Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 26
föstudagur 12. janúar 200726 Helgarblað DV Lögreglan hóf mál á hendur Gunnar Erni Kristjánssyni, þáverandi for-stjóra SÍF og löggiltum endurskoðanda, eftir að Lárus Halldórsson, framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, kom á fund lögreglu og ját-aði á sig stórfelldan fjárdrátt og að hafa blekkt stjórn sjóðsins og end- urskoðanda, fyrrnefndan Gunnar Örn. Lárus var að vonum ákærður og sak- felldur, hann tók út sína refsingu og að henni lokinni var hann eðlilega frjáls maður. Hann greiddi nokkurn hluta þess sem hann hafði stolið og stóð eftir eignalaus. Lögreglan gerði ekkert með þá fullyrðingu Lárusar að hann hefði blekkt Gunnar Örn endurskoðanda, en sjálfur er Lárus menntaður endurskoðandi. Lögreglan hóf mál á hendur Gunnar Erni sem stóð í nærri þrjú ár. Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, var lögreglunni til ráða í upphafi málsins, en skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur vísaði málinu frá dómi og fann alvarlega að öllum málatilbúnaði lögreglunnar. „Örugglega hefði mátt vinna málið betur og skýrar af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Árni Tómasson í viðtali við DV. „Með fullri virðingu fyrir dómurunum, þá held ég að þegar 120 til 140 milljónir eiga að vera í sjóði og þar reynast ekki vera til nema 40 milljónir sé eitthvað athugavert á ferðinni. Framkvæmdastjór- inn hefur viðurkennt að hann stal þessum peningum og villti um fyrir mönn- um. Eftir situr fólk sem fær ekki lífeyrinn. Er það þá ekki nógu skýrt?“ segir Árni. Hæstiréttur sagði sína skoðun á yfirlýsingu Árna og starfsaðferðum lögreglunnar. Í dómi Hæstaréttar frá 12. maí 2005 segir að mjög hafi skort á að lögreglan hafi aflað þeirra gagna sem þarf til að hægt sé að ákveða hvort sækja eigi mann til saka. Þá gerði Hæstiréttur at- hugasemd við að verknaðarlýsing í ákæru væri ófullkomin. Gunnari væri gefið að sök að hafa ekki gætt góðrar endurskoðunarvenju með því að kanna ekki ákveðin gögn. Ekkert væri þó að finna um hvaða gögn væri að ræða, hvað þau innihéldu eða hvað skorti upp á störf Gunnars til þess að þau mættu vera fullnægjandi. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir, Hæstiréttur hafði vísað málinu frá og áhöld voru uppi um að brotið hefði verið á Gunnari Erni með þeim hætti að málatil- búnaðurinn hefði farið gegn mannréttindasáttmála Evrópu og gegn stjórnar- skránni íslensku lét lögreglan sér ekki segjast. Gunnari Erni var hótað að ákært yrði á ný í málinu. Gunnar Örn og fjölskylda hans lifðu við það í langan tíma að yfir honum vofðu hótanir valdsins manna, að þeir kæmu aftur þrátt fyrir smánarlegar skammir Hæstaréttar. Þeir létu sér ekki segjast og löngu eftir að Lárus Halldórsson, sem stal peningunum, var frjáls maður mátti Gunnar Örn búa við að óttast nýja saksókn hvenær sem var. Árni Tómasson, sem var ráð- gjafi lögreglunnar, segir nefnilega nokkuð mikið þegar hann segir: „Með fullri virðingu fyrir dómurunum, þá held ég að þegar 120 til 140 milljónir eiga að vera í sjóði og þar reynast ekki vera til nema 40 milljónir sé eitthvað athugavert á ferðinni.“ Þetta er hárrétt hjá Árna, en honum og lögreglunni tókst aldrei að sýna að Gunnar Örn, sá sem var ákærður, hefði brotið refsilög. Það er alvarlegt að lögreglan höfði tilefnislaust mál á hendur einstaklingi. Kannski ekki síður alvarlegt en sá glæpur sem Lárus framdi og var upphaf alls málsins. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar höguðu lögregluyfirvöld sér eins og verstu handrukkarar og hótuðu að koma aftur. Það var síðan Bogi Nilsson ríkissak- sóknari sem gekk fram fyrir skjöldu og drap málið.  SigurjónM.Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Valdsins menn Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Eftir niðurstöðu Hæsta- réttar hagaði lögregl- an sér einsog verstu handrukkarar, hótaði að koma aftur. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir nokkrum árum áform um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi vafðist ekki fyrir nokkrum manni að í því fólst fyrsta skrefið til að einkavæða og selja það að lokum. Fram- sókn skildi það upp á sína tíu fingur og tók hraust- lega á móti. Flokksþing Framsóknar gerði skelegga ályktun gegn því að gera hlutafélag úr RÚV. Þing- menn flokksins gáfu kjarnyrtar yfirlýsingar um að fyrr skyldu þeir dauðir liggja en taka þátt í að einkavæða RÚV. Síðan hafa orðið alger umskipti hjá Framsókn. Á Alþingi finnast nú ekki harðari stuðningsmenn þess að RÚV verði gert að hlutafélagi en þingmenn Framsóknarflokksins. Írak og RÚV Svik af þessu tagi við gamlar hugsjónir og loforð gagnvart grasrót Framsóknar, og þjóðinni allri, er ástæðan fyrir fylgishruni flokksins. Örvæntingarfull brunaútsala Framsóknar á hugsjónum sínum virðist hafa það markmið eitt að kaupa sér áframhaldandi aðgang að ríkisstjórn í himinsæng Sjálfstæðisflokks- ins. Undirgefnin gagnvart Sjálfstæðisflokknum birtist með sárustum hætti í stuðningi Framsóknar við inn- rásina í Írak. Framsókn, sem í áranna rás hafði afl- að sér virðingar fyrir einlæga friðarstefnu, var í upp- hafi alfarið á móti því að Ísland styddi innrásina. Á einni nóttu lét forysta flokksins Davíð Oddsson og þrengstu klíku Sjálfstæðisflokksins beygja sig til að styðja atlöguna gegn írösku þjóðinni. Þótt ákvörðun- in um að setja Ísland á lista hinna 30 sjálfviljugu, víg- fúsu þjóða hafi verið löglaus, og hvorki borin undir ríkisstjórn né þingflokka, hvað þá Alþingi sjálft, steig enginn þingmanna Framsóknar fram til að mót- mæla. Hvar voru þeir þá? Undirlægjuháttur Framsóknar í Íraksmálinu stekkur nú fram eins og uppvakningur í RÚV-mál- inu. Fullkomin uppgjöf flokksins gagnvart sjálf- stæðismönnum birtist í að þingmenn flokksins ganga gegn samþykktum eigin flokks, hverfa frá grundvallargildum félagshyggju flokksins – og ganga lengra en ungu frjálshyggjumennirnir í þing- flokki sjálfstæðismanna í að krefjast þess að RÚV verði gert að hlutafélagi. Þessi vinnubrögð, sem birtast í skefjalausri og ein- beittri undirgefni við Sjálfstæðisflokkinn er ástæðan fyrir því að Framsókn hefur tapað trausti og kjósend- um – og hefur í dag misst helming af fylgi flokksins við síðustu kosningar. Deild í Sjálfstæðisflokknum? Dapurlegast við umskiptin í RÚV-málinu er þó, að þingmenn Framsóknar vita vel, að Sjálfstæðisflokk- urinn lítur á hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sem fyrsta áfanga í einkavæðingu og sölu. Skærulið- ar SUS hafa árum saman barist fyrir því að Ríkisút- varpið verði selt. Hópur ungra þingmanna hefur ár eftir ár með leyfi þingflokks sjálfstæðismanna lagt fram frumvarp um að ríkisstjórnin selji stofnunina. Það má rifja upp, að árið 1995 rak Sjálfstæðisflokk- urinn heila kosningabaráttu sem snérist að mestu leyti um að selja Rás 2. Þeirri stefnu hefur aldrei ver- ið breytt. Í því ljósi er merkilegt að í frumvarpi mennta- málaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi er beinlín- is gert ráð fyrir þeim möguleika að Rás 2 verði seld, því þar segir svart á hvítu að hlutafélagið þurfi ekki að reka nema eina útvarpsrás! Væri þetta sérstaklega tekið fram, ef ekki væri áformað að selja Rás 2? Það er dapurlegt, þegar flokkur með rismikla sögu Framsóknar lætur Sjálfstæðisflokkinn spenna sig eins og asna fyrir vagn frjálshyggjunnar eins og í RÚV-málinu. Sannast nú enn hversu glöggskyggn prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson var þeg- ar hann skrifaði í sumar, að Framsókn ætti að sækja um inngöngu sem sérstök deild í Sjálfstæðisflokkn- um – því hún væri hvort eð er orðin eins og hann! Kjallari Hugsjónir framsóknar á útsölu DL-493, Hyundai Santa Fe CRDI dísel Árg. 2005, ekinn 49þús. Tvílitur svartur/grár, dráttarbeisli, vindkljúfur, skyggðar rúður verð 2.700.000 eða yfirtaka á láni. Skipti möguleg. Uppl. í síma 896-1658 ÖSSuR SkaRphéðinSSon alþingismaður skrifar Skæruliðar SUS hafa árum saman barist fyrir því að Ríkisút- varpið verði selt. sandkorn Ein þjóð Ingi- björg Sól- rún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að gæta verði þess að hér verði aðeins ein þjóð. Að brúa þurfi gjár sem hafa myndast milli launamanna og auðmanna og þéttbýlinga og dreifbýlinga. Til að eyða vaxandi fjarlægð milli seinni hópanna nefndi formaður Samfylkingar- innar auknar vegabætur og betri nettengingu. Íbúar höfuðborgar- svæðisins hljóta að hlusta hljóðir á málflutning sem á að færa enn meira af framkvæmdum á fáfarna vegi meðan í mesta þéttbýlinu og næsta umhverfi við það eru slys tíðari en annars staðar og um- ferðarþunginn margfalt meiri en aðrir þurfa að búa við. Það kann að vera að formaður Samfylking- arinnar hafi ekki mikið bakland í sínu kjördæmi við þessi sjónar- mið. SEgulSkEkkja Ekki er laust við að segul- skekkja sé í áttavita þeirra Komp- ásmanna. Það er ekki gott fyrir fjölmiðil að hafa framleitt efni með þeim hætti að fjöl- miðillinn og vinnubrögð hans fái meiri at- hygli en efnið sem fjallað er um. Svo virðist sem spor ritstjórans í undirheimana ætli að verða af- drifarík. Nú er ljóst að Guðmund- ur Jónsson í Byrginu hefur kært Kompás og svo hefur nafnleys- ingi kært bæði Guðmund og Jó- hannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss. Þannig er að ekki er treystandi á áttavita sem hafa segulskekkju og trúlega þarf Jó- hannes að láta leiðrétta áttavit- ann áður en hann heldur til hafs á ný. hVaR ERu fiSkVEið­ aRnaR? Mikil breyt- ing hefur orðið á þýðingu sjávar- útvegs í daglegu lífi Íslendinga. Fyrir ekki svo löngu voru fréttir af af sjávarút- vegi ríkjandi í fjölmiðlum og fáir áratugir eru síðan myndir af afla- skipum voru seldar í búntum líkt og leikaramyndir, fótboltamyndir og körfuboltamyndir. Í dag heyr- ir til undantekninga ef fréttir af sjávarútvegi vekja athygli, þá er það helst vegna deilna eins og á milli Brims og Sjómannafélags Eyjafjarðar og á milli ASÍ og Sjó- mannafélags Íslands. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra ratar varla í fréttir vegna hefðbundinna sjávarútvegsfrétta, hann er í fréttum nánast einungis vegna hvalveiða. ÚRSlitin nálgaSt Uppgjör verður í Frjáls- lynda flokkn- um. Þetta segja þeir sem telja sig þekkja til. Talið er nánast von- laust að Margrét Sverrisdóttir og til að mynda Magnús Þór Haf- steinsson eigi langa samleið fyrir höndum. Eins er talið nokkuð víst að Kristinn H. Gunnarsson eigi eftir að banka upp á hjá frjáls- lyndum og það fari eftir hvers for- ystan verður hvort upp verði lok- ið þegar Kristinn bankar. Sama er hvort Margrét sækist eftir forystu og fái eða ekki, átök virðast blasa við í Frjálslynda flokknum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.