Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 20
Sjóður sem ætlað er að byggja upp hjúkrunarheimili og aðstöðu fyrir aldraða er nýttur af stjórnvöldum til annars en hann var stofnaður til. Frá 1991 hafa peningar úr sjóðnum verið teknir og notaðir til styrkja og rekst- urs, langt frá upphaflegum markmið- um. Áætlað er að samtals hafi með einhverjum hætti verið teknir fimm milljarðar króna úr sjóðnum, pening- ar sem hefðu dugað til að byggja þau hjúkrunarrými sem nú vantar og má sjá afleiðingu þess á löngum biðlist- um aldraðra eftir aðstöðu. Sem dæmi um sérstaka notkun á peningum Framkvæmdasjóðs aldr- aðra samdi Jón Kristjánsson, þá heil- brigðisráðherra, við háskólarektor um að sjóðurinn borgaði kostnað af lektorsstöðu við Háskóla Íslands. Enn fremur hefur sjóðurinn fjármagnað stöðu við rannsóknarsetur á Landa- kotsspítala. „Menn skýla sér á bak við að þetta séu allt saman þróun- arverkefni,“ segir Margrét Margeirs- dóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hún tók sæti í stjórn sjóðs- ins í fyrra. Þegar Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaður spurði Jón Kristj- ánsson, þá heilbrigðisráðherra, um fjárveitingar úr sjóðnum í nóvember 2005 kom á daginn að nærri helmingi fjárins var ráðstafað í annað en upp- byggingu. Nákvæmar upplýsingar um notkun á fé úr sjóðnum hafa ekki legið fyrir í ráðuneytinu. Fimm milljarðar í eitthvað annað Fullyrt var á fundi Aðstandendafé- lags aldraðra síðastliðið haust að ríkið hefði tekið fimm milljarða úr sjóðn- um til reksturs síðan árið 1991. Far- ið var fram á að ríkið skilaði þessum peningum aftur til upphaflegra nota. Að því er hins vegar leitt líkum að ef sjóðurinn hefði fengið að þjóna sínu upprunalega hlutverki væru engir biðlistar eftir plássum á hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Dagur B. Egg- ertsson kallaði þetta undanskot rík- isstjórnarinnar úr sjóðnum, í maí í fyrra. Þá steig Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi fjármálaráðherra, fram fyrir skjöldu og benti á að lögum um nýtingu sjóðsins hefði verið breytt í stjórnar- tíð Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Framkvæmdamátturinn þverrandi Á vef heilbrigðisráðuneytisins föstudagur 12. janúar 200720 Fréttir DV Eins og áður segir er Fram- kvæmdasjóður aldraðra fjármagn- aður með svokölluðum nefskatti. Í því felst að allir skattgreiðend- ur leggja sömu upphæð til sjóðs- ins, óháð tekjum. Í þessu tilviki eru þeir þó undanskildir sem eru yngri en sextán ára og eldri en sjötíu ára, ásamt þeim sem hafa árstekjur und- ir skattleysismörkum. Í fyrra voru teknar 6.075 krónur til sjóðsins af hverjum skattgreið- anda. Þetta færði sjóðnum rétt rúm- an milljarð í tekjur. Upphæðin er endurskoðuð árlega og ætti nokkurn veginn að fylgja vísitöluhækkunum. Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna rekstur Ríkisútvarpsins með nefskatti samhliða því að breyta því í opinbert hlutafélag. Frumvarp þess efnis verður að öllum líkindum tekið fyrir á Alþingi í vor. Flatur skattur á alla sem vettlingi geta valdið: Milljarður með nefskatti Nefskattur er í grundvallaratriðum tekinn af öllum sem vettlingi geta valdið. DV mynd Vilhelm Sigtryggur JóhaNNSSoN blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Margrét Margeirsdóttir situr nú fyrir hönd Landssambands eldri borgara í stjórn sjóðsins. Hún hyggst vinna að því að málum verði aftur komið í fyrra horf. tveir heilbrigðisráðherrar jón Kristjánsson samdi við Pál skúlason rektor um að sjóðurinn fjármagnaði lektors- stöðu við HÍ. sjóðurinn heyrir í dag undir ráðuneyti sivjar friðleifsdóttur. helgi Már arthúrsson, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðherra: Snúum af þessari braut „Ríkisstjórnin ákvað í samráði við Landssamband eldri borgara í júlí á síðasta ári að snúa af þessari braut með Framkvæmdasjóð aldr- aðra,“ segir Helgi Már Arthúrsson, upplýsingafulltrúi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þetta samkomulag var byggt á tillögum nefndar sem starfaði undir forystu Ásmundar Stefánssonar ríkissátta- semjara. Í kjölfar samkomulagsins varð frumvarp að lögum á Alþingi í vet- ur. Í frumvarpinu er felld niður heimild til þess að nota peninga úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu fyrir aldraða og þeir notaðir í staðinn til þess að byggja upp og auka þjón- ustu. Þetta verður gert í þrepum. Á þessu ári notar því ríkið helmingi minna úr Framkvæmdasjóðnum en lætur hann ekki í friði fyrr en 1. janúar 2008. milljarðar teknir frá öldruðum5 Engir biðlistar væru eftir hjúkrunarrýmum fyr- ir aldraða ef Framkvæmdasjóður aldraðra væri nýttur til uppbyggingar, eins og upp- haflega var ætlað. Ríkisstjórnir hafa breytt reglum um sjóðinn og nýtt hann í annað, meðal annars til að fjármagna lektorsstöðu við Háskóla Íslands. Fimm milljarðar króna úr sjóðnum hafa ver- ið nýttir til annars en uppbyggingar. Nákvæmar upplýsingar um styrkveit- ingar úr sjóðnum eru ekki fyrirliggj- andi í heilbrigðisráðuneytinu. Sjóð- stjórn ræður engu fyrr en ríkið hefur ráðstafað úr sjóðnum með fjárlögum. helgi Már arthúrsson Bendir á að snúa eigi þessari þróun við. segir að sjóðnum skuli varið til bygg- ingar þjónustumiðstöðva og stofn- ana fyrir aldraða. Einnig er sjóðnum ætlað að standa straum af kostnaði við nauðsynlegar breytingar og end- urbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu fyrir aldraða. Þetta er í sam- ræmi við upphaflegan tilgang sjóðs- ins og lög þar um. Ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar breytti lögum um sjóðinn árið 1989, á þá leið að sjóðinn mætti nýta til að styrkja heimaþjónustu og í „önnur verkefni“, eins og það er orðað. Þessar heimild- ir voru enn rýmkaðar árið 1991. Síð- an þá hefur sjóðurinn orðið æ minna megnugur til framkvæmda. Á meðan hafa biðlistar lengst. Sjóðstjórnin til hliðar Framkvæmdasjóður aldraðra er fjármagnaður með nefskatti. Allir á aldrinum sextán til sjötíu ára greiða í sjóðinn, utan þeir sem hafa innan við 900 þúsund krónur í árstekjur. Skatt- urinn nam 6.075 krónum í fyrra og er endurskoðaður í hverjum fjárlögum. Tekjur sjóðsins í fyrra námu einum milljarði króna. 420 milljónir úr sjóðn- um voru eyrnamerktar til viðhalds og reksturs. Afgangurinn á að fara til upp- haflega ætlaðra nota. Þessum pening- um er ráðstafað áður en sjóðstjórnin svo mikið sem kemur nálægt málinu. Verðum að reyna allt „Við afgreiðslu síðustu fjárlaga fórum við fram á við alþingi að pen- ingunum yrði skilað. stjórnarand- staðan tók þetta upp við afgreiðslu laganna. Það var ekkert mark tekið á því,“ segir reynir Ingibjartsson, for- maður aðstandendafélags aldraðra. „Við viljum að peningunum verði skilað og meðal annars gengið í með skipulegu átaki að losna við þetta fjölbýli þannig að fólk geti búið við mannsæmandi aðstæður.“ reynir segir að ef þjónusta við aldraða væri í eðlilegu horfi væri fé- lagið sennilega að einbeita sér að öðrum málum. Eins og staðan er í dag verði þó ekki hjá því komist að reyna allar aðferðir. „nú stöndum við bara frammi fyrir því að það er mikill skort- ur á hjúkrunarrýmum og ástandið er ekki gott á þeim heimilum sem eru til staðar. allt að þúsund manns búa tveir, þrír eða fjórir í herbergi.“ Nákvæmar upplýsing- ar um notkun á fé úr sjóðnum hafa ekki leg- ið fyrir í ráðuneytinu. Nýbyggingar fyrir aldraða upphaflega var framkvæmdasjóði aldraðra ætlað að standa straum af kostnaði við uppbyggingu á aðstöðu fyrir aldraða. um helmingur sjóðsins er nú nýttur í annað en ætlað var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.