Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 80
Stjörnuband í uppSiglingu „Þetta gæti orðið mjög skemmti- legt, en tæknilega séð erum við enn- þá bara tveir. Ætlunin er að setja á laggirnar Motion Boys „live“ band og æfa þetta dót upp,“ segir Birgir Ísleif- ur Gunnarsson söngvari hljómsveit- arinnar Motion Boys. Um þessar mundir eru nýir meðlimir að bætast í raðir bandsins og eru þeir ekki af verri endanum. „Þetta eru Viddi úr Trabant á bassa, Gísli Galdur verður á synth- um, Bjössi trommuleikari Mínuss verður á settinu og svo Tobbi nokk- ur sem var í Jeff Who á hljómborði og í bakröddum,“ segir Birgir rogginn. Motion Boys gaf út sitt fyrsta lag síð- asta sumar, Waiting to Happen, og var því hvarvetna tekið vel. Þá mönn- uðu hljómsveitina þeir Birgir Ísleif- ur og Árni+1, sem enn standa í for- grunni. „Við eigum enn eftir að æfa almennilega saman, svo það er erf- itt að fullyrða um framhaldið,“ segir Birgir ennfremur um stjörnubandið. Pottþéttur „hittari“ á leiðinni Frá því að lagið Waiting to Happen kom út hefur lít- ið heyrst í Motion Boys, en með- limirnir hafa verið dugleg- ir við upptök- ur þess í stað. Nýlega kláruðu þeir nýtt lag, Hold Me Clos- er to Your Heart, og er Birg- ir hæst- ánægður með útkomuna. „Sko ef þetta lag verður ekki hittari, þá veit ég ekki hvað hittari er. Við erum í raun hálfhræddir við það, óttumst hrein- lega að afleiðingar lagsins verði okk- ur um megn,“ segir Birgir, en lagið er vænt- anlegt í spil- un á næstu vikum. Af nýjum með- limum er það aðeins Viðar Hákon, Viddi úr Trabant, sem spil- ar en í kom- andi lögum má búast við allri hersingunni. Tónlist byggð á endurminningum úr æsku Það er erfitt að skilgreina tónlist Motion Boys. Einhvers konar hress raftónlist með áhrifum frá níunda áratugnum, en Birgir segir sjálfur að honum sé illa við að skilgreina tón- listina, enda gæti það haft takmark- andi áhrif. „Þegar ég og Árni fórum út í þetta verkefni vorum við staðráðnir í að gera tónlist sem væri byggð á minningum okkar um tónlist þegar við vorum að alast upp,“ segir Birgir og ítrekar að þeir hafi ekki einblínt á að ná einhverjum ákveðnum hljóm. „Okkur langaði bara að gera melódískt popp sem fjallaði um ástina.“ Á árinu er væntanleg plata frá hljómsveitinni og verður gaman að fylgjast með því hvort að þetta nýmót- aða stjörnuband vinni stórvirki, eins og útlit er fyrir. dori@dv.is föstudagur 12. janúar 200780 Helgarblað DV Plötufyrirtækið Jive sem Britn- ey Spears er á mála hjá segir ekkert til í þeim sögusögnum að Britney verði sparkað. Britney hefur sjald- an eða aldrei verið jafnmikið á síð- um slúðurblaðanna og undanfarna mánuði. Því miður hennar vegna hefur umfjöllunin aðallega verið neikvæð og stúlkan verið dugleg við láta mynda sig með bókstaflega allt niður um sig. Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra vestanhafs að útgáfurisinn Jive hafi ætlað að sparka Britn- ey vegna óánægju með nýja efn- ið frá henni og stanslauss gjálífis. Talsmaður fyrirtækisins segir hins vegar ekkert til í þessum orðrómi og að Britney sé með örugga stöðu innan fyrirtækisins. Þetta eru því fyrstu jákvæðu fréttirnar fyrir Britney greyið í lang- an tíma þar sem hefur verið hamr- að á henni fyrir bæði gjálífi og að vera slæm móðir. Söngkonan setti yfirlýsingu á vefsíðu sína ekki alls fyrir löngu þar sem hún lofaði aðdáend- um sínum að taka sig á og snúa tví- efld til baka eftir þessa erfiðu tíma. Plötufyrirtækið Jive segir ekkert til í þeim sögusögnum að poppprinsessa n Britney Spears verði leyst undan samningi: britney ekki Sparkað af útgefendum Hljómsveitin Motion Boys komst í síðustu viku á lista DV yfir þær hljómsveitir sem vert er að taka eftir á árinu. Nú hefur bandið gerst mun áhugaverðara, en í hópinn hafa bæst nýir meðlimir, meðal annarra Bjössi úr Mínus og Viddi úr Trabant. Í vændum er svo nýtt lag frá sveitinni og segir Birgir Ísleifur Gunnarsson söngvari sveitarinnar að þarna sé á ferðinni „sjúr hittari.“ Valtýr byrjar á X-inu í dag Eins og glöggir hafa tekið eftir er útvarpsstöðin XFM ekki lengur í loftinu. Margir sportistar hafa eflaust saknað þáttarins Mín skoðun sem var í umsjón íþróttafréttamannsins Valtýs Björns. Það er alveg óþarfi að örvænta því Valtýr hefur fært sig yfir á X-ið 977 þar sem hann mun viðhalda gömlum venjum. Valtýr hefur störf á X-inu í dag og segir hann sjálfur að nýi þátturinn muni líkjast Minni skoðun að mörgu leyti. Valtýr verður í loftinu á milli klukkan 10 og 12 í dag. Þyrnirósar- sVefn fM 957 Svo virðist vera að þeir sem sjá um tilnefningar til hlustendaverð- launa útvarps- stöðvarinnar FM 957 hafi sofið af sér árið 2006 eins og það leggur sig. Flestir þeirra listamanna sem koma við sögu eru tilnefndir fyrir efni sem gefið var út á árinu 2005. Til dæmis komu fjórar af þeim fimm plötum sem tilnefndar eru til plötu ársins út árið 2005. Um er að ræða plöturnar Undir þínum áhrifum með Sálinni, My Delusions með Ampop, Emotion- al með Trabant og Death Before Disco með Jeff Who? Fjöldi annarra tilnefninga eru fyrir efni frá árinu 2005. ítölsk og íslensk raftónlist Haldnir verða heljarinnar raftónlistartón- leikar á Stúdenta- kjallaranum í kvöld, föstudag- inn 12. janúar. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modon- ese Palumbo og Paul Beauchamp. Fabrizio er frá Ítalíu og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Jarboe og Xiu Xiu. Hann hefur getið sér gott orð fyrir tónlist sína sem og Paul Beauchamp, sem meðal annars hefur unnið með Steve Mackey. Evil Madness er hálfgerð súpergrúppa en í henni eru Jóhann Jóhannson, Curver, Dj Musician og Sigtryggur og Helgi úr Stilluppsteypu. Gott fjör á Stúdentakjallaranum í kvöld og verður húsið opnað kl. 10. Ekki rekin Britney verður ekki leyst undan samningi hjá jive þrátt fyrir neikvæða umfjöllun. Alltof mikið djamm Britney greyið hefur oft litið betur út. Gísli Galdur Verður á synthum og syngur jafnvel bakraddir. Björn Stefánsson trommari Mínuss Ætlar að standa pliktina á trommusettinu. Björn var valinn fjórði besti trommuleikari í heimi af lesendum tímaritsins Metal Hammer í fyrra. Viðar H. Gíslason úr Trabant Viddinn dettur í gang með látum og plokkar bassann af alkunnri snilld. Hljómsveitin Motion Boys Birgir Ísleifur gunnarsson og Árni rúnar, betur þekktur sem Árni+1. Verulegur liðsstyrkur hefur bæst hljómsveitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.