Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 50
föstudagur 12. janúar 200750 Heilsa & Menntun DV GLEÐILEGT NÝTT ÁR H ön n u n : S ty rm ir B . ORKUVERIÐ þakkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og óskar farsældar á nýju ári. Við byrjum nýja árið þar sem frá var horfi ð og bjóðum upp á glæsileg tilboð. Yoga Spinning Einkaþjálfun Tilboð 1: Árskort 35.880 kr. eða 2.990 kr. á mánuði Tilboð 2: Nemakort. 1 önn 12.990 kr. Tölvukunnátta gagnast öllum og gerir mögulegt að koma notendum í samskipti við annað fólk með einföldum og góðum hætti og getur brotið niður félagslega einangrun. Eldra fólk sækir í ríkara mæli kennslu í notkun tölva, „...það er óborganlegt að sjá svipinn á fólki þegar tölvuheimurinn lýkst upp fyrir því og gleðin er ósvikin...“ Ólafur Kristjánsson tölvukenn-ari, gjarnan kallaður Óli tölva í daglegu tali, hefur um nokk- urra ára bil kennt eldra fólki á tölv- ur. Hann segir að í mörgum tilfell- um opnist gamla fólkinu nýr heimur þar sem tölvan er, þó að sjálfsögðu sé misjafnt hversu mikilli færni fólk nær og sumir hafi jafnvel tilhneigingu til að gefast upp. Óli, sem hefur kennt hjá Tölvu- skólanum Þekkingu og Viðskipta- og tölvuskólanum, er þó aðallega að kenna hjá fjarkennslu.is þar sem eru um 460 nemendur skráðir í ýmsum fögum. Sjálfsvirðing eldri borgara bágborin þegar kemur að tölvum „Stundum er ástæðan fyrir því að fólk kemur í tölvukennslu sú að upp- komin börn hafa skilið eftir gamlar tölvur í foreldrahúsum og vilja endi- lega að foreldrarnir tileinki sér tækn- ina, en hafa ekki þolinmæði sjálf til að kenna þeim,“ segir Óli. „Fólk hefur svo verið að fá nám- skeið í afmælisgjafir frá börnunum en áhuginn er þá kannski ekki alveg upp á tíu og sumir mæta illa, einfald- lega af því þeir eru hræddir. Á nám- skeiðum þar sem margir eru saman eru oft einhverjir sem þurfa að fara hægar en hinir og þeim líður yfir- leitt illa og finnst þeir vera fyrir og til ama. Sjálfsálitið á þessu sviði er ansi lágt hjá mörgum. Svo fara námskeið- in að snúast meira um félagsskapinn en tölvuna og meðlætið með kaffinu verður aðalatriði en ekki kennslan. Það er reyndar líka mjög skemmti- legt,“ segir Óli og hlær. Einkatímar gefa bestan árangur Hann hefur líka verið með einka- tíma og segir þá gefa miklu betri raun. „Elsti maðurinn hjá mér í kennslu er 81 árs og ekki er langt síðan kom til mín 71 árs unglingur á reiðhjóli sem hefur brennandi áhuga á stafrænum myndavélum. Það eru alltaf einhver „unik“ í þessum bransa.“ Á tíu árum hefur tækninni fleygt fram og Óli segir að fyrstu nám- skeiðin hans hafi mest gengið út á ritvinnslu, stýrikerfi og þess háttar meðan núna sé áherslan á samskipt- in, það er tölvupóst, MSN og Skype. „Fólk sem er í námi erlendis vill gjarnan hafa samskipti við for- eldra sína gegnum netið, en þar eru margir algjörir strandaglópar. Þá er langbest að vera með fólk í einka- tímum, það er þá ófeimið að spyrja og tileinkar sér hlutina miklu fljót- ar. Fólk sem er komið yfir sextugt og er að koma að tölvum í fyrsta skipti gleymir oft milli tíma, þannig að í öðrum tíma þarf að byrja allt upp á nýtt. Þetta á reyndar við um fólk nið- ur í fimmtugt sem aldrei hefur lært á tölvur. Það þarf líka oft ekki nema eitt sumarfrí til að kunnáttan glatist. Þess vegna á einkakennslan skilyrð- islaust rétt á sér, en hún er því mið- ur alltof dýr. Tölvukennsla ætti auð- vitað að vera niðurgreidd fyrir gamla fólkið. Einhvern tíma talaði ég við formann Félags eldri borgara en það kom ekkert út úr því sem er synd því gamalt fólk er oft einmana og leiðist og þá er netið nýr heimur sem styttir því stundirnar. Það er óborganlegt að sjá svipinn á fólki þegar tölvuheim- urinn lýkst upp fyrir því og gleðin er ósvikin.“ Ekki hika við að reyna – það geta allir náð árangri Aðspurður hvort hann viti um einhverja eldri borgara sem blogga segir Óli hlæjandi að það sé þá helst Björn Bjarnason. „Hann heldur úti mjög góðri heimasíðu og mér finnst að stjórn- málamenn eigi hiklaust að vera með blogg, það er eins og opið bréf til þjóðarinnar og gaman að lesa það. Yngri þingmenn eru duglegir við þetta en svo eru menn eins og Ein- ar Oddur sem veit trúlega ekki hvað tölva er,“ segir Óli og hlær dátt. Sjálfur er hann ekki með heima- síðu. „Það hefði enginn áhuga á að lesa hana, ekki einu sinni mínir allra nánustu,“ segir hann og skellir upp úr um leið og hann vill hvetja alla þá sem eru smeykir við tölvur til að taka skrefið og gefast ekki upp fyrirfram. „Þetta opnar óendanlega mögu- leika fyrir eldra fólk og er ekkert nema gefandi og skemmtilegt. Og það sem er mikilvægast: Það geta all- ir náð árangri.“ „Fólk sem er í námi erlendis vill gjarnan hafa samskipti við foreldra sína gegnum netið, en þar eru margir algjörir strandaglópar. Þá er langbest að vera með fólk í einkatímum, það er þá ófeimið að spyrja og tileinkar sér hlutina miklu fljótar.“ Allir eldri borgarar ættu að fá tölvukennslu Heilsa&menntun Eldra fólki opnast nýir heimar þegar það lærir á netið og það styttir því stundirnar í skammdeginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.