Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 59
DV Helgarblað föstudagur 19. janúar 2007 59
auganu fær bílpróf,“ bendir hann
á. „Ég sé eingöngu mun á birtu og
myrkri. Þess vegna sé ég sko aldrei
sætustu stelpurnar,“ segir hann og
hlær glaðlega.
Þau mæðgin eru miklir vinir og
Auður segir það vera sér mikils virði.
„Þegar Bergvin flutti hingað í íbúð
Blindrafélagsins, sextán ára gamall,
fannst mér ég alveg eins geta sent
hann einan til Kína. Þetta reyndist
mér erfiðara en honum...“
„Já, blessuð vertu, mér fannst
þetta frábært“ skýtur Bergvin inn í.
„Ég var allt í einu aleinn í íbúð, laus
við tuðið í mömmu og pabba, gat
djammað þegar ég vildi, sofið þegar
ég vildi og tekið til þegar mér hent-
aði. En svo þroskaðist ég og nota
nú hvert tækifæri til að heimsækja
þau!“
Skoðaði hús fyrir foreldra sína
Þegar hann heimsótti foreldra
sína um helgar las Auður fyrir hann
úr blöðunum. Einhverju sinni sagði
hún honum frá fasteignaverði í
Reykjavík og til samanburðar að það
væri til sölu glæsilegt hús í Grindavík,
mun ódýrara en á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
„Það næsta sem ég vissi var að
Bergvin hringdi og sagðist vera á leið
til Grindavíkur að skoða húsið,“ seg-
ir hún. „Hann fór með vini sínum
og föður hans en þegar seljandinn
sagðist ekki ætla að sýna þeim upp
á loft, því þar væri svo mikið myrk-
ur, sá Bergvin húmorinn í málinu.
Við keyptum húsið – óséð getum við
sagt!“ segir hún.
Bergvin reytir af sér brandar-
ana og það er eins og það passi ein-
hvern veginn ekki að ræða við hann
um blinduna. En þeirri umræðu er
smyglað inn.
„Eftir að ég missti sjónina á
vinstra auga hélt ég áfram að keppa
í íþróttum, en þegar ég var alveg orð-
inn blindur vissi ég auðvitað að nýju
takkaskórnir mínir færu bara upp
í hillu,“ segir hann. „En ég ákvað að
láta þessa breytingu ekki hafa nei-
kvæð áhrif; lífið myndi halda áfram
og ég fór að keppa í frjálsum íþrótt-
um. Þar setti ég Norðurlandamet í
langstökki og var ekki langt frá að
ná lágmarki á heimsmeistaramót-
ið í kúluvarpi. Nú hef ég nánast ekki
hreyft mig í þrjú ár...“
Þegar ég spyr hann hvort hann
hafi ekki fengið að heyra „æ, æ, aum-
ingja þú“ tóninn, skellihlær hann.
„Jú, Anna mín, ég fékk sko að
heyra hann!“ segir hann og það er
svo sjarmerandi við þennan strák að
þegar hann ávarpar mig með nafni
segir hann alltaf „Anna mín“.
„Í litlu samfélagi eins og Vest-
mannaeyjum fann ég fyrir mikilli
samkennd og þar sem aldrei hafði
verið blindur nemandi við grunn-
skólann þar fyrr, vissu forráðamenn
skólans í rauninni ekkert hvað ætti að
gera. En sérkennslufulltrúinn í bæn-
um Erna Jóhannesdóttir, sem hafði
kennt mér á mínum yngri árum,
tók ákvörðun um að við myndum
bara henda okkur ósynd út í djúpu
laugina og ég lauk 10. bekk frá Vest-
mannaeyjum. En þessi frásögn mín
má ekki hræða fólk. Líkurnar á að fá
þennan vírus í augun eru jafnmiklar
og að vinna tvisvar í Víkingalottóinu
í sama mánuði.“
Og Bergvin leggur sitt af mörk-
um til að fræða ungt fólk um heim
blindra.
„Ég fer í grunnskólana og til
KFUM og K og segi frá reynslu minni,
hvernig það er að vera blindur, hvað
maður getur gert og hvað ekki og
hvernig á að umgangast blinda.“
Batman-bolurinn varð að
pallíettubol
Þegar hér er komið sögu er „sorg-
arkaflanum“ lokið af hálfu Bergvins.
Honum finnst miklu skemmtilegra að
segja fyndnar sögur.
„Ég hafði kynnst stelpu frá Ísa-
firði á spjallrás og við ákveðið að hún
kæmi á Þjóðhátíð í Eyjum. Frá því sú
ákvörðun var tekin og fram að Þjóð-
hátíð varð ég blindur, en við ákváð-
um að halda okkur við planið. Við
höfðum aldrei sést og það var fynd-
ið á flugvellinum þegar mamma
hnippti í mig hvað eftir annað og
spurði: „Heldurðu að þetta sé hún?“
Ekki tók svo betra við hjá henni móð-
ur minni þegar ég bauð stelpunni í
bæjarferð. Ég staurblindur og hún
rataði ekki rassgat! Þetta var frábær
bæjarferð.“
Öðru sinni þegar Bergvin hafði
bókað sig með uppistand á Þjóðhá-
tíð bað hann mömmu sína að kaupa
fyrir sig bleikan bol með pallíettum.
Hann neitaði að segja henni til hvers
hann ætlaði að nota hann.
„Ég vissi ekkert hvað honum gekk
til með þessu, þangað til ég horfði
á hann á sviðinu,“ segir Auður. „Þar
sagði hann frá því hversu áríðandi það
væri að geta treyst fólkinu sem stend-
ur þeim blinda næst. Þannig hafi
hann beðið mömmu sína að kaupa
fyrir sig Batman-bol og það hafi hún
gert. Svo renndi hann peysunni frá og
við blasti þessi bleiki bolur með pallí-
ettunum. Það er gott að geta verið efni
í brandara!“ segir Auður og bætir við
annarri sögu: „Við Bergvin fórum á
krá á menningarhátíð í Eyjum og við
borðið hjá okkur settist kona, nýflutt
í bæinn. Hún spurði hvort þetta væri
sonur minn og hvort hann væri svona
drukkinn, hann væri svo skrýtinn til
augnanna. „Nei, hann er ekki drukk-
inn, hann er blindur,“ svaraði ég. „Guð
– og þurftirðu þá að læra táknmál?!“
spurði konan.“
Þau mæðgin veltast um af hlátri og
þau geta greinilega sagt endalausar
sögur af viðbrögðum fólks við blindu
Bergvins. En þær ætlar hann að geyma
fyrir uppistand, svo við snúum okkur
örstutt að helsta hugðarefninu, stjórn-
málunum.
„Ég má varla vera að því að bíða í
mörg ár eftir að komast á þing,“ seg-
ir hann. „Það þarf að taka Trygginga-
stofnun ríkisins og stokka það kerfi al-
veg upp. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar
eiga ekki að borga skatt af sínum tekj-
um, sérstaklega ekki ellilífeyrisþegar
sem hafa borgað skatt af sínum tekj-
um í fimmtíu ár. Svo liggur á að taka
samgöngumálin í kjördæminu al-
gjörlega í gegn, það þarf að koma upp
þessum 700 metra göngum í Reynis-
fjallinu, drífa í að byggja bryggju upp
í Bakkafjöru fyrir Vestmannaeyinga
og það þarf að taka þennan ljóta skatt,
stimpilgjöldin, út af dagskrá. Ég er
með langan lista af óskaverkefnum.“
Vínheildsali
Hann er sáttur við söfnunina sem
hann stóð fyrir í síðustu viku.
„Ég seldi 65 pakka af hundrað og
stóð svo fyrir uppistandi á Hverfis-
barnum um kvöldið,“ segir hann.
„Ég þekki svo marga í þessum bransa
sem voru tilbúnir að leggja mér lið
og langar að fá að koma á framfæri
hér þökkum til þeirra allra, sérstak-
lega Atlantsolíu. Hljómsveitin The
Lost Tote, Týnda halakartan, spilaði,
en í henni er sjónskertur albínói frá
Kirkjubæjarklaustri. Ég gerðist auð-
vitað umboðsmaður hljómsveitar-
innar á staðnum!“
Á gólfinu í ganginum hjá Bergvin
standa nokkrir kassar fullir af áfeng-
isflöskum. Miðað við hreinskilni hans
ákveð ég að spyrja hann hreint út:
„Drekkurðu svona mikið að þú þurfir
að vera með vínflöskur í kassavís?“
„Nei, ég er vínheildsali! Og veistu
það, að það er með vín eins og sæl-
gæti. Ef maður á nóg af því langar
mann ekki í það!“ segir hann og bros-
ir. „Málið er að ég er alltaf að finna
mér eitthvað að gera. Foreldrar mínir
eru með sláttufyrirtæki í Grindavík og
í haust þurftum við að finna eitthvað
nýtt að sýsla við. Við keyptum því
hlut í vínheildsölu sem við nefndum
„Víney“ og ég er alltaf með augun opin
fyrir nýjum tækifærum. Svo ákvað
ég að fara að flytja inn klósettpapp-
ír, hringdi í 1811 og fékk samband við
fyrirtæki um alla Evrópu. Hélt reynd-
ar að ódýrast væri að skipta við Rúss-
land, en bestu viðskiptin reyndust
vera í Álaborg og þaðan flyt ég nú inn
hreinlætispappír. Ekkert selst bet-
ur en klósettpappír í fjáröflunarskyni
fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög,“ seg-
ir hann og bætir við að þeir sem vilji
kaupa af honum megi bara hringja í
hann, númerið sé skráð hjá 118.
„Vínsalan fer hins vegar að mestu
fram gegnum síma hjá mér, því eftir
að ég hef farið rúntinn á pöbba bæj-
arins og kynnt vínið, þá er það seg-
in saga að ég þarf bara að athuga
lagerstöðuna það sem eftir er,“ seg-
ir hann fullur bjartsýni. „Nú stefni
ég á að komast á enskuskóla í Cam-
bridge svo ég geti orðið stúdent með
sóma og framtíðardraumurinn er að
læra viðskipta- og markaðssálfræði.
Heyrðu, ég á líka eftir að segja þér af
því þegar ég sótti um starf á leikskóla.
Atvinnumálafulltrúi fatlaðra í Vest-
mannaeyjum taldi litlar líkur á að ég
gæti fengið slíkt starf. Ég gæti nefni-
lega stigið á börnin...“
annakristine@dv.is
Ætlar að verðafyrsti blindi forsÆtisráðherrann
„Flugfreyjunni var kunnugt um að ég væri blindur, þannig að um leið og ég var
sestur í 2B kom hún og bauðst til að spenna á mig sætisbeltið og sagði mér hátt
og skýrt frá öllum öryggisreglunum. Hún hefur auðvitað vitað sem var, að blindur
maður heyrir ekki, og þess vegna hefði ég ekki getað heyrt hvað hún sagði í hljóð-
nemann tveimur mínútum síðar!“
„Eftir að ég missti sjón-
ina á vinstra auga hélt
ég áfram að keppa í
íþróttum, en þegar ég
var alveg orðinn blind-
ur vissi ég auðvitað að
nýju takkaskórnir mínir
færu bara upp í hillu. En
ég ákvað að láta þessa
breytingu ekki hafa nei-
kvæð áhrif; lífið myndi
halda áfram og ég fór að
keppa í frjálsum íþrótt-
um. Þar setti ég Norður-
landamet í langstökki og
var ekki langt frá að ná
lágmarki á heimsmeist-
aramótið í kúluvarpi.“
DV mynD Stefán