Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 27
Laddi sextugur DV Helgarblað föstudagur 19. janúar 2007 27 „Ég hef hlegið og fíflast með honum Ladda elsku vini mínum í meira en þrjátíu ár. Við höfum brallað ótrúlega margt saman, hlegið og grát- ið. Það sem stendur upp úr einmitt á þessu augnabliki, þegar ég á að rifja upp ein- hverja sögu af honum í til- efni stórafmælis þessa mesta gamanleikara þjóðarinnar, þá dettur mér í hug tímabilið þegar við Laddi vorum fararstjórar saman á grísku eyj- unni Ródos fyrir margt löngu, með Sóleyju Jóhanns vinkonu okkar. Við fengum fararstjórabúninga sem litu út eins og glaðlegir jólasveinabúning- ar – rauðar, víðar popplínbuxur með teygju í mittið – algjört scream! Þetta sumar komst ég að því að svakalegasta martröð Ladda var ótti við schäffer- hunda. Þetta kom í ljós kvöld eitt þegar við vorum að ganga um í mið- bænum, áttum að hitta einhverja far- þega, þá skyndilega hentist Laddi vinur minn í loftköst- um og hvarf eins og himinn- inn hefði gleypt hann. Þá sá ég hundgrey koma vappandi (af schäffer-tegund) og þeg- ar ég fór að svipast um eftir Ladda hafði hann í brjálæð- iskasti hent sér upp á þak á nærliggjandi bíl og lá þar og hrópaði eins og óður maður: „Rektu hann í burtu, Edda, segðu honum að fara!“ Ég held að ég hafi pissað í mig af hlátri og ég bókstaflega lagðist í götuna á meðan ég var að hlæja nægju mína að elsku, skíthrædda vini mínum. Ég skammaðist mín reyndar svakalega fyrir að hafa hlegið svona þegar ég átt- aði mig á hvað þetta var raunveruleg- ur ótti. Eftir þetta bauðst ég alltaf til að taka Ladda í bóndabeygju og halda á honum þegar við mættum hundum á götum Ródosborgar!“ „Elsku Laddi. Ég ætla að byrja á því að bjóða þig velkominn í hópinn og óska þér til hamingju með að vera loksins kom- inn á þroskaðan aldur. Bestu árin eru fram undan, trúðu mér – það er að segja, ef þú heldur heilsu og andagift. Svo langar mig að þakka þér fyr- ir að fá að kynnast þér og fá að starfa með þér á sínum tíma. Það voru ógleymanleg- ir dagar – góða skap- ið og hugmyndaflug- ið óþrjótandi. Og ekki má ég gleyma félögum okkar, sem voru ómissandi í öllu sem við tókum okkur fyrir hend- ur, þeim Binna bankastjóra og Þórði húsverði. Hvar skyldu þeir vera niður- komnir núna? Manstu hvað þeir voru skemmtilegir? Binni hvers manns hug- ljúfi, með ráð undir rifi hverju, og Þórð- ur, vestfirskur og sérvitur. (Var hann ekki að vestan, annars? Mér fannst það alltaf.) Þórður var reyndar aldrei góð- ur við mig. Samt grunar mig að honum hafi þótt vænt um mig, innst inni. Hann tók mig meira að segja í fangið einu sinni! Það var reyndar þegar við vorum að kveðja. En þið voruð, allir þrír, krydd í tilveruna, kunnuð að koma öðrum á óvart með uppátækjum og látbragði, sem sýndi að þið voruð ekki eins og fólk er flest. Þess vegna er ykkar minnst enn í dag. Og, Laddi minn, svei mér þá, ef ég sakna ykkar ekki ennþá. Þín Bryndís.“ Lagðist í götuna af hlátri Sakna ykkar Dengsi Karakterinn dengsi birtist fyrst í þáttum Hemma gunn Á tali... . Hér er hann með guðmundi Hrafnkelssyni og Valdimar grímssyni. Magnús bóndi er mönnum minnisstæður...Eiríkur Fjalar Lætur sig aldrei vanta þegar góðgerðarmál eru annars vegar. Áramótaskaup Sjónvarpsins árið 1984 gísli rúnar jónsson, Edda Björgvinsdóttir og Laddi sem þjóðlagatríó. um leið og Edda sendir Ladda hamingjuóskir á þessum tímamótum minnist hún kynna þeirra með þessum hætti. Stundin okkar Þórður húsvörður og Bryndís schram glöddu landsmenn. Þórður gat oft ekki leynt því hversu skotinn hann var í Bryndísi – en Bryndís tók greinilega ekkert eftir því! Hún sendir honum afmæliskveðju sína hér. Bræðurnir Halli og Laddi eru í hugum margra óaðskiljanlegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.