Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 76

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 76
ómar örn segir: & Microsoft-leikjatölv- an Xbox 360 hefur yfirhöndina í þriðju kynslóðar tölvustríð- inu. Xbox 360 seldist í um tveimur milljónum eintaka í Norður-Ameríku frá byrjun nóvember til enda desember. Nintendo Wii var ekki langt undan og seldist í 1,8 milljónum eintaka á sama tímabili en PS3 seldist aðeins í 750.000 eintökum yfir jólatörnina. Það er aðallega rakið til framleiðsluvand- ræða Sony, sem virðist þó hafa leyst þann vanda í dag. XboX vann sölustríðið um jólin U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föStudAgur 12. jANúAr 200776 Helgarblað DV Alveg frá því að fyrsti spilakassinn leit dagsins ljós hefur það verið móðins að gera tölvuleiki eftir kvikmyndum og stundum öfugt. Nú þegar sjónvarpsefni er orðið jafn- vandað og raun ber vitni spretta upp tölvuleikir í kringum það líka. Nú er kominn út tölvuleikur sem byggir á sjónvarpsþáttunum um Soprano-glæpafjölskylduna. Þriðji Def jam væntanlegur Rappslagsmálaleikirnir Def Jam hafa verið gríðarlega vinsælir á PS2 og er sá þriðji væntanlegur á Xbox 360 og PS3. Sá þriðji er eins og forverar hans slagsmálaleikur þar sem helstu rappstjörnur Bandaríkjanna skiptast á líkamsmeiðingum. Miklar bætur hafa verið gerðar á slagsmálakerfi leiksins en það er sami starfshópur hjá EA sports sem sér um þróun þess og gerði Fight Night-leikina. Söguþráðurinn byggist upp á því að reyna að koma á laggirnar plötufyrirtæki og í stað þess að semja um peningaupphæðir eru málin afgreidd með hnefahöggum. Helsta nýjungin í leiknum er sú að taktar og hljóð í lögunum sem hljóma undir hafa áhrif á umhverfið og slagsmálagetu rapparanna. Þá vex þeim ásmegin í slagsmálum þegar þeirra eigin tónlist hljómar undir. Ef spilendur hafa ekki gaman af rapptónlist verður hægt að setja inn eigin lög á nokkuð einfaldan hátt. milljón eintök selD Það eru að verða meira en tíu ár frá því að bardagaleikurinn Mortal Kombat var sá allra vinsælasti á markaðnum. Vinsældir hans fóru að dvína eftir að tæknilegri og flottari leikir á borð við Tekken og Soul Calibur komu út. Þá voru góð ráð dýr hjá Midway- mönnum sem gefa út leikinn. Fyrir þessi jól gáfu þeir út nýjan leik, Mortal Kombat: Armageddon, og hefur hann náð að koma Mortal Kombat- nafninu á sama stall og áður, en yfir milljón eintök hafa selst af leiknum. Leikurinn kom út á Playstation 2 og Xbox og stendur til að gefa hann út á Nintendo Wii í apríl. Ekki stendur til að gefa út fleiri Mortal Kombat-leiki í nánustu framtíð, en miðað við vinsæld- ir Armageddon væri óvitlaust að halda sögunni áfram. Út er kominn tölvuleikur-inn Sopranos: Road to Respect en hann byggir á sjónvarpsþáttunum um Soprano-fjölskylduna sem sýndir hafa verið í ríkissjónvarpinu und- anfarin ár. Leikurinn er alveg í anda sjónvarpsþáttanna, þar sem allt snýst um ofbeldi, virðingu, peninga og lögmál mafíunnar. Leikmenn fara í hlutverk Joeys LaRocca, ungs smáglæpamanns sem virðist ekki eiga framtíðina fyrir sér. En þeg- ar Joey kemst að því að Tony Sopr- ano er frændi hans fara hlutirnir að ganga honum í hag. Á skömm- um tíma breytist Joey úr ótínd- um frakkaþjófi í virtan mafíósa. En það er erfitt að vera nýi strákurinn í klíkunni og því þurfa leikmenn að inna af hendi ýmis verkefni til þess að tryggja Joey nægilega virðingu. Verkefnin eru eins mismunandi og þau eru mörg, allt frá því að kála bófum, hreinsa upp glæpavettvang, skutla einhverjum á réttan stað eða ræna einhvern – og meira til. Tak- mark leiksins er að fá Joey innvígð- an í mafíuna og til þess að það gangi í gegn má ekkert klikka. Öll sam- skipti í leiknum eru afar varhug- arverð. Leikmenn geta rifið kjaft, smjaðrað eða haldið ró sinni, en í hvert einasta skipti sem einhver ríf- ur kjaft við leikmanninn þarf hann að vera tilbúinn til að slást. Allt saman til þess að halda virðingunni og heiðri hússins, en þeir sem hafa fylgst með þáttunum ættu að vita hvernig svona hlutir ganga fyrir sig. Leikararnir ljá persónunum sem þeir leika í þáttunum raddir sín- ar en allt hefur verið lagt í sölurn- ar til þess að halda í andrúmsloft- ið úr þáttunum. Til dæmis er hægt að heimsækja staði á borð við veit- ingahúsið Nuovo Vesuvio, Satriale’s og Bada Bing. Þeir sem höfðu gam- PAuLiE SLAKuR Að VANDA Allar persónur þáttanna eru á sínum stað. ToNy SoPRANo james gandolfini talar fyrir kappann, sem er í essinu sínu í leiknum. 1. resident Evil 4 (PSP) 2. tomb raider Legend (PSP) 3. tekken: dark res... (PSP) 4. forbidden Siren 2 (PS2) 5. Kill Zone: Liberation (PSP) Kíktu á þessa DEF JAM: iCoN Ludcris gefur Big Boi einn á hann í væntanlegri útgáfu leiksins. gakktu í fjölskylDuna an af Godfather-leiknum sem kom út í fyrra ættu endilega að prófa þenn- an. Hér gilda sömu lögmál og sömu leikreglur, bara 20 árum seinna. Það er engin lygi að Soprano-leikurinn lítur ansi vel út. dori@dv.is THE SoPRANoS: RoAD To RESPECT Í leiknum þurfa menn að berjast fyrir virðingu. Killzone: Liberation er öðruvísi en sá Killzone sem gefinn var út á Playstation 2. Búið er að breyta sjón- arhorninu, sem er núna ofan frá en ekki í fyrstu persónu, og svo eru mörg smáatriði sem breyta gangi leiks- ins til muna. Eins og í PS2-leiknum stjórnar maður hetjunni Templar í stríði gegn Hellghast-veldinu, sem minnir mikið á nokkurs konar vél- bætta nasista og er mjög töff. Stýring- ar leiksins eru ekki flóknar, yfirleitt er bara nóg að snúa í átt að óvinin- um og þá rata skotin beint á trýnið á honum. Verkefni leiksins virðast í fyrstu margbreytileg, það þarf að bjarga einhverjum offiserum, koma fyrir sprengiefni eða skjóta einhverja róbónasista. Þegar lengra er kom- ið áttar maður sig á því að verkefn- in eru ekkert eins margbreytileg og þau virtust í upphafi. Flest eru mjög keimlík og er það einn helsti galli leiksins. Leikurinn býður þó upp á aðstæður sem eru skemmtilegri en gengur og gerist í svona leikjum. Oft þarf maður að skipa aðra hermenn í rétt hlutverk í nokkuð þungum árás- um og getur það skipt sköpum að þeir fari á réttan stað. Annars er þessi leikur nett skrítinn. Hann er nokkuð smár í sniðum en spilast á PSP og þess vegna er hann góður. Ef þessi leikur yrði gefinn út með sama sniði á stærri tölvu væri hann algjört drasl. dori@dv.is Pínulítil stórorrusta Skemmtilegur og spennandi leikur, sem býður upp á margt skemmti- legt. Leikurinn er þó ekki neitt stórvirki og er þreytandi til lengdar. PSP Stríðsleikur tölvuleikir Killzone: Liberation HHHHH KiLLzoNE: LiBERATioN Óvinirnir minna á vélbætta nasista. leikirtölvu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.