Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 26
Laddi sextugur Síungur, síkátur og sáttur við lífshlaupið. Þessi orð lýsa vel afmælisbarninu Ladda, sem verður sextugur á laugardaginn. Ótrúlegt en satt, það eru liðin 36 ár frá því að Laddi hóf feril sinn sem leikari og skemmtikraftur hjá Ríkissjón- varpinu. Þar skapaði hann ódauðlega karaktera eins og Þórð húsvörð, Dengsa, Elsu Lund og Eirík Fjalar, svo fáeinir séu nefndir. föstudagur 19. janúar 200726 Helgarblað DV Þ órhallur Sigurðsson – Laddi – fæddist í Hafnarfirði árið 1947. Hann spilaði og söng með hljómsveitinni Föxum og fleirum áður en hann hóf feril sinn sem leikari og skemmtikraftur í Ríkis- sjónvarpinu árið 1971. Hann hefur leikið í sjónvarpsleikritum og sjón- varpsþáttum, til dæmis: Spaugstof- unni, Imbakassanum, Heilsubæl- inu í Gervahverfi, að ógleymdum flestum áramótaskaupum frá upp- hafi. Laddi lék meðal annars í Litlu hryllingsbúðinni í Gamla bíói árið 1985 og í gamanleikritinu Nörd- inn. Hann lék illmennið Fagin í söngleiknum Oliver í Þjóðleikhús- inu, lék í Grease í Borgarleikhús- inu árið 2003 og fór með hlutverk í Kalla á þakinu. Laddi hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, til dæm- is Stellu í orlofi og Stellu í framboði, Löggulífi, Karlakórnum Heklu, Ís- lenska drauminum og Regínu. Sá sem er fæddur 20. janúar þyk- ir ákaflega skemmtilegur, eins og lesa má á vefnum spamadur.is, og það er greinilegt að Laddi á margt sameiginlegt með lýsingunni sem þar er að finna: „Manneskjan er í góðu ásig- komulagi, hugar vel að útliti sínu og klæðist fallegum fatnaði. Hún gerir ekki miklar kröfur en á erfitt með að fyrirgefa mistök. Manneskjan tekur illa skipun- um, vill frekar stjórna sjálf. Hún er bæði glaðvær og gjafmild og göfug- lynd með eindæmum. Hér er á ferð- inni áreiðanlegur förunautur, hag- sýnn og ákaflega skemmtilegur.“ Það er stór stund að ná sextugs- aldrinum og margir sem sjálfsagt munu fagna með Ladda á tíma- mótunum. Um leið og starfsfólk DV sendir afmælisdrengnum hlýjar af- mælisóskir, birtum við hér mynd- ir úr lífi Ladda og kveðjur frá fólki sem hefur unnið náið með honum gegnum tíðina. annakristine@dv.is „Heill þér sextugum! Elsku heillakarlinn minn. Mér er allt annað en hlátur í huga þegar ég pára þessar fátæklegu línur á blað á þín- um merku tímamótum, já, sprellikarl- inn kominn á sjötugsaldur! Hins vegar tók sig strax upp gamalt bros þegar ég áttaði mig á því að aldur er svo hrika- lega afstæður, nánast leikur að ein- hverjum tölum, sem ekkert mark er á takandi! Þetta er auðvitað spurning um heilsu- far, viðhorf, lífsgleði og að njóta líðandi stundar, en það þekkjum við báðir til hlítar, sem höfum hlegið meira saman en góðu hófi gegnir. Það hef- ur verið stórkostlegt að fá að vera þér samferða svo lengi sem raun ber vitni og ekki síst að kynn- ast allri þinni fjölskyldu, en þá er ég ekki að tala um þína yndislegu Sigríði eða börnin þín, heldur tugi annarra persóna sem þú hefur skapað á lífs- leiðinni. Já, hugsa sér, Elsa Lund, Dengsi, Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og Saxi læknir, þetta fólk tek- ur ekki í mál að eldast, það er eilíft. Já, aldrei hefur borið skugga á langa vináttu okkar og samvinnu og ég tel mig veru- lega ríkan að eiga ykkur hjónin að vin- um. Það vita fáir, að við þurftum aldrei að skrifa einhvern texta þegar brugðið var á leik, hvort heldur var í útvarpi, sjónvarpi, á sviði eða í einkasamkvæmum, svo ná- tengdir vorum við andlega, því þar sem tveir einfarar mætast, þar er fjör, eins og Guðni Ágústsson myndi orða það! Þú hefur fengið fleiri til að hlæja en flestir aðr- ir og gefið okkur öllum mikið á þínum farsæla ferli. Hins vegar eru það forréttindi að hafa feng- ið að kynnast þínum innri manni, sem býr yfir mikilli hlýju og kærleika, og slíkt ber að þakka. Elsku Laddi minn, nú er lífið fyrst að byrja og ÞÁ VERÐUR FJÖR, svo vitnað sé í Eirík Fjalar. Við verðum frískir á DAS eða Grund eftir 30 til 40 ár og þá gerum við allt vitlaust, já, mér skilst að fólk sé þegar farið að panta rúm eða göngugrindur á þessum stöðum! Lifðu heill og hress sem allra lengst, þinn einlægur vinur, Hemmi.“ Segi eins og Eiríkur Fjalar: Þá verður fjör! Hljómsveitargæinn Laddi Bræðurnir Halli og Laddi voru í hljómsveitinni föxum sem var vinsæl seint á sjöunda áratugnum. Páll dungal, Þorgils Baldursson,tóm- as sveinbjörnsson, Halli og Laddi. Heilsubælið í Gervahverfi Vinsæll gamanþáttur á stöð 2 fyrir tuttugu árum. Óborganlegur tannlæknir í Litlu hryllingsbúð- inni árið 1985 Grettukeppni? Vinirnir Ómar ragnarsson og Laddi Flottur með vatnsgreiðslu á fermingardaginn Með Hemma Gunn í fanginu samband Elsu Lund við Hemma gunn líður engum úr minni sem fylgdist með þættinum vinsæla Á tali hjá Hemma gunn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.