Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 22
föstudagur 12. janúar 200722 Helgarblað DV
Þ
að hefði verið líf þar sem fað-
ir minn Saddam hefði verið
ósköp venjulegur lögmaður
og móðir mín Sajida grunn-
skólakennari, líf þar sem ég
hefði getað alist upp hjá þeim
á venjulegan máta fjarri allri
græðgi og vandamálum sem
völd og forysta hafa í för með sér. Þá hefðum
við verið hamingjusamasta fjölskyldan og að-
eins þurft að þola það sama og aðrir þola.“
Svona svaraði Raghad Hussein, elsta dótt-
ir Saddams Hussein, blaðamanni The Times
þegar hún var spurð að því hvort hún hefði vilj-
að að líf hennar hefði þróast öðruvísi en það
gerði. Öðruvísi en svo að fjölskyldan berðist
innbyrðis á köflum og stæði saman gegn utan-
aðkomandi ógnum á öðrum tímapunkti, öðru-
vísi en svo að hún og eiginmaður hennar sæju
sig tilneydd að flýja land af ótta við elsta bróð-
ur hennar og öðruvísi en svo að faðir hennar
skipaði henni að skilja við mann sinn og léti
svo drepa hann, öðruvísi en svo að hún þyrfti
að verja síðustu árum í að stýra liði lögmanna í
von um að bjarga lífi föður síns.
Fjölskyldusaga Saddams Hussein er vissu-
lega ekki eins og sögur flestra. Þegar Saddam
fæddist var faðir hans nýlátinn og stjúpfað-
ir Saddams barði hann þar til hann flýði bar-
smíðarnar til að dvelja hjá frænda sínum. Sag-
an tók þó ekki á sig furðublæ fyrr en Saddam
var orðinn einráður í Írak og börn hans fóru að
komast á fullorðinsaldur.
Uday hinn ógurlegi
Elsta barn Saddams, sonurinn Uday, ávann
sér fljótt frægð fyrir grimmd. Reyndar er sagt
að grimmd hans hafi verið slík að faðir hans
bliknaði í samanburði. Uday er sagður hafa
pyntað og myrt fjölda andstæðinga sinna og
aðra þá sem honum var í nöp við að ógleymd-
um íþróttamönnum sem hann lét pynta fyr-
ir slakan árangur. Þá nauðgaði hann að sögn
fjölda kvenna og myrti sumar þeirra.
Ein sagan segir að Uday hafi látið lífverði
sína nema 14 ára dóttur fyrrverandi héraðs-
stjóra á brott og færa hana heim
til sín þar sem hann nauðg-
aði henni. Þegar faðir henn-
ar kvartaði ítrekað og hávært
sendi Uday lífverði sína til hans
og lét þá segja héraðsstjóranum
fyrrverandi að koma með dótt-
ur sína og 12 ára systur hennar
til Udays. Ella myndi Uday láta
drepa alla fjölskylduna. Sag-
an segir að héraðsstjórinn hafi
hlýtt.
Það var þó aðeins þeg-
ar hann myrti lífvörð Sadd-
ams fyrir framan fjölda fólks
sem föður hans brast þolin-
mæði. Ástæðan
fyrir morðinu var
sú að lífvörður-
inn hafði kynnt
Saddam fyrir
Samira Shah-
bandar, ungri
konu sem
Saddam kvænt-
ist þrátt fyr-
ir að vera þegar
kvæntur Sajida
Talfah, móður
Udays og fjögurra
annarra barna
Saddams. Það var
meira en Uday þoldi.
Einræðisherrann
brást við morð-
inu með því
að fangelsa
son sinn
en sleppti
Elskaði manngæsku hans og alúð
Fjölskylda saddams
sajida TalFah
uEiginkona saddams var
kennari áður en þau gengu í
hjónaband. hún bar dætrum
sínum og eiginmönnum þeirra
boð frá saddam til jórdaníu um
að allt yrði fyrirgefið ef þau
sneru aftur. Býr í útlegð í
jórdaníu.
uday
1964–2003
usiðlaus og svo hættulegur að
föður hans ofbauð og útnefndi
yngri bróður hans sem arftaka
sinn í stað udays. alræmdur
fyrir nauðganir og pyntingar.
Fékk þó 99,99 prósent atkvæða í
framboði til þings. Féll í bardaga við bandaríska
hermenn.
Qusay
1966–2003
umaðurinn sem búist var við að
tæki við völdum eftir saddam.
Barði niður uppreisn kúrda
1991 af mikilli hörku. yfirmaður
lýðveldisvarðarins, úrvalshers
Íraks. Féll í bardaga við bandaríska hermenn.
Raghad
1967
uFlýði til jórdaníu ásamt yngri
systur sinni Rana og eiginmönnum
beggja. Býr nú í útlegð í jórdaníu
en er grunuð um að styðja and-
spyrnumenn í Írak. stýrði lögmönn-
um sem vörðu föður hennar.
Rana
1969
uFlýði til jórdaníu ásamt Raghad,
eldri systur sinni, og eiginmönnum
þeirra beggja. uday lét hneppa
systurnar í stofufangelsi vegna
gruns um að þær hefðu skipulagt
tilræði við hann.
hala
1979
uyngsta barn og uppáhaldsdóttir
saddams og sajida. Óvíst hvar hún
hefst við. hún flýði Írak áður en
innrásin undir forystu Bandaríkj-
anna hófst.
ali
uFátt er vitað um soninn sem saddam á að hafa átt
með samira shahbandar. Tilvist hans var haldið
leyndri. hann ætti að vera á táningsaldri nú.
Fyrir rétti réttarhaldanna yfir saddam verður minnst vegna stöðugra
uppákoma. saddam viðurkenndi aldrei lögsögu dómstólsins sem svo á endanum
dæmdi hann til dauða.
Gripinn
Hermenn leituðu svo
vikum skiptir að saddam.
Ógnvaldurinn fannst loks
og hafði þá látið hár sitt og
skegg vaxa til að villa
um fyrir leitarmönnum.
Sá er veldur árekStrum
„Honum var gefið nafnið Saddam sem er
ekki algengt nafn en tengist arabísku orð-
unum istidam og sadmah og merkir „sá er
veldur árekstrum“. Nafnið gaf til kynna að
Saddam væri súnníti úr lægri stétt.
magnús Þór Bernharðsson, Píslarvottar nútímans