Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 14
föstudagur 19. janúar 200714 Fréttir DV
Þrettán sendiherrar án sendiráða
tæpur helmingur allra sendiherra Íslands er við skrif stofustörf Í reykjavÍk
Þrettán sendiherrar vinna nú í
utanríkisráðuneytinu við Rauðar
árstíg og hafa ekkert sendiráð. Þetta
er tæpur helmingur allra sendi
herra Íslands, en þeir eru alls þrjá
tíu. Á þessu kjörtímabili hafa verið
skipaðir sautján nýir sendiherrar.
Davíð Oddsson skipaði tíu þeirra
á því rúma ári sem hann var utan
ríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson
skipaði fimm og Geir H. Haarde
tvo. Á sama tíma hafa átta sendi
herrar látið af störfum og nokkrir
starfsmenn sendiráða hafa flust til
innan utanríkisþjónustunnar.
Lágmark þriðjungur
sendiherra heima
Sú hefð hefur skapast í utanrík
isþjónustunni að hver sendiherra
starfi í fjögur til fimm ár í einu
landi, flytjist um set og starfi í fimm
ár í öðru landi, komi loks til Íslands
og vinni í fjögur til fimm ár í utan
ríkisráðuneytinu. Þannig er það
viðtekin venja að í það minnsta
þriðjungur allra sendiherra sé á
Íslandi, án sendiráða.
Ráðuneytið heldur úti 29 sendi
skrifstofum í 20 löndum. Þar af
eru sex skrifstofur sem heyra und
ir Þróunarsamvinnustofnun Ís
lands og aðrar sex skrifstofur sem
tilheyra fastanefndum og ræðis
mannsskrifstofum.
Margvísleg verkefni
Þeir sendiherrar sem heima
sitja vinna að ýmsum verkefn
um í utanríkisráðuneytinu. Til að
mynda gegnir Júlíus Hafstein stöðu
skrifstofustjóra ferðamála og við
skiptaþjónustu á meðan Berglind
Ásgeirsdóttir er skrifstofustjóri
viðskiptaskrifstofu og Benedikt
Jónsson starfsmaður viðskipta
skrifstofu. Eiður Guðnason er
skrifstofustjóri upplýsinga, menn
ingarmála og ræðistengsla. Helgi
Ágústsson er við sérstök störf.
Utanríkisráðuneytið eykur
eyðsluna
Það kostaði 2,5 milljarða króna
að reka sendiráð og aðalskrifstof
ur utanríkisráðuneytisins á síðasta
ári. Þetta er þriðjungur þeirrar fjár
hæðar sem ráðuneytinu var ætluð
á síðasta ári samkvæmt fjárlögum.
Heildarútgjöld ráðuneytisins voru
þá sjö og hálfur milljarður.
Eins og fram hefur komið hafa
útgjöld utanríkisráðuneytisins
aukist um 75 prósent á kjörtíma
bilinu. Þetta er mesta útgjalda
aukning allra ráðuneyta á þessu
tímabili. Næst kemur félagsmála
ráðuneytið með 40 prósenta út
gjaldaaukningu.
800 milljóna fasteign í Tókýó
Fasteign fyrir sendiráð Íslands í
Tókýó kallaði á 800 milljóna króna
aukafjárveitingu. Rekstur sendiráðs
ins þar kostar 113 milljónir króna á
ári. Þessi útgjöld voru gagnrýnd við
afgreiðslu fjárlaga haust
ið 2001 og sagði Ög
mundur Jón
asson,
Vinstri
hreyf
ing
unni grænu framboði, meðal
annars að þessi fjárfesting
benti til þess að Halldór Ás
grímsson væri ekki í tengsl
um við íslenskan raun
veruleika og væri orðinn
of mótaður af fínum hót
elum.
Nú hefur verið ákveð
ið að opna aðalræðisskrif
stofu Íslands í Færeyjum.
Það verður fyrsta sendiskrif
stofa erlends ríkis í Færeyjum.
Fjárútlát vegna öryggisráðs
Þegar Norðmenn náðu kosn
ingu í ráðið árið 2000 lýsti Hall
dór Ásgrímsson því yfir að barátta
Norðmanna hefði kostað mikið fé
og það ylli honum áhyggjum með
tilliti til framboðs Íslendinga. Einar
Oddur Kristjánsson reið á vaðið og
taldi að kostnaðurinn gæti hlaupið
á bilinu 800 til 1000 milljónir. Lang
mest af útgjaldaaukningu utanrík
isráðuneytisins fellur undir margs
konar þróunarmál og aðstoð.
Það er talið skipta máli við
framboð til öryggisráðsins að við
komandi ríki hafi staðið rausnar
lega að þróunaraðstoð og þróun
arsamvinnu. Samkvæmt samþykkt
allsherjarþings Sameinuðu þjóð
anna frá 1970 er miðað við að
ríkar þjóðir leggi 0,7 prósent af
landsframleiðslu til þróunarmála.
Íslendingar eru komnir hálfa leið
að þessu marki, meðal annars fyrir
tilstilli Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands.
sendiherrar geirs
Grétar Már Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra gagnvart
Evrópuráði í Strassborg
sendiherrar davÍðs
Albert Jónsson, Washington
Guðmundur Árni Stefánsson, Stokkhólmi
Hannes Heimisson, Helsinki
Helgi Gíslason, hættur
Kristján Andri Stefánsson, eftirlitsstofnun EFTA, ESA
Markús Örn Antonsson, Ottawa
Ólafur Davíðsson, Berlín
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Pretoría
Sveinn Á. Björnsson, hættur
Sighvatur Björgvinsson,
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
sendiherrar halldórs
Bergdís Ellertsdóttir,
skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu
Berglind Ásgeirsdóttir,
skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu
Guðmundur Eiríksson, í leyfi
Stefán Skjaldarson, Ósló
Tómas Ingi Olrich, París
SIGTryGGUr JÓHAnnSSOn
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Utanríkisráðuneytið tæpur
helmingur allra sendiherra þessa
lands vinnur í utanríkisráðuneyt-
inu við rauðarárstíg. nú vinna þar
þrettán sendiherrar.
Valgerður Sverrisdóttir Hefur
nú verið utanríkisráðherra í rétt
rúmt hálft ár. Hún hefur ekki
ennþá skipað sendiherra.
Geir H. Haarde Bætti
tveimur sendiherrum í liðið.
Hann var utanríkisráðherra í
átta og hálfan mánuð.