vegna hefði hann átt að vera að stunda þessar falsanir ef hann gat treyst á að ég mundi aldrei fara yfir gögnin?“ spyr Gunnar Örn. Lögreglunni hótað Gunnar Örn og Kristinn Bjarnason hvika hvergi frá þeirri vissu sinni að lögreglan hafi gefið sér sök Gunnars áður en rannsókn málsins hófst. Þeir benda á að Árni Tómas- son endurskoðandi hafi hvatt lögreglu til þess að reka mál á hendur Gunnari í minn- isblaði sem Árni ritaði vegna málsins þann 26. september 2003. „Ég tel rétt að ekki verði hjá því komist að láta reyna á ábyrgð endur- skoðanda í þessu tilviki. Ef ríkislögreglustjóri gerði það ekki mætti áfellast embættið fyrir að sinna ekki lögboðnum skyldum sínum,“ segir Árni Tómasson á einum stað. Kristinn telur að hér sé um að ræða dul- búna hótun um alvarlegar afleiðingar fyr- ir ríkislögreglustjóraembættið verði Gunn- ar Örn ekki ákærður. Árna megi þegar hafa verið ljóst að málið hafi ekki verið rannsak- að nema að litlum hluta. „Hann virðist að- eins hafa haft áhyggjur af því hvort saksókn á Gunnar næði fram að ganga,“ segir Kristinn. Árni viðurkenndi fyrir dómi að hafa hvatt til þess að Gunnar Örn yrði ákærður. Þeir benda á að Gunnar Örn hafi setið sína fyrstu skýrslutöku hjá lögreglunni þann 24. september 2003, aðeins tveimur dög- um fyrr. „Það er ljóst að þarna er málið á frumstigi og vinnuskjöl Gunnars höfðu ekkert verið skoðuð,“ heldur Kristinn áfram. „Í 67. grein laga um meðferð opinberra mála segir að „markmið rannsóknar sé að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar.“ Kristinn telur það borðliggjandi að þessi skilyrði hafi hvergi nærri verið uppfyllt þegar Árni hvetur lögreglu til málareksturs. Í dómi Hæstaréttar frá því 12. maí 2005 sagði enda að „mjög hefði skort upp á að rannsókn lögreglu hafi náð því markmiði sem mælt er fyrir um í 67. grein laga um með- ferð opinberra mála.“ Falsanir framkvæmdastjórans Jón Þorbjörn Hilmarsson endurskoð- andi vitnaði fyrir héraðsdómi og kvað kjarna málsins vera falsanir Lárusar Halldórssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Í vitnaleiðslum kvað Jón Þorbjörn það vera ljóst að blekk- ingar þær sem Lárus hafði þegar gengist við hefðu fyrst og fremst falist í því að Lárus hafi sett upp tvöfalt bókhald. Í þessu felst að lögreglan og sérfræðingar hennar höfðu til rannsóknar eitt bókhald þar sem sjá mátti að rekstur sjóðsins var í ólagi. Endurskoðand- anum Gunnari Erni var síðan rétt annað bókhald þar sem gögn höfðu verið markvisst fölsuð í þeim tilgangi að vekja ekki grunsemdir. Þetta styrkir Gunn- ar Örn og Kristin, verjanda hans, í þeirri trú að lögreglan hafi haft fyrirfram mótaða af- stöðu um að Gunnar væri sekur. „Sérfróðu kunnáttumennirnir voru að vinna með ófull- komna útgáfu af bókhaldi Tryggingasjóðs lækna og svo virðist sem þeir hafi nánast tal- ið það aukaatriði að inna Gunnar eftir hans hlið á málinu,“ segir Kristinn. Í lögregluskýrslum kemur fram að Gunn- ar Örn telji það uppgjör sem lögregla vann ekki vera rétt og sagðist hafa undir höndum gögn sem sýndu allt aðrar niðurstöður úr bókhaldi. „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir ákærða lét lögregla undir höfuð leggjast að kanna þetta frekar,“ segir um þetta í dómi Hæsta- réttar. Rétturinn taldi ófært að leggja mat á störf Gunnars miðað við þennan málatilbún- að. „Vegna alls þessa verður ekki hjá því kom- ist að vísa málinu af sjálfsdáðum frá dómi,“ var niðurstaða réttarins. „Sumt í þessu er kannski skólabókardæmi um það hvernig hlutirnir geta farið á hliðina í svona rannsókn. Það er náttúrulega mikil- vægast í svona rannsókn að menn haldi alltaf hlutlægni og gefi sér ekkert fyrirfram, hvorki um sekt né sýknu,“ segir Kristinn Bjarnason. Þriggja ára Þrautaganga 30. apríL 2002: Lárus Halldórsson skrifar beiðni um rannsókn á störfum sínum fyrir tryggingasjóð lækna. Í beiðn- inni felst játning á fjárdrætti, skjalafalsi og bók- haldsbrotum. 5. FEBrúar 2003: Lárus Halldórsson gefur skýrslu hjá lögreglu. SEptEmBEr 2003: ríkislögreglustjóri leitar aðstoðar Árna tómas- sonar, löggilts endurskoðanda, við undirbúning skýrslutöku af gunnari Erni Kristjánssyni. 24. SEptEmBEr 2003: fyrsta skýrslan er tekin af gunnari Erni Kristjáns- syni. 26. SEptEmBEr 2003: Árni tómasson, sérfróður kunnáttumaður, segir í minnisblaði til ríkislögreglustjóra að margt bendi til þess að gunnar örn hafi ekki fylgt góðum end- urskoðunarvenjum í störfum sínum fyrir trygg- ingasjóð lækna. Í sama minnisblaði segist Árni telja að ekki verði hjá því komist að láta reyna á ábyrgð endurskoðanda í þessu máli. Ef það verði ekki gert megi áfellast ríkislögreglustjóraembætt- ið fyrir að sinna ekki lögboðnum skyldum sínum. 27. nóvEmBEr 2003: skýrsla tekin af gunnari Erni. 2. marS 2004: skýrsla tekin af gunnari Erni Kristjánssyni. saka- refni eru brot á reglum um góðar endurskoðun- arvenjum. 16. apríL 2004: ríkislögreglustjóri höfðar mál gegn gunnari Erni Kristjánssyni með ákæru. 12. júLí 2004: Héraðsdómur sakfellir Lárus Halldórsson fyrir brot sín. Lárus hlýtur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm, er sviptur löggildingu sem endurskoðandi og dæmdur til að greiða tryggingasjóði lækna 47,5 milljónir króna ásamt vöxtum og kostnaði. 30. nóvEmBEr 2004: Héraðsdómur reykjavíkur sýknar gunnar örn Kristjánsson með þeim orðum að verknaðarlýsing í ákæru sé óglögg. 12. maí 2005: Hæstiréttur Íslands vísar málinu gegn gunnari Erni frá dómi með ítarlegri gagnrýni á alla máls- meðferðina. 31. maí 2005: ríkissaksóknari gefur efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra fyrirmæli um að hefja rannsókn á máli gunnars arnar að nýju. OKtóBEr 2005: Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra lýsir yfir að rannsókn verði hafin á ný. 9. nóvEmBEr 2005: Héraðsdómi reykjavíkur er send beiðni um að tveir dómkvaddir matsmenn, endurskoðendur, sjái um hina nýju rannsókn. 20. júní 2006: tveir löggiltir endurskoðendur eru skipaðir mats- menn. 26. SEptEmBEr 2006: Kristinn Bjarnason, verjandi gunnars arnar, geng- ur á fund efnahagsbrotadeildar. Á fundinum kem- ur fram að annar matsmannanna hafi beðist und- an matsstörfum og tilkynnt héraðsdómara um það. Héraðsdómari kallaði í kjölfarið til fyrirtöku í málinu. Enginn fulltrúi frá efnahagsbrotadeild mætti til fyrirtökunnar. 20. nóvEmBEr 2006: ríkissaksóknari gefur ríkislögreglustjóra fyrirmæli um að fella niður rannsóknina þar sem meðferð málsins brjóti gegn 70. grein stjórnarskrár Íslands og 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu. 5. dESEmBEr 2006: gunnari Erni Kristjánssyni er tilkynnt að ríkislög- reglustjóri hafi fellt niður mál á hendur honum. Þar með lýkur rúmlega þriggja ára málaferlum. Gunnar Örn Kristjánsson og jón Steinar Gunnlaugsson í héraðsdómi Málið fékk efnismeðferð fyrir héraðsdómi og var gunnar örn sýknaður af öllum sökum. jón steinar var lögmaður gunnars á þessum tíma. Frá Héraðsdómi reykjavíkur til Hæstaréttar íslands gunnar örn var sýknaður í héraðsdómi. Hæstiréttur kastaði málinu út. Árni tómasson segir það aldrei hafa verið meininguna að koma gunnari Erni á bak við lás og slá. Það hafi einungis þótt eðlilegt að kanna hversu nákvæmlega hann stóð að endurskoðun tryggingasjóðs lækna. Viðtal við Gunnar Örn Kristjánsson á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.