Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 18
Fremst kvenna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur tók við varafor- mannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2005, sama landsfundi og Geir var kjörinn formaður á. Þorgerður Katrín er ung að árum, fædd 4. október árið 1965, en hefur engu að síð- ur langa reynslu af stjórnmálum. Hún sat meðal annars í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, og var vara- formaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 1993–4. Hún var kjörin á Alþingi árið 1999 og árið 2003 bauðst henni embætti menntamálaráðherra þegar Björn Bjarnason lét af því starfi. Hún tók þó ekki við embættinu fyrr en í byrjun árs 2004 þar sem hún var nýbúin að eignast barn, en Tómas Ingi Olrich gegndi embættinu í millitíðinni. Þorgerður Katrín hef- ur setið í fjölmörgum nefndum Alþingis og í prófkjöri flokksins í haust hlaut hún frábæra kosningu. Ósvikið sjarmatröll Sjálfstæðismönnum sem DV ræddi við um Þorgerði Katrínu bar saman um að persónutöfrar hennar væru mikið verðmæti fyrir flokkinn og að hún væri sannkallað sjarmatröll sem heillaði fólk upp úr skónum. Hún hefði einlægan og ósvikinn áhuga á fólki og væri daðrari af guðs náð. Þetta hefði styrkt hana sem stjórn- málamann. Hún hefði líka náð undraverðu öryggi í sínum mála- flokki. Það hefði þó hugsanlega háð henni eitthvað að vera ung kona með lítið barn, það hefði reynst henni erfitt til að byrja með. Hún hefði þó náð að forgangsraða og staðið sig vel í því. Stund- um væri reyndar erfitt að ná í hana og þar stæðist hún auðvitað ekki samanburð við Björn Bjarnason í menntamálaráðuneytinu, sem hafi verið ofvirkur í meira lagi þannig að aldrei mynduðust biðlistar í hans embættistíð. Hún bæri hins vegar mikla ábyrgð, meðal annars á innra starfi flokksins, og þar hefði hún staðið sig afburðavel. Stóð af sér aðför andstæðinga Einn viðmælenda sagði Þorgerði Katrínu ekkert minna en hvalreka fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það dyldist engum, ekki heldur andstæðingum flokksins sem hefðu markvisst reynt að grafa undan henni skömmu eftir að hún varð varaformaður. Þrátt fyrir að andstæðingar hennar hefðu gert mjög ákveðna aðför að henni með því að tala stöðugt um að staða hennar væri veik og hún væri óvinsæl innan flokksins, hefði hún staðið það af sér með glæsibrag. Þeir sem hefðu efast um hana gerðu það sannarlega ekki lengur. Annar viðmælandi tók svo djúpt í árinni að segja að engin kona í stjórnmálum stæði henni jafnfætis. Þá benti einn viðmælenda á að hún væri mjög áhugasöm um menningu og menntamál en alls ekki áhugasöm um einkavæð- ingu og einkarekstur í þeim geira eins og sumir innan flokksins. Einhverjir væru óánægðir með það og notuðu það gegn henni, en það væri mjög fámennur hópur. Hann taldi þó ástæðu fyrir Þorgerði Katrínu að vera meðvituð um þetta. Enn einn viðmælandi taldi það ótvíræðan styrk hversu hratt Þorgerður Katrín náði árangri, frá því að vera í ungliðahreyfing- unni upp í að verða varaformaður og ráðherra. Það þýddi að hún tengdist flokknum í öllum aldurshópum og í allri sinni breidd. Öðrum þykir Þorgerður Katrín hafa forframast helst til hratt og skorta reynslu eldri stjórnmálamanna. Þó virðast flokksmenn stoltir af henni og hafa tröllatrú á að með lipurð, gleði og einlæg- um áhuga á því sem hún tekur sér fyrir hendur sé framtíð hennar björt innan flokksins. EJ föstudagur 12. janúar 200718 Fréttir DV Í skugga Davíðs Niðurstöður kosninganna 2003 voru langt því frá hagstæð- ar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftir tólf ára valdasetu, þar af átta ár með Framsóknarflokknum, tapaði flokkurinn miklu fylgi. Fyr- ir þessu eru ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi leiðir löng valdaseta til þreytu meðal kjósenda, enda eiga valdamenn það til að ein- angrast og missa tengslin við kjósendur. Í öðru lagi má ætla að stefna flokksins hafi fyrir kosningarnar færst of langt til hægri með einhliða áherslum á skattalækkanir og áframhaldandi einkavæðingu. Miðjufylgið, sem flokknum er nauðsynlegt, var því laustengdara honum en oft áður. Í þriðja lagi var stjórnun- arstíll Davíðs Oddssonar mjög í sviðsljósinu. Sem forsætisráð- herra var Davíð ófeiminn við átök sem iðulega settu samfélag- ið allt á annan endann. Hér má sérstaklega nefna deilur hans við kaupsýslumenn á borð við Jón Ólafsson og Baugsfeðga, en í kosningabaráttunni sakaði Davíð Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs, um að hafa gert tilraun til að múta sér. Hinn af- gerandi stíll Davíðs, sem áður hafði yfir sér svipmót ákveðni og stefnufestu, virkaði nú á sífellt fleiri sem ofríki og vanstilling. Að afloknum kosningum tók ekki betra við. Samstarfið við Framsóknarflokkinn hélt áfram, en með þeim formerkjum að Halldór Ásgrímsson tæki við stjórnartaumunum. Þetta veikti ríkisstjórnina og forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins. Davíð var áfram fyrirferðarmikill, meðal annars vegna deilna við forseta lýðveldisins út af heimastjórnarafmælinu. Deilur Davíðs við Baug héldu áfram og náðu hámarki með fjölmiðlafrumvarpinu sumarið 2004. Framganga Davíðs og fylgispekt þingflokksins við hann í málinu bar vott um alvarlegan pólitískan dómgreindar- brest. Stuðningur Íslands við stríðið í Írak varð sífellt vandræða- legri eftir því sem á kjörtímabilið leið, sérstaklega þegar einbeitt- ur vilji Bandaríkjamanna til að loka herstöðinni á Miðnesheiði varð almenningi ljósari. Á fyrri hluta kjörtímabilsins var fylgi Sjálfstæðiflokksins í mikilli lægð, þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Undir eðlileg- um kringumstæðum hefði fylgið átt að vera yfir 40% í skoðana- könnunum en hélst þess í stað á svipuðum slóðum og niður- stöður kosninganna. Þetta breyttist ekki fyrr en Davíð lét af embætti formanns og þá sýndu skoðanakannanir aftur „eðlilegt“ fylgi. Hin lágstemmdi og lítt áberandi formannsstíll Geirs H. Haarde losaði flokk- inn úr þessum fjötrum, hans helsti kostur virtist einfaldlega að vera ekki Davíð Oddsson. Birgir Hermannsson Flekklaus ferill Geir Hilmar Haarde tók við formennsku Sjálf- stæðisflokksins af Davíð Oddssyni á landsfundi flokksins í október árið 2005. Miklar vonir voru bundnar við Geir sem tók við erfiðu hlutverki þar sem forveri hans var maður sem gustaði af og hafði haldið fast um stjórnartaumana. Margir sjálfstæðismenn voru þó þreyttir á ofríki Davíðs og bjuggust við að Geir næði betra sambandi við hinn almenna flokksmann, sem að sögn flokksbræðra hans hefur gengið eftir. Geir tók svo við forsæt- isráðherraembætti í júní 2006 þegar Halldór Ás- grímsson dró sig í hlé frá stjórnmálum. Áður hafði Geir verið utanríkisráð- herra í stjórn Halldórs. Geir hefur setið á Alþingi fyrir Reykvík- inga frá árinu 1987 og hefur því langa reynslu af stjórnmálum. Geir ekki enn farinn að sýna fullan styrk Sjálfstæðismenn sem DV ræddi við virðast almennt ánægð- ir með Geir þótt sumum finnist eins og hann lumi enn á ásum uppi í erminni. Þeir telja það þó ekki veikleika þar sem Geir sé einkar lagið að koma skemmtilega á óvart og eigi örugglega eftir að koma sterkari inn þó að sumir hefðu reyndar viljað sjá þann styrkleika miklu fyrr. Aldrei fallið blettur á stjórnmálaferil Geirs Einn flokksbróðir sem blaðið ræddi við sagði Geir búa yfir mörgum kostum og að styrkur hans fælist einmitt í því hversu alþýðlegur hann væri og vinsæll meðal þjóðarinnar. Þrátt fyrir mjög langan tíma í stjórnmálum hefði aldrei fallið blettur á feril hans sem væri meira en hægt væri að segja um marga sem hefðu verið mun skemur í pólitík. Honum væri líka að takast það sem margir töldu að honum myndi ekki auðnast, að halda flokkn- um saman þó að það væri með öðrum hætti en Davíð gerði. Þeir væru af sama skóla, sama vinahópi og með sömu hugsjónir í pólitíkinni þrátt fyrir hversu ólíkir þeir væru. Ótrúlegur límheili Kona í Sjálfstæðisflokknum taldi einmitt að styrkur Geirs lægi í því hversu auðvelt væri að láta sér líka vel við hann, hann talaði mannamál og næði beint til fólks. Þekking hans og yfirsýn væru ótrúleg og sjaldgæft að hitta fyrir mann með annan eins lím- heila. Það gerði honum kleift að setja alla hluti í sögulegt sam- hengi. Hann væri allt öðruvísi leiðtogi en Davíð, meiri liðsmað- ur og virkjaði fleiri. Honum þætti eðlilegt að ráðherrar í hverjum málaflokki svöruðu fyrir sín mál, en hugsanlega væri það líka veikleiki að hlusta á of mörg sjónarmið og velta upp of mörgum hliðum í stað þess að taka af skarið. Tilfinning flokksmanna fyrir formanni sínum væri þó sú að hann gæfi öllum tækifæri og það félli fólki vel í geð. Mun leiða flokkinn til sigurs Karlmaður í flokknum segist mjög bjartsýnn og handviss um að Geir muni leiða flokkinn til sigurs í næstu kosningum. Geir eigi enn mikið inni og þessi mað- ur spáir að minnsta kosti fimm mönnum inn í hvoru Reykja- víkurkjördæmanna. Það sé hins vegar ekki eftir neinu að bíða fyrir Geir, nú verði hann að sýna styrk sinn allan og sanna hvers hann sé megnugur. EJ barátta eftir 16 ára stjórnarsetu fiJÓ‹VAKI fylgisþróun og kynjahlutföll sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum frá 1995 1995: 37,1% - 25 þingsæti - 4 þingkonur 1999: 40,7% - 26 þingsæti - 6 þingkonur erfið mál fyrir sjálfstæðisflokkinn á tímabilinu: Fjölmiðlafrumvarpið olli miklu fjaðrafoki árið 2004. Forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar og vísaði þeim til þjóð- aratkvæðagreiðslu, en þau voru dregin til baka í kjölfarið. Stuðningur ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið mætti miklum mótbyr. Davíð og Halldór voru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa tekið ákvörð- unina einir og óstuddir. Framsóknarmenn eru heldur farnir að snúast í afstöðu sinni, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist sitja fastur við sinn keip. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir forsendurnar þegar ákvörðunin var tekin vera allt aðrar en þær sem nú liggi fyrir. Samskipti Davíðs Oddssonar og Jóns Ólafssonar viðskipta- jöfurs hafa verið stirð og hef- ur persónuleg óvild Davíðs í garð Jóns verið nefnd sem ein ástæða deilnanna. NútíðiN NútíðiN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.