Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 37
DV mynD Daníel Heilsa&menntun Föstudagurinn 12. janúar 2007 mæðgin saman á skólabekk sagnfræðin er Heillandi fag sundleikfimi er góð líkamsrækt tölvukennsla eldri borgara Kunnáttuleysi í ensku er fötlun Með aukinni heimsvæðingu hefur þörfin fyrir enskukunnáttu aukist á Íslandi. Ekki eru allir það heppnir að hafa alist upp með amerísku sjónvarpi og engilsaxneskri dægurlagatónlist. Margt fólk eldra en sextugt hefur þannig orð- ið af óbeinni enskukennslu og valið að sækja námskeið í málinu. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Mímis – símenntunar, segir að heilmikið af eldra fólki sæki sér menntun í ensku. Hún túlkar kunnáttuleysi þess í tungumálum ekki sem vandamál heldur lítur svo á að það sé duglegt að leita leiða til að bjarga sér. Hjá Mími eru námskeið á daginn sem eru sér- sniðin að eldra fólki. Julie Ingham, framkvæmdastjóri Ensku- skólans, segir að lauslega megi reikna að 20% nemenda þar séu yfir sextugu. Enskuskólinn býður upp á námskeið þar sem lögð er áhersla á talkennslu en býður ekki upp á sérsniðna tíma fyrir eldri borgara. Tilvonandi nemend- ur koma í viðtal og eru settir í bekk eftir kunn- áttu. Hún segir að betra sé fyrir kunnáttulít- ið fólk að vera í litlum hópum, þar sé farið hægar og nemendum gefinn meiri tími fyr- ir talæfingarnar. Julie er sammála Huldu um að margir komi til að læra ensku til að geta bjargað sér á ferðalögum en enskuleysið geri það oft að verkum að fólk þurfi að ferðast um í hópum og það sé ákveðin fötlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.