Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 38
B ikarmeistarar Liverpool fá Englandsmeistara Chel- sea í heimsókn á Anfield. Liðin eru í öðru og þriðja sæti í deildinni, Chelsea í öðru með 51 stig en Liverpool 8 stig- um á eftir. José Morinho, hinn um- deildi stjóri Chelsea, hefur mikið ver- ið í fjölmiðlum að undanförnu. Fullyrt hefur verið að hann ætli sér að yfirgefa Chelsea þegar tímabilið er búið. Mor- inho getur þó væntanlega stillt þeim John Terry og Peter Chec upp í leikn- um en liðið hefur saknað þeirra félaga gríðarlega. Karl H. Hillers sem er formaður Chelsea- klúbbsins hér á Ís- landi er bjartsýnn á gott gengi sinna manna en viður- kennir að Chelsea muni eiga erfiðan leik fyrir höndum. „Ef Morinho getur valið þá (John) Terry og (Peter) Chec í liðið þá er ég mjög bjartsýnn á gott gengi þó að Liverpool sé alltaf erfitt heim að sækja.“ Nýliðar Chelsea, hafa að flestra mati ekki staðið undir vænt- ingum. Karl er sammála því. „Ég held að enginn þeirra hafi ver- ið að gera eithvað af viti, það verð ég bara að segja alveg eins og er. Það er kannski markvörðurinn Hilario sem hefur staðið sig en maður bjóst nú ekki við miklu af honum. Hann er eng- inn stjörnuleikmaður, en hann hefur ekki gert einhver glappaskot heldur. Schevchenko virk- ar alveg óskaplega þungur, þetta er stórgóður leikmað- ur en einhvern veginn virð- ist hann ekki ná sér á strik. Ballack hefur heilt yfir valdið vonbrigðum, einn leikinn bölvar maður honum en þann næsta held- ur maður að hann sé að fara að ná sér á strik en síðan gerist lítið. Mér finnst síðan Wayne Bridge betri leikmaður en Ashley Cole. Ég er hins vegar alltaf bjartsýnn og segi 0-2 fyrir Chelsea.“ Jón Óli Ólafsson, formaður stuðn- ingsmannaklúbbs Liverpool hér á Ís- landi, segist verða sáttur ef Liverpool haldi markinu hreinu og spáir 2-0 fyr- ir sína menn. „Liðin hafa náttúrulega mæst alveg ótrúlega oft á undan- förnum árum, hins vegar hefur Rafa Benitez aldrei unnið Chelsea í deild- inni, það gengur betur hjá þeim í bikarleikjum, deild- arbikar, FA-bikarnum og meist- aradeildinni.“ Nýju mennirnir í Liver- pool hafa flestir náð að setja mark sitt á liðið en Jón segist sjá mikla framtíð í Daniel Agger, danska varnarmann- innum. „Það er svona eins og hann hafi verið í Liverpool-liðinu í mörg ár, maður sér að honum líður vel í rauðu treyjunni. (Jermaine) Pennant hefur ekki alveg náð að heilla mig, ég hélt að það myndi koma meira út úr honum, en ég er hrifinn af (Craig) Bellamy og (Dirk) Kuyt. Þeir eru magnaðir fram- herjar. Ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki Liverpool og spái 2-0,“ segir Jón Óli að lokum, en reikna má með hörkuleik á Anfield Road á laugardag. Hvað gerist á Emirates? Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir leik Arsenal og Manchester United á sunnudag. Manchester United hefur 6 stiga forskot á Chelsea sem er í öðru sæti. Arsenal hefur hlotið 42 stig og er í fjórða sæti og mætir með mikið sjálfstraust eftir gott gengi að undan- förnu. Óstöðug- leiki hefur ein- kennt lið Arsen- al á þessari leiktíð, sem er kannski ekki skrýtið því liðið hef- ur á undanförnum tveim- ur árum misst marga reynslu- mikla menn. Patrick Viera fór til Juventus, Sol Campell til Port- smouth, Robert Pires til Villarreal sem og Pasqual Cygan og svo mætti áfram telja. Reynsluna sem hvarf úr liði Arsenal með þessum mönnum hefur Arsene Wenger bætt upp með ungum og gríðarlega efnilegum leikmönnum sem hann er naskur að finna. Þannig hefur hann iðulega keypt leikmenn sem eru rétt um tví- tugt, jafnvel yngri og flestir eru þeir óþekktir. Sigurður Hilmar Guðjónsson fréttastjóri á arsenal.is er bjartsýnn eftir góða leiki hjá Arsenal að und- anförnu. „Manchester United hefur reyndar haft lag á því að koma Arsenal niður á jörðina eftir að vel hefur geng- ið, eins og til dæmis þegar það lauk 49 leikja hrinunni hjá okkur, en ég hef trú á mínum mönnum. Liðið hefur spil- að vel að undanförnu og stendur sig alltaf vel í stórleikjunum, þannig höf- um við ekki tapað á móti efstu þremur liðunum Liverpool, Manchester Unit- ed og Chelsea og svo er Arsenal nátt- úrulega taplaust á Emirates. Einhvern tímann verður allt fyrst en það verður ekki núna. Ég spái 2-0 fyrir Arsenal og að Robin Van Persie skori bæði.“ Manchester United hefur leik- ið mjög vel að undanförnu og með Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Nemanja Vidic og fleiri í góðu formi hefur liðið verið á toppnum nánast frá upphafi deildarinnar. Steinn Óla- son er formaður Manchester United- klúbbsins á Íslandi og honum líst vel á leikinn á sunnudag. „Ég er náttúru- lega hliðhollur mínum mönnum og vonast eftir sigri. Við eigum harma að hefna eftir leikinn í haust og ég vona að menn verði klárir í slaginn. Hins vegar er Arsenal verðugur keppinaut- ur og unglingaliðið gerði aldeilis fína hluti í deildarbikarnum. Ég spái Un- ited sigri og meðan við skorum fleiri mörk en andstæðingarnir þá er ég sáttur. Það þarf ekkert meira til að gleðja mig í þessum leik.“ benni@dv.is Hvar spilar Gerrard? Verður örugglega í liði Liverpool á laugardaginn en hvar á miðjunni veit enginn. Terry aftur í liðið? Verður John Terry í liði Chelsea á laugardaginn? fösTudagur 19. Janúar 200738 Sport DV Fjögur eFstu liðin mætast Tveir stórleikir verða í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um helgina. Bikar- og Englandsmeistararnir mæt- ast á Anfield og erkióvinirnir í Arsenal og Manchester United mætast í fyrsta sinn á Emirates-vellinum. Thierry Henry Hefur verið frábær eftir að hann snéri aftur í lið arsenal. José Morinho getur að öllum líkindum kallað á þá Peter Chec og John Terry aftur í liðið. Rafa Benitez Hefur aldrei unnið Chelsea í deildinni. Wayne Rooney Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá rooney. Hér er hann í leik á móti Everton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.