Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 56
Menning Leikfélag Selfoss frumsýnir í kvöld og frumflytur á Íslandi safn einþáttunga og smásagna eftir Anton Tsjekhov undir heitinu Hnerrinn. Hnerrinn er 66. verk Leikfélags Selfoss, en félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1958 og hefur alla tíð verið einn af máttar-stólpum menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson en hann þýddi einnig enska leikgerð Michaels Frayn. Tsjekhov á Selfossi U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n N e t f a n g : k o r m a k u r @ d v . i s Spurningin um eilíft líf leiklist föstudagur 19. janúar 200756 Helgarblað DV Það voru stúkurnar Trúföst og Ísafold sem létu byggja Samkomu- húsið árið 1906. Húsið er eitt helsta kennileiti Akureyrar, glæsilegt og háreist og þar hefur Leikfélag Akur- eyrar skrifað merkan kafla í leiklist- arsögu Íslendinga samfleytt í nær heila öld, en Leikfélag Akureyrar verður sjálft hundrað ára á næsta ári. Akureyrarbær keypti húsið af templurunum árið 1917 en Leik- félag Akureyrar hefur alla tíð rek- ið starfsemi sína þar og eru afnot af húsinu hluti af styrk Akureyrarbæj- ar til leikfélagsins. Fyrsta leiksýn- ingin á fjölum hússins var frumsýnd 20. janúar 1907, Ævintýri á göngu- för, og leikstýrði Guðlaugur bæj- arfógeti sýningunni. Þá var ekkert eiginlegt leikfélag starfandi á Akur- eyri, en einstaklingar og hópar léku og skemmtu áhorfendum. Leikfélag Akureyrar (hið eldra) var stofnað ári síðar, og síðan þá hefur verið leikið nær óslitið í húsinu. Hátíðarsýning „Þetta er merkisafmæli enda hefur þetta hús verið allt í öllu hér í bænum í hundrað ár. Það voru gerð- ar miklar endurbætur á því 2004 og byggð viðbygging á tveimur hæð- um eftir endilangri vesturhlið húss- ins. Aðstaða fyrir leikara varð þá mun betri en áður var og við feng- um Rýmið, annað leiksvið, þar sem Karíus og Baktus er sýnt núna. Svo er gert ráð fyrir að við setjum upp eina sýningu í nýja menningarhús- inu á ári þannig að við erum smám saman að færa út kvíarnar. Hjarta leikfélagsins og aðalstarfsemi verð- ur samt áfram í Samkomuhúsinu. Í tilefni af afmælinu verður þessi sýn- ing á Svörtum ketti eins konar há- tíðarfrumsýning og aðalatriðið í af- mælishaldinu, en við ráðgerum líka að vera með leiklestur á Ævintýri á gönguför bráðlega. Aðsókn á sýn- ingar hefur verið gríðarlega góð og í raun aldrei betri,“ segir Magnús Geir leikhússtjóri. Vinsæll höfundur Nokkur verka Martins MacDon- agh hafa verið sýnd hér á landi en hann þykir meðal merkari höfunda Breta nú um stundir. Verk hans ein- kennast af svörtum ádeiluhúmor og þykir hann skína í gegn í meira mæli í þessu verki en fyrri verk- um hans. Leikritið var valið gam- anleikrit ársins þegar þegar það var frumsýnt fyrir fjórum árum og gagnrýnendur á Broadway eru yfir sig hrifnir en leikritið var frumsýnt þar í vor. „Þetta er mjög fyndið leikrit en um leið gróft og subbulegt. Persónurnar eru vitgrannar en um leið brjóstum- kennanlegar. Sagan er reyfarakennd, jafnvel eins og vestri í uppbyggingu, en umfjöllunarefnið er um leið áleit- ið og húmorinn flugbeittur. Það eru byssur og gildrur og ástarsaga og allt heila klabbið en útkoman verður hin besta skemmtun.“ kormakur@dv.is Þjóðleikhúsið frumsýnir Sælueyjuna eftir Jacob Hirdwall í Kassanum í kvöld: Flautað í salnum Stefán Höskuldsson flautu- leikari og rússneski píanó- leikarinn Elizaveta Kopelman efna til tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskrá eru verk eftir Carl Philipp Em- anuel Bach, Fauré, Debussy og Prokofiev. Stefán vakti ungur at- hygli fyrir flautuleik sinn en hann starfar nú sem fastráð- inn flautuleikari í hljómsveit Metropolitan-óperunnar í New York, valinn úr hópi 350 umsækjenda. Stefán er nú mættur til leiks í Salinn ásamt eiginkonu sinni Elizavetu Kopelman en hún frumflutti allar prelúdíur og fúgur meist- ara Sjostakovítsj fyrir píanó á tvennum Tíbrár-tónleikum í nóvember síðastliðnum. Nýárstón- leikar tríós Reykjavíkur Árlegir nýárstón- leikar Tríós Reykjavík- ur verða í Hafnar- borg, menn- ingar- og listastofn- un Hafnar- fjarðar á sunnudag. Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona og bæjarlistamaður Hafnar- fjarðar árið 2006 verður gestur tríósins á tónleikunum. Fyrri hluti tónleikanna verður að mestu helgaður Ed- vard Grieg, en í ár verður öld liðin frá andláti hans. Tríó- ið mun leika fjöruga dansa og Elín Ósk syngja nokkur af frægustu sönglögum hans, meðal annars Söng Sólveigar. Heimsfrumsýning á glænýju verki sem gerist á Íslandi og fjallar um siðferðileg álitamál í sam- tímanum verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Kaldan haustmorgun finnst maður uppi á hálendinu nær dauða en lífi. Hann krefst þess að ná tali af um- deildum forstjóra íslensks erfðagreiningarfyrir- tækis og trúir honum fyrir mikilvægu leyndar- máli. Ung og metnaðarfull vísindakona blandast í málið og flókinn vefur spinnst um þau þrjú og brátt er framtíð mannkyns í húfi. „Þessar þrjár persónur mynda þríhyrning í verkinu, eilífi mað- urinn, vísindamaðurinn og dauðvona stúlkan. Í kringum samskipti þeirra vakna síðan spurning- ar eins og hvar liggur víglínan í vísindum í dag, hver gætir þekkingarinnar, hver ræður yfir henni eða hver á hana? Þetta er svona skemmtileg blanda af heimildarverki og vísindaskáldsögu eða spennutrylli,“ segir María Ellingsen leik- stjóri. Höfundur verksins er Svíinn góðkunni Jacob Hirdwall. Draugar í tjarnarbíói Leikfélag MH frumsýnir Draugadans í Tjarnarbíói ann- að kvöld. Verkið er sviðsetn- ing af Djáknanum á Myrká og Miklabæjar-Sólveigu og fjölda annarra þjóðsagna. Sögurnar fléttast saman og Bakkabræð- urnir Gísli, Eiríkur og Helgi létta á atburðarásinni með sínum hætti. Draugarnir öðl- ast líf með nútímasviðstækni og leika ljósum logum um húsið, studdir af kór og hljóm- sveit. Um fimmtíu nemendur skólans taka þátt í sýningunni. Helgi Rafn semur tónlistina. Leikgerð er eftir Jón Gunnar Þórðarson, sem einnig er leik- stjóri. Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Svartur köttur eftir Martin MacDonagh á hundrað ára afmælis- degi leiksýninga í Sam- komuhúsinu á morgun. Magnús Geir Þórðarson segir að aðsókn á sýn- ingar LA hafi farið fram úr öllum vonum á síðasta leikári og leikfé- lagið sé í mikilli sókn. Kolsvört kómedía á afmælisdaginn leiklist María Ellingsen Leikstjórinn segir Sælueyjuna vera blöndu af vísindatrylli og heimildarverki. MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Leikhússtjórinn segir La vera í mikilli sókn og lofar skemmtilegri afmælissýningu. Svartur köttur Leikritið, sem þykir bæði djarft, gróft og blóðugt með flugbeittum húmor, hefur fengið frábæra dóma erlendis en þykir ekki við hæfi barna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.