Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 23
DV Helgarblað föstudagur 12. janúar 2007 23 Elskaði manngæsku hans og alúð Að missa eitt foreldri er slys en að missa báða er kæru- leysi, sagði Oscar Wilde eitt sinn. Saddam Hussein var ekki að snúa þessu upp á tengdasyni því hann lét myrða tvo þeirra í einum furðulegasta kaflanum í skrautlegri sögu fjölskyldunnar sem í tæpan aldar- fjórðung réði lögum og lofum í Írak. honum úr haldi að beiðni konu sinn- ar skömmu síðar og rak Uday í útlegð. Þegar Uday sneri aftur átti hann eftir að lenda í útistöðum við systkin sín svo um munaði. Tveimur tengdasonum færra Tengdasynir Saddams, bræðurnir Hussein og Saddam Kamel al-Majid, voru frændur hans og kvæntir systr- unum Raghad og Rana. Þeir höfðu komist ágætlega áfram í ríki tengda- föðurins. Þeir sáu sér þó ekki annað fært en að flýja til Jórdaníu árið 1995 þegar Uday hótaði að láta fangelsa Hussein eftir deilur um hvernig sam- skipti Írakar ættu að eiga við vopnaeftirlits- menn. Eftirlitsmennirnir reyndu þá að grafa upp upplýsingar um gjöreyðingarvopnaáætl- anir Íraka. Bræðurnir flýðu til Jórdaníu með eigin- konur sínar, dætur Saddams, og börn þeirra – barnabörn forsætisráðherrans. Þar höfðust þau við í hálft ár meðan Huss- ein sagði erindrekum Vesturveld- anna frá efnavopnaáætlunum Íraka og hvernig hann hefði látið eyða öll- um slíkum vopnum. Orð hans voru hins vegar dregin í efa og bræðurnir og eiginkonur þeirra ákváðu að snúa aftur til Íraks eftir að þau töldu sig hafa fengið vilyrði fyrir að flótti þeirra yrði fyrirgefinn. Endurkoma bræðranna var þó skammvinn. Saddam skipaði dætrum sínum strax að skilja við eiginmenn- ina. Þremur dögum eftir að þau sneru aftur voru bræðurnir fallnir í valinn, látnir eftir mikinn skotbardaga þegar ráðist var á heimili fjölskyldu þeirra. Fjölskyldan berst innbyrðis Deilum innan fjölskyldunnar lauk ekki með þessu. Síðar sama ár, þetta var 1996, særðist Uday alvarlega í fyrirsát sem honum var gerð þar sem hann keyrði á ofsahraða eftir götum Bagdad í sportbíl sínum. Sárin voru mikil og hann jafnaði sig aldrei fyllilega af þeim. Böndin bárust að Qusay, yngri bróður Udays, og systrunum Raghad og Rana. Uday lét hneppa systur sínar í stofufangelsi um skeið. Bræðurnir Qusay og Uday voru ósáttir hvor við annan. Uday þótti framhjá sér gengið sem elsta bróður þegar faðir þeirra treysti Qusay betur til starfa er kom að stjórn ríkisins. Á móti kom að Qusay áleit Uday mikið vandamál fyrir fjölskylduna, Uday væri hataðasti maður Íraks og græfi því undan fjölskyldunni og völdum hennar. Til varnar föður sínum Þrátt fyrir að Saddam hafi látið myrða eigin- menn dætra sinna tveggja sneru þær ekki við honum baki, þótt þær hafi lengi verið honum reiðar. „Ég elskaði fyrst og fremst manngæsku hans og alúð,“ sagði Raghad í viðtali við blaðamann The Times skömmu eftir að bandarískir her- menn handsömuðu föður hennar árið 2003. Hún tók þó fram að þannig hefði hann kom- ið fram við fjölskyldu sína þótt hún hefði heyrt sögur af grimmd hans líka. „Ég hef engan rétt til að fella dóm en ég verð að segja að hann er ekki fyrsti maðurinn til að starfa svona,“ sagði hún og taldi ráðamenn í öðrum arabaríkjum beita þegna sína meiri hörku en Saddam gerði í Írak. Raghad sagðist þó hafa verið reið föður sín- um í mörg ár eftir morðið á eiginmanni henn- ar. Hún hefði hins vegar ákveðið að bæla til- finningar sínar þegar faðir hennar var í vanda. Þá tók hún að sér að skipuleggja vörn Sadd- ams. Rana sagði mörgum árum eftir að eigin- menn hennar og Raghad voru myrtir að hún hefði fallið á sófa og ekki megnað að rísa á fætur. „Ég var þar næstu sjö dagana, ófær um að tala, matast eða drekka. Allt sem ég gat gert var að anda og gráta.“ Hún sagði að þarna hefði hún skilið við fyrra líf sitt þar sem all- ar þrár hennar og skipanir hafi verið skipan- ir Saddams. Morðóður einræðisherra saddam pyntaði og myrti þá sem svo mikið sem hvísluðu andmæli gegn skoðunum hans. Þar skipti engu hvort um var að ræða börn eða fullorðna. Hussein Kamel Hassan al-Majid Myrtur af tengdaföður sínum saddam Hussein árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.