Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 28
V ið hittumst í gesta- móttöku hótels. Stað- urinn valinn vegna sjarma og staðsetn- ingar, enda mælir maður sér ekki mót við sjarmör nema í réttu umhverfi. En í þetta skipti höfðum við ekki veðjað á réttan hest. Eftir að hafa flækst af veit- ingastaðnum yfir á barinn og þaðan yfir í ískalda móttökuna, báðum við um að kveikt yrði á kerti. Það er fátt sem minnir á ljónsunga í fari Sigursteins Mássonar, en engu að síður er hann fæddur í miðju ljóns- merkinu, 11. ágúst árið 1967. Hann segist ekkert vera inni í stjörnuspek- inni, en ég bendi honum á að meðal þess sem sagt er um fólk í þessu merki er að það hafi getu til að hrinda stór- um áformum í framkvæmd. Það er hann að gera nú sem formaður Ör- yrkjabandalagsins. „En ekki einn!“ segir hann. „Það eru margir sem að þessari vinnu koma.“ Eftir margra ára baráttu var um áramótin loks gerð breyting á al- mannalögum um frítekjumark ör- yrkja, sem þýðir að öryrkjar geta nú unnið sér inn 300 þúsund krónur á ári, án þess að örorkubætur skerðist. „Þarna var stigið skref í rétta átt, þótt það væri vissulega of lítið. Með þessari lagabreytingu er líka verið að slaka á tekjutengingu maka, en hún hefur verið ósanngjörn og komið illa niður á fjölskyldum. Nú er verið að færa þessar bætur í manneskjulega átt, þannig að fólk á möguleika á að afla sér tekna án þess að eiga von á bakreikningum frá Tryggingastofnun ári síðar eins og hefur tíðkast. Þetta hefur verið mjög andstyggilegt kerfi.“ Nýir tímar fram undan hjá öryrkjum Frá því að Sigursteinn tók við starfi formanns Öryrkjabandalagsins fyrir tæpu einu og hálfu ári hefur margt gott gerst, en hann segir að langt sé í land með að málefni öryrkja séu kom- in í gott horf. „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt svo, en það sem hefur einkum breyst eru bætt samskipti Öryrkjabanda- lagsins við stjórnvöld og aðra sem við þurfum að eiga samskipti við. Við höf- um náð því að lægja öldur og reynt að starfa á uppbyggilegan hátt. Á þessu ári sé ég fram á að við munum ná ár- angri sem mun verða upphaf að nýj- um tímum fyrir öryrkja. Við, ásamt mörgum öðrum, erum að vinna að því að skapa ný tækifæri til starfsend- urhæfingar og atvinnuþátttöku. Slík mál verða ekki að veruleika nema að þeim komi Samtök atvinnulífsins, launþegahreyfingin, stjórnvöld og líf- eyrissjóðirnir. Milli þessara aðila hef- ur ekki ríkt traust og það traust þarf að byggja.“ Fjölgun öryrkja hefur verið mörg- um áhyggjuefni og Sigursteinn segir stefna í óeðlilega stóran hóp öryrkja á Íslandi ef svo heldur fram sem horfir. „Fjölgun öryrkja á Íslandi er óeðli- lega mikil miðað við að á Íslandi er besta atvinnuástand í Evrópu. Núna höfum við sögulegt tækifæri til að breyta þessari þróun. Bótakerfið verður að taka mið af því að fólk þarf aðlögunartíma til að fara út á vinnu- markaðinn og til þess þarf fólk stuðn- ing.“ Í miðri umræðu um kjör öryrkja kemur þjónustustúlkan sem svo elsku- leg hafði fært okkur kaffi inn á barinn: „Excuse me, we have to wipe the floors now. Is it problem for you?“ Nei, nei, ekki aldeilis, það má skúra að vild. Geðfatlaðir stór hluti öryrkja Aðeins áfram með umræðu um ör- yrkja. Sigursteinn mótmælir því ekki að vissulega sé til fólk sem misnoti bótakerfið, en það sé jafnheimskulegt að einblína á það og að einblína á þá sem stunda hraðakstur og brjóta um- ferðarreglur. „Ekki látum við okkur detta í hug að afnema einkabílinn. Það er alltaf til fólk sem misnotar aðstæður. Það þarf að gjörbreyta almannatryggingakerf- inu, en við höfum ekki rétt á því að velta fyrir okkur hvort þessi eða hinn sé virkilega öryrki. Ýmsir sjúkdóm- ar eru ekki sjáanlegir. Þeirra á með- al eru geðrænir sjúkdómar og stað- reyndin er sú að 41% karlmanna og 34% kvenna í hópi öryrkja á Íslandi eru geðfötluð.“ Geðfötlun er orð sem Sigursteinn notar yfir alla geðræna erfiðleika og sjúkdóma, sem valda því að viðkom- andi er metinn öryrki og óvinnufær að stærstum hluta. „Þetta er gríðarleg aukning,“ bætir hann við. „Og fyrir henni eru margar ástæður. Að hluta til eru þær samfé- lagslegar. Við verðum að átta okkur á því að samfélög Vesturlanda eru orð- in með þeim hætti að stór hópur fólks fótar sig ekki í þeim. Það búa marg- ir við mjög erfið lífsskilyrði og það er gríðarlegt hjálparleysi sem fylgir því að vita ekki hver afkoma manns er milli mánaða. Fólk í ákveðinni stöðu, sér- staklega þeir sem eru einstæðingar og þurfa að standa undir leiguverði sem er kannski helmingur bótanna, upp- lifir sig oft í vonlausri stöðu. Eitt mikil- vægasta málið núna að gera stórátak í húsnæðismálum. Til að hafa jafnrétti í þessum málum þurfum við að bjóða fötluðum og öryrkjum upp á búsetu með öðrum, ekki að hafa sérstak- ar „öryrkjablokkir“ og „öryrkjastiga- ganga“. Við erum núna með þriðju og jafnvel fjórðu kynslóð öryrkja. Það er ekki hlutskipti sem fólk hefur val- ið sér. Það fólk lokaðist inni í vítahring skerðingar og tekjutengingar, þar sem enginn hvati var til þátttöku í atvinnu- lífi eða samfélaginu. Þegar börn alast upp við slíkar aðstæður, er eðlilegt að þau taki mið af þeim. Þessi börn upp- lifðu sig annars flokks, voru fátæk- ari en önnur börn og urðu útundan og fyrir einelti. Það er mjög brýnt að breyta aðstæðum þessa fólks og búa til samfélag fyrir alla. Hver manneskja býr yfir styrkleika Sem formaður Öryrkjabandalags- ins er mjög mikilvægt fyrir mig að sjá þverskurðinn af því fólki sem ég starfa fyrir; kynnast aðstæðum þeirra og fá hugmyndir um hvert við eigum að stefna. Margir sem til mín koma bresta í grát yfir örlögum sínum og sjá enga möguleika úr ógöngunum. Það er það versta sem ég upplifi, að horfa föstudagur 19. janúar 200728 Helgarblað DV Giftur og í góðu jafnvægi Sigursteinn Másson er formaður Öryrkjabanda- lags Íslands og formaður Geðhjálpar, fyrrverandi fréttamaður sem hefur verið heiðarlegur í umræð- um um eigin andleg veikindi. Í samtali við Önnu Kristine sagði hann henni af miklum breytingum sem fram undan eru hjá öryrkjum, feluleik fjöl- skyldna geðfatlaðra ungmenna og því öryggi og skjóli sem hjónabandið veitir honum. Býr við ÖryGGi oG SKjól sigursteinn Másson segir marga flækja líf sitt í leit að fjölbreytni og tilbreytingu. Dv MyND StefáN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.