Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 22
Sama hvað þú gerir í lífinu þá skiptir mestu að
það líti vel út alla leið. Eitt besta dæmið er ef þú ger-
ir út vændiskonur. Ímynd melludólga dagsins í dag er
byggð á svörtum götudólgum stórborga BNA. Þeir eru
viðbjóðslega töff. Ganga í sérsaumuðum, litríkum föt-
um, með kögri og loðkraga. Þeir nota hatta með fjöðr-
um og tígrismynstri. Þeir ganga í leðri, silki og skórn-
ir þeirra eru úr krókódílaskinni. Þeir keyra sérútbúna
kadilakka, drekka úr eðalsteinsskreyttum kaleikum úr
platínu. Þeir tala æðislegt slangur og heita svakalegum
nöfnum á borð við Daddy Mack,
Tricktickler Trey, Pimp-A-Lot,
Sneed Smooth. Og metrósexú-
al hvað? Þessir gæjar hafa látið
farða, naglalakka og handsnyrta
sig í hartnær 100 ár. Þeir eru
klæddir í bleikt og eiga ljósbláa
bíla en engum dettur í hug að
þeir séu samkynhneigðir. Hug-
takið „pimp“ er í dægurmenn-
ingu notað um náunga sem er
umvafinn konum og á ekkert í
vandræðum með það. Þáttur-
inn Pimp My Ride á MTV vísar
til þess hvernig dólgarnir hlaða skrauti og aukahlutum
á sjálfa sig, bílana sína og húsnæði. Þetta er allt í já-
kvæðri merkingu. Sjálfsævisaga eins alþekktasta dólgs
vesturlanda heitir Pimp. Þar sýnir dólgurinn Iceberg
Slim (rapparinn/leikarinn Ice T nefndi plötu eftir hon-
um) hvernig þú gróflýgur til þín verðandi vændiskonur.
Hvernig kókaín er notað til að fá þær inn í bransann og
hvernig heróín er notað til að losna við þær þegar aldur
og útlit er farið að draga úr viðskiptum. Vændiskonur
selja sig úti á götu, stanslaust, allan daginn, engin sturta
eða hvíld fyrr en að vinnudegi loknum. Dólgurinn fær
100% af innkomunni en þær fá í staðinn föt, fæði, gist-
ingu og eiturlyf til eigin neyslu. Konurnar eru læstar
inni og hýddar með vírum þegar „agavandamál“ koma
upp. Löðrungar dólgs eru daglegir og orðið „bitch-slap“
er dregið af þessum reglulegu handarbakshöggum.
Ekki hvað þú gerir heldur hvernig
Hughes-bræður (sem gerðu Menace to Society)
bjuggu til heimildarmynd sem
heitir American Pimp. Þar kem-
ur skýrt fram hvað lífsstíll dólga
er töff, allt þar til talað er við lög-
legan dólg í Nevada. Þá fyrst átt-
ar áhorfandinn sig almennilega
á hvað þetta lið er mikill við-
bjóður. Kúrekinn gat ekki falið
sig bak við neina parduskápu og
gullhringi. Hann var bara öm-
urlegur fantur í ljótum buxum
og svo hét hann Cody eða Dust-
in eða eitthvað álíka vonlaust.
Iceberg Slim fer öðruvísi að. Illa lyktandi vændiskon-
an sem er að rigna niður í skítakulda á götuhorni biður
dólginn að fá að setjast inn í bílinn hjá honum meðan
mesta rigningin gengur yfir. Hann dustar ímyndað ryk
af öxlunum meðan hann blæs út kannabisreyk og dillar
sér við diskófönk. Segir svo ískalt: „Reyndu að ganga á
milli regndropanna tík,“ og rennir upp bílrúðunni. Gæ-
inn er viðbjóður en mikið djöfull er hann svalur á með-
an. Lífsstíll þessara dólga er svo uppfullur af glamúr að
erfitt er að sjá illskuna fyrir glingri. Til að negla sein-
asta naglann í kistu fantasíunnar um „svala dólginn“
þá horfirðu á Lilja 4-ever eftir Lukas Moodysson. Sam-
bærilegt dæmi væri þá eistneskur lúði í rúskinnsmittis-
jakka með rennilás á ermunum sitjandi í Hondu Ci-
vic hlustandi á Scooter. Hann fær sér illa köttað pólskt
læknaspítt og hrognar út úr sér: „Seldu þig eða ég drep
þig, hóra.“ Viðbjóður út í gegn, ekkert töff við þetta. Það
sjá það allir enda heitir dólgurinn Meelis og kann ekki
að segja: „Gakktu milli dropanna!“.
föstudagur 19. janúar 200722 Helgarblað DV
Á sama tíma og stjórnarandstaðan talar frá sér vit og rænu og enginn hlustar, varla ræðumenn sjálfir, er annað og enn verra að gerast á Alþingi Íslendinga. Alþingi er í herkví eins ráð-herra. Menntamálaráðherra á mikið undir að breytingar á
rekstrarformi Ríkisútvarpsins verði að lögum. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir hefur svo oft verið gerð brottræk með þetta sama mál að það
er óviðunandi fyrir hana að gefast enn og aftur upp. Staða hennar og
sjálfsvirðing í stjórnmálum hangir á þessu máli. Það veit stjórnarand-
staðan og þess vegna er verr látið en ella.
En hvað sem segja má um menntamálaráðherra er það hjóm eitt
miðað við það sem segja má um Alþingi. Ráðherrann leggur ofurkapp á
þetta eina mál og þar með meirihluti þingsins. En mörg tákn eru á lofti
um að því fari fjarri að meirihluti þingmanna sé sammála ráðherran-
um um að gera breytingar á Ríkisútvarpinu. Miklu frekar er þjóðin að
verða vitni að því þegar ráðherraræðið tekur yfir þingræðið. Það hefur
gerst ítrekað að þingið verður afgreiðsludeild fyrir ráðherrana og það
er að gerast núna. Þegar rætt er við einstaka þingmenn í stjórnarflokk-
unum er ljóst að þeir hafa ekki sannfæringu fyrir mikilvægi breyting-
anna á Ríkisútvarpinu. Formaður menntamálanefndar, sem hefur það
hlutverk að bera hið umdeilda mál á borð
þingsins, er til að mynda yfirlýstur stuðn-
ingsmaður þess að selja Ríkisútvarpið, að
ríkið eigi ekkert með að vera í rekstri sem
þessum. En þingmaðurinn gerir sér grein
fyrir að hann hefur ekkert að segja, hon-
um er skipað að haga sér í samræmi við það
sem ráðherra vill hverju sinni. Sennilega er
það ástæða þess að sæti þingmannsins er
í mikilli hættu. Kannski eru kjósendur og
þá sérstaklega stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins ekki eins hrifnir af
þjónkuninni og ráðherrann.
Þingmenn hafa stundum þurft að leggjast lágt. Það getur ekki allt-
af verið gott að vera í liði og mega engu breyta, ekkert segja og ekkert
gera sem breytir gegn vilja ráðherranna. Síðustu ár hefur verið veru-
lega vegið að þingræðinu og ógnarstjórn Davíðs Oddssonar og Hall-
dórs Ásgrímssonar á sínu liði var mikil. Enn eimir eftir af harðræðinu
eins og glögglega má sjá á þjónkun stjórnarsinna við menntamálaráð-
herrann.
Alþingi Íslendinga hefur verið upptekið vegna einkamáls Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þess vegna hefur ekki
verið unnt að sinna öðrum málum. Stjórnarandstaðan talar frá sér vit
og rænu og enginn hlustar og enginn gerir neitt með það sem sagt er.
Enda er ekki ætlast til þess. Þegar búið er að ræða eitt og sama málið í
hundrað klukkustundir er komið nóg. Reyndar verður að telja stjórn-
arandstöðunni það til tekna að hún er kannski að berjast við að halda
uppi sóma Alþingis, nokkuð sem fótgönguliðar stjórnarflokkanna á Al-
þingi gera ekki.
Það eru áhöld um hvort hlutverkið er betra; að tala og tala í tómið
eða sýna algjört tómlæti og láta niðurlægja sig, að henda frá sér öllum
meiningum og skoðunum.
SigurjónM.Egilsson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Einkamál
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson
Alþingi Íslendinga hef-
ur verið upptekið vegna
einkamáls Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra.
Miklar umræður fara nú fram á vettvangi stjórn-
málanna um málefni Byrgisins. Ljóst er að stjórnvöld
hafa fullkomlega brugðist í því máli. Fram hefur kom-
ið að á árinu 2002 var birt skýrsla með varnaðarorðum
um Byrgið og fjárveitingar til þess. Hvers vegna í ósköp-
unum brugðust ráðherrar sem ábyrgir eru fyrir mála-
flokknum og fjárveitingum ekki þá þegar við? Það er
hins vegar ekki nóg að beina gagnrýni að ráðherrum.
Stjórnsýslan hefur einnig brugðist, svo og Alþingi sem
hefur flotið sofandi að feigðarósi. Þar á bæ hafa menn
látið undir höfuð leggjast að krefjast þess að gerðar yrðu
faglegar kröfur til meðferðaraðila sem fjármagna starf-
semi sína með almannafé.
Alþingismenn segja sjálfum sér til málsbóta að þeir
hafi verið „í góðri trú“. Byrgið hafi fengið meðmæli
góðra og gegnra einstaklinga sem aftur hafi talið að á
vegum þess væri unnið gott starf. Sjálfur var ég í hópi
þessara þingmanna. Hins vegar hafa smám saman ver-
ið að renna á mig tvær grímur varðandi fjárveitingar af
þessu tagi og flutti ég þingmál á þingárinu 2003–4 um
að fram færi könnun „á forvarnar- og meðferðarúrræð-
um fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur“ sem miði að
því að ná „betri árangri með markvissara skipulagi og
virkara eftirliti.“
Vísað út á gaddinn
Loks eftir að fram komu ásakanir opinberlega
um kynferðislega misnotkun innan veggja Byrgisins
rumskuðu stjórnvöld og hófst þá fyrir alvöru um-
ræða um málefnið. En hvert hefur hún beinst fyrst og
fremst? Hún hefur fyrst og síðast snúist um krónur og
aura. Mönnum þykir afleitt hvernig misfarið hafi verið
með almannafé. Peningamálin eru sett í rannsókn og
saksóknari stígur fram á völlinn. Allt er þetta fullkom-
lega eðlilegt. En hvað með hina mannlegu hlið? Stend-
ur virkilega ekki til að rannsaka hana? Þá misnotkun og
ofbeldi sem fjöldi fólks kann að hafa sætt í stofnun sem
verið hefur undir handarjaðri hins opinbera? Ætla lög-
regluyfirvöld ekkert að aðhafast varðandi þennan þátt
málsins sem þó hlýtur að teljast langalvarlegastur? Einn-
ig hlýtur að vekja athygli forgangsröðun félagsmálaráð-
herra að því leyti að í stað þess að setja utanaðkomandi
tilsjónarmann yfir Byrgið þegar hinar alvarlegu ásakanir
komu fram og fullvissa vistmenn um að þeim yrði búið
öryggi á meðan framtíðarlausn væri í mótun var engu
slíku til að dreifa. Aðeins peningar komust að, ekki fólk-
ið. Því var einfaldlega vísað út á gaddinn.
Varnarlaust gagnvart umhverfinu
Síðan er hitt: Hér eftir verður að gera þá kröfu að þá
aðeins verði fjármunum veitt til meðferðaraðila eftir að
áður hafi farið fram ítarleg rannsókn á hæfi þeirra og
fagmennsku til að sinna slíkum verkefnum. Við meg-
um ekki gleyma því að um er að ræða meðferð fyrir
sársjúkt fólk, einstaklinga sem eru í mikilli neyð, háð-
ir vímuefnum og oft án húsnæðis. Þetta fólk er varn-
arlaust gagnvart umhverfi sínu. Það er ábyrgðarhluti
hvernig að því er staðið að fela það í hendur stofnunum
eða samtökum.
Enda þótt kristilegir söfnuðir á borð við Samhjálp
og aðra ámóta aðila hafi unnið þarft starf þá er kominn
tími til að spyrja hvort það sé rétt að fela trúarsöfnuðum
að annast á vegum hins opinbera meðferð vímuefna-
sjúklinga. Finnst okkur rétt að trúarhópar sinni þessum
verkefnum? Er alveg sama hvaða trúarsöfnuðir taki þau
að sér? Ef ekki, eftir hvaða mælikvarða ætlum við þá að
gera upp á milli trúfélaga?
Þessi spurning gerist æ áleitnari einfaldlega vegna
þess að Hvítasunnusöfnuðurinn er nú að verða stærsti
verktaki á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar á þessu
sviði. Ríki og borg eru markvisst að draga saman eig-
in segl um leið og þau trúvæða þessa starfsemi. Þannig
var meðferðarheimilinu í Gunnarsholti lokað svo dæmi
sé tekið, gistiheimili fyrir heimilislausa í Reykjavík að
sama skapi en í báðum tilvikum var vistmönnum beint
inn í faðm trúfélaga!
Ég vil leggja ríka áherslu á að ég er engan veginn að
gera lítið úr starfi trúfélaga sem sinnt hafa meðferðar-
starfi og ég geri mér fullvel grein fyrir því sem þau hafa
gert vel. En þegar um er að ræða að ríki eða sveitarfélög
finni athvarf og meðferðarúrræði fyrir veika einstakl-
inga, fólk sem er fullkomlega varnarlaust og iðulega
ekki sjálfrátt gerða sinna, hlýtur að vera gerð krafa um
að þeir sem slík verkefni fá í hendur séu óvilhallir, bæði
í stjórnmálalegu og trúarlegu tilliti.
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
Tilboð á völdum
sængurfatnaði
Erpur Þ. EyVindarson
tónlistarmaður skrifar
„gakktu á milli regndropanna, tík!“
Ögmundur Jónasson
alþingismaður skrifar
Peningamálin eru
sett í rannsókn og
saksóknari stígur
fram á völlinn.
Hvort er mikilvægara,
peningar eða fólk? Kjallari
Þessir gæjar hafa lát-
ið farða, naglalakka
og handsnyrta sig í
hartnær 100 ár.