Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 74

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 74
föstudagur 12. janúar 2007 Helgarblað DV Leikkonan Angelina Jolie hefur fest sig í sessi sem ein skærasta stjarna veraldar. Hún hefur verið valin kynþokkafyllsta kona í heimi, hún starfar með Sameinuðu þjóðun- um að málum flóttamanna og er á föstu með engum öðrum en Brad Pitt. Í þann áratug sem Angelina hefur verið áberandi hefur hún orðið fegurri með ári hverju. Þótti töff Angelina var aðeins 22 ára þegar þessi mynd var tekin, en þá var hún að stíga sín fyrstu skref sem leikkona. Mikið Máluð Angelina var með sérstakan stíl, en greinilega ekki búin að finna sig ennþá. Með lJósA lokkA litaði hárið á sér ljóst, en hefði mátt mála sig betur sögðu margir. „svArtA ekkJAn“ Þarna var Jolie aldeilis búin að skipta um stíl. komin með svart hár og í leðurbuxur. 2001 2002 20052003 2004 BJArtArA yfirBrAgð Angelina hefur greinilega frískað aðeins upp á ímyndina árið 2001, enda nýbúin að vinna óskarsverðlaun. orðin AlvArlegri Í seinni tíð hefur Jolie verið mjög virk í málefnum flóttamanna en hér er hún á þingi sameinuðu þjóðanna um stríðshrjáð lönd og fórnarlömb. rokkArAleg Hér er Angelina með úfið hár og nett rokkaraleg í fasi, nýskilin við Billy Bob thornton. koMin Í BuxnAdrAgt Angelina var ekki lengi í rokkgallanum og var fljót að skella sér í buxnadragt sem hentaði henni árið 2004. náttúruleg fegurð frægðarsól Angelinu skein skært sem aldrei fyrr árið 2005, en þá tóku hún og Brad Pitt saman. Hér má sjá hana með eggjandi rauðan varalit og náttúrlegri hárlit en áður. 2006 Aldrei verið glæsilegri Þessi ljósmynd er tekin rétt fyrir áramót, en Angelina verður greinilega fegurri með hverju árinu. Aldrei veriðglæsilegri Angelina 74 A ngelina Jolie er ein skærasta stjarna samtím- ans. Hún fædd- ist í Los Angeles árið 1975 og er að mestu alin upp af móður sinni en faðir hennar er stórleikarinn Jon Voight. Ang- elina byrjaði snemma að starfa sem fyrirsæta og bjó ung að aldri í stórborgum á borð við London og New York. Hún ákvað að fara í nám við New York-háskóla og út- skrifaðist þaðan með próf í kvik- myndafræði. Í háskóla fór hún að daðra við kvikmyndaleik en fyrsta alvöruhlutverk hennar var í kvik- myndinni Hackers og þar kynnt- ist hún verðandi eiginmanni sín- um Johnny Lee Miller. Hjónbandi þeirra lauk árið 1999. kynþokkafyllsta kona í heimi Árið 2000 var viðburðaríkt hjá Angelinu Jolie. Þá giftist hún í ann- að sinn, í þetta skiptið leikaran- um Billy Bob Thornton og hlaut sama ár óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki, í kvikmynd- inni Girl Interrupted. Eftir óskars- verðlaunin fóru leikstjórar að hafa auga með henni og var hún ráð- in í hlutverk töffarans Löru Croft í kvikmyndinni Tomb Raider sem gerð var eftir samnefndum tölvu- leikjum. Billy Bob og Angelina ættleiddu son árið 2001 og heit- ir hann Maddox Chivan Thorn- ton Jolie. Árið 2003 skildu Billy Bob og Angelina og í framhaldi af því var hún orðuð við samleik- ara sinn í kvikmyndinni Alexand- er, Colin Farrell, en bæði neituðu að þessar sögusagnir ættu við rök að styðjast. Árið 2004 var hún val- in kynþokkafyllsta kona heimsins af tímaritinu Esquire. Byrjaði með Brad Pitt Angelinu Jolie er margt til lista lagt en hún talar frönsku reiprenn- andi ásamt því að vera góðgerð- arsendiherra flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur starfað mikið í þágu flóttamanna og munaðarlausra barna þriðja heimsins og er sonur hennar Maddox ættleiddur frá Kambódíu. En Angelina hefur líka margra skrítna siði, til dæmis hefur hún mikinn áhuga á dauðanum. Hún safnar hnífum og hefur sagst hafa unun af því að skera sig til blóðs. Hún er þakin húðflúrum; drekum, krossum, indjánatáknum og ýms- um tilvitnunum. Eftir mikið fjöl- miðlafár árið 2005 viðurkenndu Angelina og leikarinn Brad Pitt loks að þau væru farin að vera saman. 1997 1999 1998 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.