Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 34
Ólympíumeistarar Króata mæta með firnasterkt lið á HM í Þýska- landi. Króatar unnu Þjóðverja í úr- slitaleik Ólympíuleikanna í Aþenu árið 2004. Með þeim í F-riðli eru Rússar, Marokkómenn og Kóreu- menn. „Ég held að Króatar vinni þennan riðil, Rússar verða í öðru, Kórea í þriðja og Marokkó í fjórða. Króatía er með geysilega skemmti- legt lið og er klárlega eitt af stóru liðunum í þessari keppni. Þeir urðu að vísu fyrir áfalli þegar markvörð- ur þeirra Vlado Sola meiddist en þeir eru með aðra leikmenn sem fylla það skarð og ég held að þeir verði með eitt af sterkustu liðunum í keppninni,“ sagði Árni. Árni spáði því jafnframt að Rússar fylgdu Króötum upp úr riðl- inum. „Rússar fara áfram úr þess- um riðli en ég held að þeir séu ekki nægilega sterkir til að vera í einhverri topp- baráttu í þessu móti. Kórea er með stórskyttuna Yoon, sem er geysilega öflugur, en ég held að það dugi þeim ekki til að komast áfram.“ Rússar voru stórþjóð í hand- bolta fyrir fáum árum en hafa dal- að mikið undanfarin ár. „Rússar eru búnir að vera að byggja upp nýtt lið og eru með mikið úrval af handboltamönnum í Rússlandi. Þeir eru með mjög stóra og öfluga leikmenn en ég tel að þeir séu ekki nægilega öflugir til að vera í topp- sætunum,“ sagði Árni. föstudagur 19. janúar 200734 Sport DV E-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 Danmörk noregur ungverjalanD angóla Hér er leikið: ostseehalle (Kiel) Heimavöllur Kiel-liðsins og tekur um 11 þúsund manns í sæti. Opnuð árið 1952 eftir að hafa verið breytt úr flugskýli í íþrótta- og tónlistarhöll. Ein af stærstu íþróttahöllum Þýskalands. fylgist með: michael knudsen (Danmörk) Lék undir stjórn Viggós sigurðssonar hjá flensburg fyrr í vetur. Mjög leikreyndur en hann á 148 leiki að baki og hefur skorað í þeim 479 mörk. jan thomas lauritzen (Noregur) samherji Knudsens hjá flensburg í Þýskalandi. Verður 33 ára 6. febrúar og er gríðarlega leikreyndur. Leikreyndasti maðurinn í landsliðshópi norðmanna með 208 leiki að baki. leikirnir: laugardagur 20. janúar KL. 17.15 noregur - angóla ___ - ___ KL. 19.15 danmörk - ungv. ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 17.15 angóla - danm. ___ - ___ KL. 19.15 ungv. - noregur ___ - ___ mánudagur 22. janúar KL. 17.15 ungv. - angóla ___ - ___ KL. 19.15 danm.- noregur ___ - ___ lokastaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ F-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 króatía rússlanD marokkó kórea Hér er leikið: Porsche arena (Stuttgart) glæný höll í stuttgart sem tekur sex þúsund manns í sæti. fylgist með: ivano Balic (Króatía) Árið 2003 var Balic valinn handboltamaður ársins og hann var einnig valinn besti leikmaðurinn á Evrópumótinu í sviss á síðasta ári. Hann er án efa einn besti handknattleiksmaður í heimi. Balic er 27 ára og spilar með Portland san antonio á spáni. kyung-shin yoon (Kórea) Hefur lengi vel verið besti leikmaður Kóreu í handbolta. Leikur með Hamburg í Þýskalandi og setti nýverið met þegar hann skoraði 18 mörk í eina og sama leiknum í þýsku úrvalsdeildinni. leikirnir: laugardagur 20. janúar KL. 15.00 Króatía - Marokkó ___ - ___ KL. 17.00 rússland - Kórea ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 15.00 Marokkó - rússl. ___ - ___ KL. 17.00 Kórea - Króatía ___ - ___ mánudagur 22. janúar KL. 17.00 Marokkó - Kórea ___ - ___ KL. 19.00 Króatía - rússland ___ - ___ lokastaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ Noregur og Danmörk hafa oft eldað grátt silfur á íþróttavellinum og það verður forvitnilegur slagur á milli þessara þjóða í lokaumferð E-riðils. Hvor- ug þessara þjóða hefur riðið feit- um hesti frá stórmótum í handbolta undanfarin ár en auk þeirra munu Ungverjar berjast um sæti í milliriðl- inum að mati Árna. „E-riðill er hörkuriðill. Norð- menn, Danir og Ungverjar koma til með berjast um tvö efstu sætin. Ang- óla er litla liðið í þessum riðli. Í fyrstu umferð er held ég bara úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram, Danmörk eða Ungverjaland. Norðmenn eru að koma upp með mjög skemmtilegt lið og ég spái því að þeir vinni þennan riðil. Síðan er það bara úrslitaleikur strax í upphafi um hvort liðið kemst áfram, Danir eða Ungverjar. Það er mikil handbolta- hefð hjá Ungverjum og þeir búa að því að flestir leikmennirnir leika með sama félagsliðinu, Veszprem. Lands- liðið er byggt upp á þeim leikmönn- um og þeir hafa verið með hörkulið á Evrópumælikvarða þannig að leik- mennirnir þekkjast mjög vel. Danir eru líka með mjög skemmti- legt lið og ég vona að Danir og Norð- menn fari áfram úr þessum riðli, þó Ungverjarnir gætu strítt þeim báðum töluvert,“ sagði Árni sem taldi Norð- menn standa Dönum framar í hand- bolta í dag. „Norðmenn eru búnir að vera að gera mjög góða hluti að undanförnu í að byggja upp landslið sitt og ég held að þeir verði með mjög skemmti- legt lið á þessu móti. Ég held þeir séu nú ekki með lið til að fara alla leið í undanúrslit en þeir gætu endað í sæt- unum þar á eftir,“ sagði Árni. norðurlandaþjóðirnar noregur og Danmörk leika í e-riðli og má fast- lega búast við hörkuvið- ureign þegar þær þjóðir mætast. Króatar eru sigurstranglegir stórþjóðirnar króatía og rússland mætast í f-riðli á Hm og munu að öll- um líkindum báðar komast í milliriðil. e-riðill Skandinavíuslagur af bestu gerð mirza Dzomba Leikmaður Króata er einn öflugasti hornamaður heims og samherji Ólafs stefáns- sonar hjá Ciudad real. Hann hefur skorað 648 mörk í 161 landsleik. d-riðill svifið hátt Laszlo nagy, leikmaður Barcelona, er gríðarlega öflugur handboltamaður og hann mun reynast frændum vorum erfiður ljár í þúfu. árni stefánsson sPáir í liðin og riðlana joachim Boldsen Verður í eldlínunni hjá dönum á HM en þeir eru í sterkum riðli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.