Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 79
DV Helgarblað föstudagur 12. janúar 2007 79
Lífið eftir vinnu
Föstudagur
Laugardagur
H&K á THorvaldsen
nei það eru ekki Heckler og Koch,
heldur Hlynur og Kobbi sem
verða með hann pinnstífan á
Thorvaldsen í kvöld. eilíft partí,
eilíft fjör, þessir menn eru búnir
að vinna heimavinnuna sína og
óttast ekkert nema hugsanlega
lögregluna.
ParTí á THorvaldsen
Þeir mæta keikir til leiks, annað kvöldið í
röð og láta ekkert á sig fá . Þeir Hlynur
og Kobbi ætla að halda veislunni
gangandi langt fram á nótt með því að
spila ekkert nema slagara út í gegn.
ÚthverFin
valTarinn á KringluKránni
sveiflumeistarinn sjálfur
geirmundur valtýsson sér
um að halda uppi
fjörinu á Kringlukránni
um helgina ásamt
hljómsveit sinni. geiri
er búinn að keyra alla
leið í bæinn og fyrst
að hann er
kominn þá lætur
hann sig hafa
það að rokka
bæði föstu-
dags- og
laugardags-
kvöld.
Karma á Players
Partísveitin Karma treður upp á
Players í Kópavogi á laugardags-
kvöldið. Búið er að bóna
dansgólfið og því eru gestir
beðnir um að undirbúa sig undir
agalegan dans.
loKaTónleiKar á Broadway
Hljómsveitin dr. mister & mr.
Handsome heldur lokatónleika
sína á skemmtistaðnum Broad-
way á laugardaginn. ekkert nema
partí, ballið byrjar kl. 23 og það
kostar 1.000 krónur inn. ívar og
guðni verða í essinu sínu.
galdraKarlinn á PriKinu
Það verður fjör
á Prikinu í
kvöld eins og
öll önnur
kvöld. dúettinn
Friskó byrjar
kvöldið á því að gaula hvern
slagarann á fætur öðrum og svo
mætir enginn annar en gísli
galdur. grillinn hefur verið fínt
útflúraður í mörg ár en á bara
eftir að fá það á trýnið. Það gerist
í kvöld.
BreaKBeaT-Kvöld á Pravda
Útvarpsþátturinn
Breakbeat.is er með
árslistakvöld sitt á
Pravda í kvöld.
Fastasnúðarnir spila
af miklum krafti og
aggi aggzilla klárar
kvöldið. ekki
spurning maður.
Pain á Pravda
Já plötusnúðameist-
arinn sjálfur áki Pain
dettur í gang með
rosalegum hætti á
Pravda á laugardags-
kvöldið. ákinn er
flottur á því og kann að láta dansgólfið
skjálfa. ákinn + þú = dans.
Árslistakvöld Break-
beat.is á Pravda
Útvarpsþátturinn Breakbeat.is
á X-inu 977 mun kynna árslista sinn
í kvöld á skemmtistaðnum Pravda.
Þeir félagar Kalli og Gunni Ewok
munu kynna listann sem verður
útvarpað beint frá Pravda. Útsend-
ingin hefst á slaginu 22 en auðvitað
verður hægt að mæta á Pravda og fá
listann beint í æð.
Listinn er tekinn saman af þeim
Kalla og Ewok en einnig gátu hlust-
endur haft áhrif á val hans með því
að senda þeim félögum tölvupóst.
Spilun listans sjálfs lýkur klukk-
an eitt en þá munu fastasnúðar
Breakbeat leika áfram fyrir dansi
auk þess sem að hinn gamalreyndi
Aggi Agzilla mun trylla lýðinn fram
eftir nóttu.
Þeir félagar hjá Breakbeat hafa
haldið úti langlífustu klúbbakvöld-
um í Reykjavík að eigin sögn með
sínum mánaðarlegu Breakbeat-
kvöldum. Það vantar aldrei stemn-
inguna þar á bæ og hvað þá á árs-
listakvöldi þar sem aðeins rjóminn
af því besta fær að hljóma. Þetta er
því eitthvað sem enginn danshaus
ætti að láta framhjá sér fara.
Kalli, lelli og gunni ewok
Þeir Kalli og gunni láta ekki
fjarveru Lella hafa áhrif á
stemninguna í kvöld.
sTeFið á HveBBanum
Plötuþeytirinn dj stef mætir á
Hverfisbarinn í kvöld ásamt sætu
krullunum sínum. stef hefur lofað því
að kvöldið í kvöld verði einstakt,
mikið af hröðum taktskiptingum og
jafnvel óvæntur leynigestur.
HveBBinn í sTuði
gunnar skúlason er aðeins venjulegur
háskólanemi á daginn en á kvöldin
breytist hann í partídýrið dj stef. dýrið
gengur laust þessa helgi og tekur annað
kvöldið í röð á Hvebbanum án þess að
blikna.
Binni og riKKi á sólon
Það verður
sannkallað Fm
957 kvöld á
sólon á
laugardaginn.
Þá skemmta
þeir Brynjar már á efri hæðinni og
rikki g á þeirri neðri en kapparnir
eru báðir útvarpsmenn á Fm.
eflaust verður ferskasta popp-
tónlistin í boði eins og vaninn er.
dJ JBK
Það er annar og aðeins stærri
helmingur plötusnúðadúettsins
gullfoss og geysis, dJ JBK
sem sér um dansgólfið á
óliver um helgina.
Trylltur dans, kvenna-
fans, þessi maður
kemur ykkur í „mód“.
sTríPan á sólon
Það verður dansað
á sólon um þessa
helgi eins og aðrar.
Fm-meistarinn
sjálfur Brynjar már
sér um að byrja
helgina af krafti
og snýr skífum af sinni alkunnu
snilld. setjið því gel í hárið, eins
og þið gerðuð um árið. Tvistið
er komið aftur.
CaFé óliver
stemningin á óliver er alltaf
fyrsta flokks og það verður
ekkert lát þar á um þessa helgi.
Tryllta plötusnúðatvíeykið dj
gullfoss og geysir sjá um fjörið,
en þeir eru ekki þekktir fyrir neitt
minna en 40%.
B-ruFF KliKKar eKKi
Plötusnúðurinn
Kocoon byrjar
laugardagskvöld-
ið á Prikinu með
léttri dinnertón-
list og spilar þar
til að æsingur fer
að færast yfir
mannskapinn. Þegar
gestirnir verða svo orðnir
nógu æstir dettur enginn
annar en dj B-ruff í gang en
hann klikkar seint.
endurKoman á QBar
sjonni Brink
dustar rykið af
gamla gítarnum
og gefur allt í
botn á Qbar á
laugardags-
kvöldið.
sjonninn er
listilega góður
söngvari sem kallar ekki allt
ömmu sína og það er engin
undantekning á því í kvöld.
FloTTHeiT á vegamóTum
anna rakel er mætt
aftur á sinn stað fyrir
aftan dj-borðið og
hún hefur aldrei verið
jafnsæt. með henni í
kvöld er enginn
annar en Hjalti
nokkur sem er
þekktur fyrir ótrúlegar kraft-
ballöður og annað fjör.
HiPHoP-TónleiKar á Barnum
Útvarpsþátturinn
orð sem næst á Flass
fm á miðvikudags-
kvöldum heldur
árslistakvöld sitt á
Barnum í kvöld. Fram
koma Kájoð,
Thundercats og arkir. stjórnendur
þáttarins þeir ómar og steve verða á
plötuspilurunum. ekkert nema fjör.
dJ Kári á vegamóTum
Það er enginn annar en sá tryllti
fjári dJ Kári sem sér um tónlist-
ina á vegó á laugardaginn. Kári
var náttúrulega bitinn í eyrað
eins og þekkt er og þurfti að
hvíla sig á skífuþeytingum en
hefur nú jafnað sig að fullu og er
mættur aftur í bransann.