Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 30
Ísland leikur í B-riðli ásamt Frökkum, Úkraínumönnum og and- fætlingum okkar Áströlum. Frakk- land er stórþjóð í handbolta og hefur verið í fremstu röð um langa hríð. Frakkar eru ríkjandi Evrópu- meistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í Sviss í fyrra. Úkraínumenn eru nokkuð óskrifað blað og ekki er búist við miklu af Áströlum. „Þetta verður rosaleg barátta. Það er nú skylda okkar að fara upp úr þessum riðli, annars verður þessi keppni algjört klúður. Við verðum að vinna Ástrali og Úkraínumenn og síðan er það þessi leikur á móti Frökkum sem skiptir miklu máli um framhaldið. Frakkarnir eru mjög sterkir og ég held það gæti orðið svo- lítið erfitt fyrir okkur en við ættum að vera í nokkuð góðum málum og komast í annað sætið. Að öllu eðlilegu eigum við að vera sterkari en Úkraínumenn og ég held að við komum til með að vinna þá. Síðan held ég að við náum ekki að vinna Frakka í riðlinum,“ sagði Árni og gaf þá ástæðu að Frakkar væru með meiri breidd en við Íslending- ar. „Þeir eru með hörkuskyttur og eru virkilega öflugir í þeim stöðum og ég held að það komi einfaldlega til með að reynast of erfitt fyrir okk- ur,“ sagði Árni en hann taldi að það væri gott að byrja gegn Áströlum. „Það verður gott fyrir okkur að byrja á móti Áströlum og sjá þá hvernig leikur Frakka og Úkraínu- manna þróast. Þar fáum við mikil- vægar upplýsingar um hvernig lið- in spila. Við getum þar með haldið trompunum okkar uppi í erminni á móti Áströlum og mætt þannig gegn Úkraínu að þeir viti ekki mikið um okkur og við tökum þá þann leik,“ sagði Árni en bætti við að varast bæri Úkraínu. „Þeir eru með ungt lið og eru með öfluga örvhenta skyttu, Sergiy Shelmenko. Hann spilar í Þýska- landi og er öflugur. Það er ákveðin hefð í þessum austantjaldslöndum fyrir handbolta en ég bara held að við eigum að vera sterkari en þeir að öllu eðlilegu.“ Árni hefur mikla trú á því að ís- lenska liðið eigi eftir að standa sig vel á HM. „Ég tel Króata, Þjóðverja, Frakka og Íslendinga vera líkleg- ustu liðin til að vinna þetta mót. Ég hef bullandi trú á íslenska liðinu. Þó að ég telji að þeir vinni ekki Frakka í riðlinum þá held ég að í milliriðl- inum eigum við að geta strítt öllum þessum liðum. Ef þetta fer svona ættum við að leika við Slóveníu og Túnis í milli- riðlinum og við ættum að vinna báðar þær þjóðir að mínu mati. Svo eru það Þýskaland og Pólland og þar getur allt gerst. Ef hlutirnir ganga upp hjá okkur, ef við lendum ekki í meiri meiðslum og öðru, þá erum við einfaldlega með lið og þjálfara til þess að fara geysilega langt í þessari keppni,“ sagði Árni. föstudagur 19. janúar 200730 Sport DV A-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 Túnis slóvakía kúveiT grænland Hér er leikið: arena Wetzlar (Wetzlar) Höllin var opnuð árið 2005 og er heimavöllur Wetzlar-liðsins sem róbert sighvatsson þjálfar. fylgisT með: Wissem Hmam (Túnis) Leikur með Montpellier í frakklandi. Á 166 lands- leiki að baki og hefur skorað 505 mörk fyrir túnis. Var markahæsti leikmaðurinn á HM í túnis 2005, skoraði 81 mark. siarhei rutenka (Slóvenía) samherji Ólafs stefáns- sonar hjá Ciudad real. Hefur skorað 269 mörk í 47 landleikjum. rutenka er fæddur í Hvíta-rússlandi en fékk slóvenskt ríkisfang fyrir nokkrum árum. Hann er vinstri skytta en getur einnig leikið í stöðu leikstjórnanda. leikirnir: laugardagur 20. janúar KL. 17.00 slóvenía - grænl. ___ - ___ KL. 19.00 túnis - Kúveit ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 15.00 grænland - túnis ___ - ___ KL. 17.00 Kúveit - slóvenía ___ - ___ mánudagur 22. janúar KL. 17.00 Kúveit - grænland ___ - ___ KL. 19.00 túnis - slóvenía ___ - ___ lokasTaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ B-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 frakkland ísland úkraína ásTralía Hér er leikið: Bördelandhalle (Mardeburg) Heimavöllur Magdeburgarliðsins og höllin þar sem íslenska liðið leikur í riðlinum. fylgisT með: nikola karabatic (Frakkland) gríðarlega öflug skytta sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Eingöngu 22 ára gamall og hefur skorað 324 mörk í 81 landsleik fyrir frakka á ferlinum. Joel abati (Frakkland) Er á heimavelli í riðlakeppninni en hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi. öflugur örvhentur leikmaður sem er ekki síður grimmur í varnarleik en sóknarleik. leikirnir: laugardagur 20. janúar KL. 15.00 Ísland - Ástralía ___ - ___ KL. 17.00 frakkland - úkraína ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 15.00 Ástralía - frakkland ___ - ___ KL. 17.00 úkraína - Ísland ___ - ___ mánudagur 22. janúar KL. 17.00 úkraína - Ástralía ___ - ___ KL. 19.00 frakkland - Ísland ___ - ___ lokasTaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ A-riðillinn er sá slakasti Í A-riðli mætast Túnisar, Slóv- enar, Kúveitar og nágrannar okkar frá Grænlandi. Slóvenar hafa best náð ellefta sæti á HM í handbolta, en þeim árangri náðu þeir á HM í Túnis árið 2005. Á því sama móti enduðu Túnisar í fjórða sæti eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í leik um bronsið. „Ég hef trú á að Slóvenía vinni þennan riðil. Túnis lendi í öðru, Kú- veit í þriðja og Grænland í fjórða. Þetta er nú einn slakasti riðillinn svona á heildina litið og ég held að Slóvenar og Túnisar eigi að fara auðveldlega áfram. Þær þjóðir eru með ágætis lið. Slóvenar eru með mjög skemmtilegt landslið og ég held að þeir verði nokk- uð sterkir á þessu móti. Þeir vinna lík- lega þennan riðil og Túnis verður þar rétt á eftir. Það er töluverður munur á þeim þjóðum og svo Kúveit og Græn- landi og ég held að þeir komi til með að sitja eftir,“ sagði Árni og bætti við Túnisar væru með fínasta lið. „Túnisar hafa verið að koma sterk- ir upp, unnu til dæmis síðustu Afr- íkukeppni. Þeir eru til alls líklegir,“ sagði Árni en hann taldi þó ólíklegt að Slóvenía eða Túnis næðu langt í þessari keppni. „Ég held að þess- ar þjóðir fari nú ekki langt, endi kannski í átt- unda til tólfta sæti.“ a-riðill er af mörgum talinn slakasti riðillinn. Túnis og slóvenía eru tal- in eiga tvö efstu sætin næsta vís en kúveit og grænland þykja ekki lík- leg til afreka. Eigum að komast í milliriðla að öllu eðlilegu eigum við íslendingar að komast upp úr B-riðli en eins og svo oft hefur sýnt sig getur brugðið til beggja vona í íþróttum. Bertrand gille franski línumaðurinn Bertrand gille er einn besti línumaður í heimi í dag. Hann sést hér í góðu færi gegn spánverjum í úrslitum Evrópumótsins í fyrra. a-riðill B-riðill árni sTefánsson spáir í liðin og riðlana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.