Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 8
Mörkin milli Eignarhaldsfélags Byrg-
isins ehf. og líknarfélagsins Byrgis-
ins eru afar óskýr. Eignarhaldsfélag
Byrgisins, sem er að fullu í eigu Guð-
mundar Jónssonar forstöðumanns,
leigði Byrginu nokkra bíla, þar af tvo
Land Rover Discovery jeppa árgerð
2006, en bílarnir voru endurnýjaðar
árlega og hefur forstöðumaður með-
al annars haft aðra bifreiðina til af-
nota. Forstöðumaður samdi bæði
fyrir hönd eignarhaldsfélagsins og
líknarfélagsins um leigu á bílunum.
Samkvæmt bókhaldi félagsins nam
leiga bílanna nærri fjórtán milljón-
um króna. Þá er heildarkostnaður
vegna bensín- og olíukaupa Byrgis-
ins á sjöttu miljón króna.
Tvö kreditkort voru notuð vegna
reksturs Byrgisins, annars vegar per-
sónulegt kort Guðmundar og hins
vegar kort Eignarhaldsfélags Byrgis-
ins ehf. Á tímabilinu greiddi Byrgið
samtals 24,9 milljónir vegna úttekta
á kortunum. Eftir skoðun á kortayfir-
litum mátu stjórnendur Byrgisins að
um þriðjungur af útgjöldum kredit-
korta á tímabilinu væru einkaútgjöld
Guðmundar, eða því sem nemur
rúmlega átta milljónum króna. Enn
eru þó stórar fjárhæðir óútskýrðar og
Ríkisendurskoðun tekur skýringarn-
ar ekki gildar.
Gróf bókhaldsbrot
Guðmundur Jónsson annaðist
ekki færslu bókhalds, en fjármál fé-
lagsins voru þó að miklu leyti í hönd-
um hans. Að því er Ríkisendurskoð-
un segir voru ársreikningar félagsins
prentaðir beint út úr bókhaldskerfi
þess án allra skýringa og jafnframt
hafi þeir ekki verið endurskoðaðir.
Hvorki laun starfsmanna né verk-
takagreiðslur hafa verið talin fram til
skatts, engir launaseðlar hafa fund-
ist og enginn virðist hafa framvísað
reikningum vegna verktakagreiðslna.
Í bókhaldi og ársreikningi Byrgisins
er launakostnaður til starfsmanna fé-
lagsins ranglega tilgreindur og sagð-
ur vera 5,5 milljónir króna, en sam-
kvæmt skýrslunni nemur fjárhæðin
12,7 milljónum króna. Þessu til við-
bótar hafa starfsmenn Byrgisins lát-
ið bókfæra hjá félaginu útgjöld sem
eru því alls óviðkomandi að andvirði
15,6 milljóna króna.
Óútskýrð einkagjöld
Guðmundur hefur ekki getað gert
grein fyrir því hvernig háar fjárhæð-
ir sem bókaðar hafa verið í Byrg-
inu tengdust starfseminni og vegna
skorts á gögnum getur Ríkisendur-
skoðun ekki fallist á að þau tengist
rekstri Byrgisins. Kostnaður vegna
áhalda- og tækjakaupa Byrgisins frá
ársbyrjun 2005 nemur samtals um
3,8 milljónum króna. Þar af voru 24
farsímar keyptir fyrir 670 þúsund
krónur og gáfu stjórnendur þá skýr-
ingu að algengt hafi verið að farsímar
starfsmanna hafi horfið og því nauð-
synlegt að endurnýja þá reglulega.
Við athugun Ríkisendurskoðun-
ar var einungis hægt að staðfesta að
rúmur helmingur áhalda og tækja,
sem keypt voru á tímabilinu væru til
staðar. Stjórnendur sögðu það sem
upp á vantaði, ýmist hafa skemmst
eða skjólstæðingar þeirra fengið það
að gjöf að meðferð lokinni.
Fréttir DV
Samdi við
sjálfan sig
Guðmundur Jónsson gekk frjálslega um sjóði Byrgisins sam-
kvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Hann á Eignarhaldsfélag
Byrgisins sem átti í miklum viðskiptum við líknarfélagið. Guð-
mundur er talinn hafa grætt gnótt á viðskiptum Byrgisins við
eignarhaldsfélagið. Sígarettur, kjúklingabitar, lúxusjeppar og 24
farsímar voru á kostnað líknarfélagsins.
Tvær hafa kærT
Guðmund
Ólafur Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Selfossi, staðfesti í
samtali við DV að tvær kærur hafi
borist gegn Guðmundi Jónssyni
í Byrginu. Báðar kærurnar snúa
að kynferðislegri misnotkun Guð-
mundar á skjólstæðingum sínum,
en hvorug kvennanna kærði Guð-
mund vegna meints fjármálamis-
ferlis hans.
„Tvær konur hafa kært Guð-
mund Jónsson og er rannsókn haf-
in. Meint brot Guðmundar geta
hugsanlega fallið undir 197. grein
almennra hegningarlaga, þar sem
segir að ef umsjónarmaður eða
starfsmaður í fangelsi, geðsjúkra-
húsi, vistheimili, uppeldisstofn-
un eða annarri slíkri stofnun hafi
samræði við vistmann á stofnun-
inni varði það fangelsi allt að 4
árum,“ segir hann.
Erfitt getur hins vegar verið að
fella Byrgið undir þessa grein, því
Byrgið er skilgreint sem kristilegt
líknarfélag. Að sögn Ólafs Helga
getur málið einnig varðað við 198.
grein almennra hegningarlaga, en
í henni er kveðið á um að sá sem
misnoti aðstöðu sína og hafi sam-
ræði við skjólstæðing í trúnaðar-
sambandi skuli sæta allt að þriggja
ára fangelsisvist.
Guðmundur hefur ákveðið að
kæra aðra konuna fyrir nauðgun.
Tekjur oG Gjöld ByrGiSinS 2005 oG fyrSTu Tíu
mánuði árSinS 2006 í milljónum króna
Bókfærðar tekjur 73,9
Innheimtar óbókfærðar tekjur 22,3
Tekjur alls 96,2
Bókfærð og/eða greidd útgjöld 86,6
Bókfærð og/eða greidd einkaútgjöld -15,6
Ekki bókunarhæft en bókfært -19,9
Útgjöld alls 51,1
Mismunur tekna og gjalda 45,2
Ólafur Helgi Kjartansson Hann
segir tvær konur hafa kært Guðmund
Jónsson.
Eftir skoðun á korta-
yfirlitum mátu stjórn-
endur Byrgisins að
um þriðjungur af út-
gjöldum kreditkorta
á tímabilinu væru
einkaútgjöld Guð-
mundar, eða því sem
nemur rúmlega átta
milljónum króna.
Greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins sýnir að
stórfelld óreiða var á fjármálum félagsins. Stjórnendur Byrgisins
eiga eftir að gera fullnægjandi grein fyrir á fimmta tug milljóna
króna frá árinu 2005 og fyrstu tíu mánuðum ársins 2006.
Guðmundur Jónsson
Fyrrverandi forstöðumaður
Byrgisins.
ValGeir örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is