Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 72
Sakamál Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss, og Guðmundur Jónsson í Byrginu hafa verið kærðir til höfuðborgarlögreglunnar fyrir meint samsæri við gerð þáttanna sem fjölluðu um ólöglega lyfseðlaútgáfu á læknadópi. Segir í kærunni að Guðmundur í Byrginu hafi sent meðferðarsjúklinga úr
Byrginu til að vinna með ritstjóra Kompáss við gerð þáttanna.
Kompás í samsæri
U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s
Rottuhirðir
kærður
Rottuhirðirinn Roger Dier,
hefur verið ákærður fyrir
slæma meðferð á 1.300 rott-
um. Hann býr í bát og þar
hafa rotturnar einnig komið
sér fyrir. Roger, sem er mik-
ill rottuaðdáandi, segir dýra-
vernd Kaliforníu vera að
ofsækja sig. Þegar komið var
inn í bátinn sem hann býr í
mætti megn stækja lögreglu-
mönnum. Nagdýrin höfðu
migið og skitið út allan bát-
inn. Aðspurður hvernig hann
gæti lifað við slíkar aðstæð-
ur svaraði hann: „Ég er löngu
hættur að taka eftir lyktinni.“
Hrottalegt morð er til rannsóknar hjá lögreglunni í Pennsylvaníu en prófessorinn
Rafael Robb er grunaður um að hafa lamið konu sína til dauða fyrir framan jólatré
heimilisins.
föstudagur 12. janúar 200772 Helgarblað DV
Hagfræðiprófessorinn Rafael
Robb hefur verð handtekinn og
ákærður fyrir hrottalegt morð á
eiginkonu sinni. Líkið var svo illa
útleikið að menn töldu í upphafi
að hún hefði verið skotin í andlitið.
Síðar kom í ljós að hún hafði verið
lamin til dauða.
Hagfræðiprófessorinn Rafael
Robb kom að konu sinni svo illa
útleikinni að síðar sögðu menn
að svo virtist sem hún hefði ver-
ið skotin í andlitið. Í stað þess
að hringja strax í Neyðarlínuna
gekk hann upp á aðra hæð húss-
ins, framhjá tveimur símum, læsti
hundinn inni í herbergi og fór svo
út úr húsinu. Þar hringdi hann í
lögregluna. Hann hringdi þó ekki í
hið víðfræga númer 911 heldur tíu
tölustafa númer hjá lögreglunni í
sýslunni. Afbrotið átti sér stað rétt
fyrir síðustu jól.
Lögreglan efast
Þegar lögreglan kom á staðinn
var blóð úti um allt. Svo virtist sem
einhver hefði ráðist á Ellen Robb,
konu Rafaels, á meðan hún var að
dunda sér við jólatréð. Rafael sagð-
ist telja að einhver hefði brotist inn.
Búið var að brjóta rúðu í hurð og
því ljóst að um innbrot var að ræða.
Aftur á móti vöknuðu grunsemdir
rannsóknarlögreglumanna. Ekkert
var tekið í innbrotinu né virðist sem
Ellen hefði orðið vör við það sem
þeim þótti ólíklegt.
Engin fjarvistarsönnun
Við réttarrannsókn kom í ljós
að Ellen hafði alls ekki verið skot-
in í andlitið. Í raun hafði einhver
lamið hana svo hrottalega til bana
að lögreglumennirnir mundu ekki
eftir öðru eins. Þá kviknaði grunur
um að glæpurinn væri frekar í ætt
við ástríðuglæp.
Þegar fjarvistarsönnun Rafa-
els var könnuð kom í ljós að hann
hafði enga. Vinkona Ellenar sagði
lögreglunni að Rafael hefði lagt
hendur á eiginkonu sína og hjóna-
band þeirra væri að þrotum kom-
ið.
Vildi skilnað
Í ljós kom að eiginkona Rafaels
vildi skilnað. Hún heimtaði hluta
af eignum hans og svo virðist sem
það hafi orðið henni að bana. Rafa-
el neitar sakargiftum en hann hef-
ur gefið leyfi til þess að DNA-sýni
verði tekið úr honum. Rannsókn er
enn í gangi og má búast við að tals-
verður tími líði þar til réttað verður
yfir honum.
Óheppinn
svindlari
Japanski svindlarinn
Masakazau Kamitanida lenti
illa í því á dögunum þegar
hann bankaði upp á hjá íbúa
í fjölbýlishúsi í Tókýó. Kam-
itanida kynnti sig sem fjár-
þurfa íbúa í húsinu sem ný-
lega hefði misst ættingja sinn
og þyrfti að safna peningum
fyrir jarðarför hans. Það sem
svindlarinn vissi ekki var að
hann hafði bankað upp á í
fjölbýlishúsi þar sem einung-
is búa lögreglumenn og hafði
hann bankað upp á í íbúð
lögreglustjórans sjálfs, sem
var fljótur að átta sig á að-
stæðum og handtók svindlar-
ann á staðnum.
Ók á ranga
konu
Sautján ára piltur í Mich-
igan í Bandaríkjunum var
handtekinn fyrir að aka ölv-
aður,
keyra ít-
rekað á
bifreið
konu og
að hafa
reynt að
komast
undan
lögregl-
unni sem veitti honum eftir-
för. Pilturinn ætlaði að stöðva
kærustu sína eftir að hafa rif-
ist við hana í veisluhaldi fyrr
um kvöldið. Hann hringdi
í hana og sagði henni að
stoppa og hélt hún því fram
fullum fetum að hún væri
löngu búin að því. Í ljós kom
að hann hafði farið manna-
villt og bíður þess að vera
dæmdur fyrir afglöpin.
Prófessor barði
eiginkonuna til bana
„Svo virtist sem
einhver hefði ráðist
á Ellen Robb, konu
Rafaels, á meðan hún
var að dunda sér við
jólatréð.“
RafaEL RoBB Hagfræðiprófessor hefur verið handtekinn fyrir að lemja konu sína til
dauða á ofsafenginn hátt.
ELLEn RoBB Eiginkonan myrta vildi
skilnað en hjónaband hennar hafði verið
ofbeldisfullt.
Reiddist manni og skaut hann til bana að hætti veiðimanna:
skaut nágrannann með ör
Veiðimaðurinn Thomas Sirico var
dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir
morð í new York. Hann hafði
staðið á grasflöt sinni í borginni
þegar nágranni hans Juan Carlos
kom út. að sögn Siricos var hann
með bogann spenntan og hafði
verið að tala við vini sína. Hann
reiddist þeim gríðarlega og um
leið spratt örin af boga hans,
beint inn í brjóstkassann á Juan
Carlos. Örin reyndist vera
banvæn enda engu síður
hættulegt vopn en skammbyssa
eða sambærileg vopn. Hann segir
verkið hafa verið óviljandi með
öllu og því hafi ekki verið hægt
að ákæra hann fyrir morð að
yfirlögðu ráði.
Saksóknarinn í málinu sagði
þessa útskýringu vægast sagt
fáránlega. Raunin hafi verið sú að
Juan hafi móðgað Sirico með
fyrrgreindum afleiðingum. Þar að
auki hafði Sirico verið ölvaður og
reiður að sögn saksóknara. Því
hafi hann látið reiði sína og
dómgreindarleysi bitna á Juan.
„Mér þykir þetta mjög leitt,“
sagði Sirico þegar hann var
dæmdur. Honum þykja tuttugu
og fimm ár fullþungur dómur
fyrir slíkt dómgreindarleysi og
hyggst áfrýja honum.
THoMaS SiRiCo
Varð fúll út í nágranna
sinn og skaut hann til
bana með ör.