Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 20
föstudagur 19. janúar 200720 Fréttir DV SÁTT AÐ HAFA REYNT AÐ FÁ BARN Breytt löggjöf í Kína takmarkar möguleika til ættleiðinga.Mun erfiðara verður fyrir einhleypinga að ættleiða Íslensk ættleiðing er eina félag- ið á Íslandi sem hefur heimild frá dómsmálaráðuneytinu til að ann- ast ættleiðingar barna frá útlönd- um. Árið 2000 gengu í gildi lög um að einstaklingar geti sótt um að ætt- leiða. Síðan þá hafa sautján einstakl- ingar ættleitt börn frá Kína sem er eina landið sem Íslensk ættleiðing hefur gert samning við sem heimil- ar einstaklingum að ættleiða. Arnheiður Runólfsdóttir, ein- stæð kona sem hefur beðið í þrjú ár eftir að ættleiða barn frá Kína, seg- ir að þegar Kínverjar breyti reglum sínum í vor, þannig að einstakling- ar fái ekki lengur að ættleiða börn þaðan, þá hafi líkur hennar á að geta ættleitt barn næstum orðið að engu þar sem Íslensk ættleiðing er ekki í sambandi við fleiri lönd sem heimila einstaklingum að ættleiða. „Mér finnst persónulega að Ís- lensk ættleiðing hafi engan áhuga á að sinna þeim umsóknum þar sem einstaklingar sækja um að ættleiða börn og mér finnst það skína í gegn eftir þau samskipti sem ég hef haft við Íslenska ættleiðingu að áhuga- leysi þeirra er algjört,“ segir Arn- heiður. Hún segir að sú staðreynd að sífellt fleiri kjósi að búa einir geri það ekki að verkum að hún sem einstæð kona sé á einn eða annan hátt vanhæfari um að ala upp barn en þeir sem eru í sambúð. Arnheið- ur segir að þrátt fyrir að ættleiðing- in hafi unnið gott starf í gegnum tíðina þá sé ekki að sjá að félagið leitist við að afla nýrra sambanda til að auðvelda fólki að ættleiða. Þau lönd sem Íslensk ættleiðing er í sambandi við eru Kína, Indland, Taíland, Kólumbía og Tékkland. Bíður eftir kraftaverki Arnheiður segir að henni finn- ist slæmt að félagasamtök séu einu aðilarnir sem hafi með ættleiðingar að gera því ef þau standa sig ekki þá er ekki hægt að kæra þau. Hún seg- ir að hún hafi reynt að gera sér ekki of miklar vonir þegar hún sótti um að ættleiða barn frá Kína svo von- brigðin yrðu ekki eins mikil. „Ég lifi lífinu þótt ég sé ein og tek einn dag í einu en innst inni vonast ég eftir kraftaverki. Kannski kynnist ég draumaprinsinum, hver veit, en ég get allavegana verið róleg á elli- heimilinu því ég reyndi að minnsta kosti að eignast barn og ég er sáttari vegna þess,“ segir Arnheiður. Hún segir að hún vilji sjá breytingar hjá Íslenskri ættleiðingu svo bæði ein- hleypir karlar og konur geti í náinni framtíð ættleitt börn. Vísar á bug allri gagnrýni Ingibjörg Jónsdóttir formaður Íslenskrar ættleiðingar segir það alls ekki rétt að félagið sinni ekki einhleypum umsækjendum. Hún segir að sá fjöldi einhleypra sem Kínverjar hafi samþykkt að ættleiði hafi fengið börn frá Kína síðan lög um að einhleypir gætu ættleitt voru samþykkt árið 2000. Ingibjörg segir að lögin í Kína muni ganga í gildi 1. maí á þessu ári og það séu nokkr- ar umsóknir einhleypra kvenna komnar til Kína og vonast Ingibjörg til að þær fái sín börn. „Við höfum ekki rétt á neinu barni í heiminum en við erum að leita leiða til að koma til móts við einhleypa umsækjendur okkar,“ segir Ingibjörg. Hún segir að Ís- lensk ættleiðing verði að sníða sér stakk eftir vexti því félagið fær ein- ungis sex og hálfa milljón frá ríkinu á ári. „Ef við fengjum meiri peninga og gætum ráðið til okkar fleira fólk þá gætum við gert meira, en það er ósanngjarnt að fara fram á það við okkur að við séum með sömu sambönd og Danir, því þar eru tugir starfsmanna sem hafa úr miklu meira fjármagni að spila til að vinna að þessum málum,“ seg- ir Ingibjörg. Hún vísar því alfarið á bug að um klíkuskap sé að ræða innan Íslenskrar ættleiðingar og allar umsóknir eru settar á biðlista eftir dagsetningu forsamþykkis frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég skil vel að þeir einstaklingar sem eru á lista hjá okkur til að ættleiða barn frá Kína séu sárir og svekktir yfir þess- um nýju reglum Kínverja. Ég hef sjálf gengið í gegnum þetta ferli því ég á tvær stelpur frá Indlandi og það er enginn sem veit betur en við sem höfum ættleitt hversu miklar vænt- ingar liggja að baki hverri umsókn,“ segir Ingibjörg. Danir leita fleiri leiða Ole Bertman hjá Danadopt, dönsku ættleiðingarfélagi, segir að það sé mjög slæmt fyrir einstakl- inga sem vilja ættleiða að Kína skuli útiloka þá frá því að geta ættleitt barn þaðan. Hann segir að dönsku ættleiðingarfélögin séu með milli- göngu um 600 ættleiðingar á ári, þar af 60 ættleiðingar einhleypra. Ole segir að dönsku ættleiðingar- félögin séu með sambönd við Víet- nam og Eþíópíu sem hingað til hafi heimilað einhleypum að ættleiða og þannig geti þeir komið til móts við einhleypa umsækjendur, sem hafi fjölgað mikið síðastliðin tvö ár og því þurfi að bregðast við. Ole segir engin samkynhneigð pör hafa ættleitt í Danmörku því samkvæmt dönskum lögum sé það ekki leyfi- legt en hann segist ekki spyrja þá einhleypu hvort þeir séu samkyn- hneigðir eða ekki. Hann segir að einungis einn karlmaður sé á skrá til að ættleiða barn og hann uppfylli öll skilyrði til að fá barn og muni fá það fljótlega. Félagasamtökin Íslensk ættleiðing eru harðlega gagnrýnd fyr- ir að veita umsækjendum ekki nægilega góða þjónustu og sinna ekki sem skyldi þeim einstaklingum sem sækja um að ættleiða börn erlendis frá. Foreldrasamtök ættleiddra barna segja á vef- síðu sinni að Íslensk ættleiðing reyni ekki að afla sambanda við önnur lönd og að nýjar reglur í Kína geri að verkum að ættleið- ingarferlið lengist og einstaklingar geti ekki lengur ættleitt börn erlendis frá. Einstæð kona Arnheiður Runólfsdóttir, sem hefur beðið í þrjú ár eftir að ættleiða barn frá Kína, segir að Íslensk ætt- leiðing hafi fordóma í garð einstæðra. Ingibjörg Jónsdóttir formaður Íslenskrar ættleiðingar „Ef við fengjum meiri peninga og gætum ráðið til okkar fleira fólk þá gætum við gert meira.“ Þingmenn ættleiða tveir þingmenn sem hafa ætt- leitt börn frá útlöndum, þau össur skarphéðinsson og Þórunn svein- bjarnardóttir, eru sammála um að síðan ný lög gengu í gildi um ætt- leiðingar einstaklinga og nú ný- verið um ættleiðingar samkyn- hneigðra sé brýn þörf á að mynda sambönd við lönd sem hafa rýmri reglur um ættleiðingar einstaklinga og samkynhneigðra. „Það eru fá lönd tilbúin til að leyfa ættleiðingar til einstæðra og samkynhneigðra en ég veit til þess að sendiráð okkar í ákveðnum lönd- um hafa verið mjög hjálpleg með milligöngu um ættleiðingar og tel ég sjálfsagt að utanríkisþjónustan ætti að hafa meiri afskipti af þess- um málum en gert er,“ segir öss- ur skarphéðinsson alþingismaður. össur ættleiddi á sínum tíma tvær stúlkur frá Kólumbíu og þekkir vel þessi mál af eigin raun. „Það var tvennt sem kom til þegar ég ákvað að sækja um að ættleiða barn frá útlöndum. annað voru lög sem gengu í gildi árið 2000 um að einhleypir gætu ættleitt og í sama mund náðust samningar við Kína um ættleiðingar og þar opn- aðist möguleiki fyrir einhleypa sem var ekki opinn áður,“ segir Þórunn sveinbjarnardóttir alþingismaður. Þórunn segir það hafa verið frábært að fá dóttur sína frá Kína árið 2003 og hún fullyrðir að það sé mjög góð reynsla af því að einhleypir ættleiði börn. Hún segir að Íslensk ættleiðing sé lítið félag sem fái ekki mikla peninga frá ríkinu og hing- að til hafi ekkert frumkvæði kom- ið frá íslenskum stjórnvöldum um að skipta sér meira af ættleiðing- armálum. „Það væri hægt að gera meira en það þarf að gera að vel undirbúnu máli og vanda vel til því það eru líf barna í húfi. Mér finnst hryggilegt að kínversk stjórnvöld skuli herða reglur sínar en það eru ekki mannréttindi að eignast barn og upprunaland barnanna ræður alltaf ferðinni,“ segir Þórunn. Össur Skarphéðinsson „Ég tel sjálfsagt að utanríkis- ráðuneytið hafi meiri afskipti af ættleiðingarmálum.“ Þórunn Sveinbjarnardótt- ir “Ég fullyrði það að það er mjög góð reynsla af því að einhleypir ættleiði börn.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.