Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Síða 19
Vantar trúverðugleika
Ágúst Ólafur Ágústsson hefur setið á Alþingi frá 2003, en
hann er þingmaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Á lands-
fundi flokksins árið 2005 var hann kjörinn varaformaður Sam-
fylkingarinnar og er að auki í stjórn flokksins. Þá hefur hann
einnig setið í stjórn þingflokksins og er í fulltrúaráði Samfylking-
arinnar í Reykjavík. Ágúst Ólafur er líka tengiliður þingflokksins
við félagsskapinn 60+, sem er félag eldri borgara í Samfylking-
unni.
Virkur á þinginu
Á Alþingi hefur Ágúst Ólafur verið mjög virkur og beitt sér
fyrir fjölmörgum málum. Má þar nefna afnám fyrningarfrests í
kynferðisafbrotum gegn börnum, löggjöf um óháðar rannsókn-
arnefndir, löggjöf gegn heimilisofbeldi, aukna vernd heimild-
armanna fjölmiðla, lögfestingu Barnasáttmálans, rannsókn á
þunglyndi meðal eldri borgara, úttekt á mistökum og öryggi í
heilbrigðiskerfinu, afnám auglýsingabanns hjá heilbrigðisstétt-
um, sérdeild fyrir unga fanga og lækkun á skattbyrði einstakl-
inga. Þá barðist Ágúst Ólafur ötullega gegn niðurlagningu MFS-
fæðingarþjónustunnar. Á kjörtímabilinu hefur hann einnig setið
í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, allsherjarnefnd svo og í
heilbrigðis- og trygginganefnd. Þá er hann varamaður í utanrík-
ismálanefnd.
Góður drengur sem vill vel
Ágúst Ólafur þykir hafa sýnt mikinn eldmóð og áhuga í störf-
um sínum í þinginu og fáir sem hafa barist jafn ötullega fyrir jafn
mörgum málum. Þrátt fyrir það og varaformennsku í flokknum
eru samflokksmenn hans ekki bjartsýnir á framtíð hans sem
leiðtoga.
Þeir samfylkingarmenn sem DV ræddi við sögðu að enginn
efaðist um að Ágúst Ólafur vildi vel og væri góður drengur. Hann
hefði bara ekki þann trúverðugleika og sannfæringarkraft sem
góður stjórnmálamaður þyrfti að hafa. Það háði honum hvað
hann væri ungur og virkaði reynslulítill þótt hann hefði reyndar
heilmikla reynslu.
Ekki líklegur framtíðarleiðtogi
Öllum viðmælendum bar saman um að Ágúst Ólafur væri vel
liðinn persónulega og hefði náð ágætum árangri. Hann væri þó
ekki sterkur inni í flokknum og engum þeirra sem blaðið ræddi
við þótti líklegt að hann tæki einhvern tíma við forystu flokks-
ins. Hann væri hugsanlega líklegri en margir aðrir en langt í frá
líklegastur. Aftur voru nefndir til dæmis Árni Páll, Björgvin Sig-
urðsson og jafnvel Guðmundur Steingrímsson sem kæmu ekki
síður til greina.
Menn bentu á að enn væru
tvö ár í að forystan yrði end-
urskoðuð og allt gæti gerst
á því tímabili. Einlægni og
baráttuhugur Ágústs Ólafs
væru góðra gjalda verð en
hann hefði ekki það pól-
itíska „karisma“ sem væri
nauðsynlegt stjórnmála-
leiðtogum. Að minnsta
kosti ætti hann enn langt í
land með að sanna sig.
Ágúst Ólafur er kvæntur Þor-
björgu S. Gunnlaugsdóttur
lögfræðingi og þau eiga
tvær dætur, Elísa-
betu Unu, 4 ára,
og Kristrúnu, 1
árs. Ágúst Ól-
afur skipar
fjórða sætið á
lista Samfylk-
ingarinnar í
Reykjavík. EJ
DV Fréttir föstudagur 19. janúar 2007 19
Talsvert persónufylgi
Katrín Júlíusdóttir
hefur setið á Alþingi fyr-
ir Samfylkinguna síð-
an árið 2003. Hún hefur
setið í fjárlaga- og iðn-
aðarnefnd þingsins, svo
og í menntamála-, alls-
herjar- og félagsmála-
nefnd. Áður en hún tók
sæti á Alþingi hafði hún
sinnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum innan jafn-
aðarmannahreyfing-
arinnar og sat meðal
annars í framkvæmda-
stjórn Samfylkingar-
innar 2000–2003, þar
af sem varaformaður
2001–2003. Katrín var
formaður Ungra jafnað-
armanna, ungliðahreyf-
ingar Samfylkingarinnar,
2000-2001 og sat í stjórn
Evrópusamtakanna um
nokkurra ára skeið.
Heilablóðfall tæplega þrítug
Katrín þurfti að gera tveggja mánaða hlé á setu sinni á Al-
þingi veturinn 2004, þá tæplega þrítug, þar sem hún fékk blóð-
tappa við litla heila en blóðtappinn kom í ljós eftir að hún fór að
finna fyrir gríðarlegum verkjum í höfði og andliti. Hún sagðist,
eftir veikindafríið, hafa tekið veikindunum með mikilli ró og
hafa þá afstöðu til lífsins að allir lendi í einhverju erfiðu. Þetta
færi einfaldlega í reynslubankann hennar.
Í störfum sínum á Alþingi hefur Katrín barist fyrir bættum
lífskjörum barnafjölskyldna og bættum kjörum eldri borgara,
námsmanna og öryrkja. Þá hefur hún meðal annars barist fyrir
aukinni samvinnu við Evrópu með fulla aðild að ESB í huga og
barist gegn vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu.
Þrátt fyrir þessi góðu baráttumál virðist Katrín ekki á fljúgandi
siglingu innan Samfylkingarinnar. Viðmælendur blaðsins sögðu
hana ekki hafa nægilegt fylgi almennt innan flokksins þótt hún
hefði reyndar talsvert persónufylgi.
Of mikið í glanstímaritum
Sumir gagnrýndu hana fyrir að hafa komið of mikið fram í
viðtölum í glanstímaritum þar sem hún talaði meira um lík-
amsrækt og kjólana sína en stjórnmálabaráttuna. Hún væri
vissulega glæsileg og flott kona en hefði ekki náð sérstökum
pólitískum árangri.
Nokkrir viðmælenda hrósuðu þó Katrínu fyrir þrautseigju
og dugnað og einn nefndi að hún hefði sýnt mikið hugrekki
þegar hún tjáði sig opinskátt um veikindi sín í samfélagi sem
væri fullt af fordómum.
Ekki framtíðarleiðtogi
Enginn viðmælenda blaðsins sá þó framtíðarleiðtoga í Katr-
ínu. Þeir ítrekuðu samt að engin leið væri að spá
um hvernig ferill hennar innan flokksins myndi
þróast, enn sem komið væri hefði hún einfald-
lega ekki sýnt þann styrk sem til þyrfti sem leið-
togaefni. Margir aðrir voru nefndir sem líklegri
kandídatar, eins og Helgi Hjörvar, Árni Páll og
Björgvin Sigurðsson, ásamt Kristrúnu Heimis-
dóttur.
Einn flokksbróðir Katrínar sagði þó að
hún væri vaxandi stjórnmálamaður og
hann væri alls ekki einn um að binda
miklar vonir við hana.
Katrín er ógift en á soninn Júlíus, sjö
ára. Katrín skipar annað sætið á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi. EJ
Erfið kosningabarátta
fram undan
Niðurstaða síðustu kosninga var góður sigur fyrir Samfylk-
inguna, þótt fylgið hafi dalað nokkuð undir lok kosningabarátt-
unnar. Markmið flokksins náðist þó ekki: Framsóknarflokkur-
inn áleit samstarf með Sjálfstæðisflokknum heillavænlegra en
stjórn með Samfylkingunni.
Samfylkingin gengur til komandi kosningabaráttu í nokk-
urri lægð. Fylgið hefur heldur minnkað í skoðanakönnunum,
flokkurinn er ásakaður um stefnuleysi og formaðurinn liggur
undir ámæli fyrir að slá rangan tón í málflutningi sínum. Þeg-
ar ekki gengur samkvæmt væntingum verða flokkar að líta
í eigin barm. Fylgi flokksins dalaði mikið í aðdraganda sveit-
arstjórnarkosninganna, enda var kosningabarátta flokksins í
Reykjavík með eindæmum ruglingsleg og illa skipulögð. Án efa
hefur þessi misheppnaða kosningabarátta ýtt undir stefnuleys-
isímynd Samfylkingarinnar. Bjóði flokkurinn upp á eitthvað
viðlíka í komandi kosningabaráttu blasir fylgishrun við.
Þegar litið er yfir stefnu og málflutning Samfylkingarinnar
standast ásakanir um stefnuleysi heldur illa, sem segir þó auð-
vitað ekkert um vinsældir stefnumálanna. Samfylkingin á því
við ímyndar- og trúverðugleikavanda að etja. Hér vega um-
hverfismálin þyngst, en mörgum hefur fundist flokkurinn ekki
vita í hvorn fótinn hann eigi að stíga. Þetta er auðvitað rétt, þó
skýr stefna hafi á endanum verið mótuð.
Prófkjör Samfylkingarinnar tókust flest heldur illa, þó fram-
bjóðendur (sérstaklega sigurvegararnir) hafi keppst við að lýsa
því hversu glæsileg prófkjörin hefðu verið. Í síðustu kosningum
voru konur í miklum meirihluta í kjósendahópi Samfylking-
arinnar. Sé þetta haft í huga eru framboðslistar flokksins hálf-
gert grín: ein kona leiðir lista (formaðurinn sjálfur) og konur
fá víða að dingla í vonlitlum baráttusætum. Staða kvenna hef-
ur því stórversnað í Samfylkingunni frá síðustu kosningum og
ástand mála þar ekki skömminni skárra en í Sjálfstæðisflokkn-
um. Formaður flokksins verður því upp á eigin spýtur að vinna
upp þetta augljósa ójafnvægi kynjanna, en líkast verður það
þrautin þyngri.
Samfylking á erfiða kosningabaráttu fyrir höndum og verð-
ur að reka hana vel og skipulega. Flokkurinn og formaður hans
eiga mikið inni og eiga eflaust eftir að sækja í sig veðrið. Að lík-
indum mun flokkurinn tapa einhverju fylgi, en – ólíkt síðustu
kosningum – ná því markmiði sínu að fella ríkisstjórnina og
setjast í ríkisstjórn.
Birgir Hermannsson
langt frá 40 prósenta markmiði
2003: 31% - 20 þingsæti - 9 þingkonur
2007: nýjasti þjóðarpúls
CapaCent gallup: 23,8% - 16 þingsæti
Samfylkingin átti stóran þátt í R-listan-
um í Reykjavík og í borgarstjórnarkosn-
ingunum 2002 vann listinn glæsilegan
sigur, með Ingibjörgu Sólrúnu og Stefán
Jón Hafstein í fararbroddi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vann góðan
sigur í formannskjöri Samfylkingarinnar á
landsþingi flokksins í Egilshöll 2005. Mik-
il bjartsýni ríkti meðal flokksmanna eftir
landsfundinn.
framtíðin?
framtíðin?
fylgi samfylkingarinnar á landsvísu 1999–2007