Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 62
Sakamál
U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s
föstudagur 19. janúar 200762 Helgarblað DV
Laugardaginn 6. janúar myrti
Martin Pedersen fyrrverandi sam-
býliskonu sína og tvö börn þeirra,
fjögurra og sex ára, í æðiskasti yfir
að hún vildi ekki að þau flyttu sam-
an á ný. Martin Pedersen var hand-
tekinn á morðstaðnum eftir að hafa
hringt í föður sinn. Faðirinn fór á
staðinn og hringdi strax í lögregl-
una þegar hann sá hvað hafði gerst.
Martin lýsti atburðinum í réttinum
í Sønderborg þar sem hann játaði
verknaðinn og var úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 24. janúar.
Vildi fá konuna aftur
Hann hafði farið á heimili fyrr-
verandi sambýliskonu sinnar til að
reyna að fá hana til að taka við hon-
um aftur. Þegar hún neitaði rann
á hann æðiskast og hann kyrkti
hana.
„Skyndilega klikkaði eitthvað
í hausnum á mér. Ég kyrkti hana
með báðum höndum og hélt föstu
taki þegar hún féll í gólfið. Þegar
hún var alveg kyrr, reis ég upp og
spennti belti um hálsinn á henni.
Það liðu sennilega um 10 mínút-
ur meðan ég var að þessu,“ sagði
Martin í réttinum.
Engin ummerki fundust um að
konan hefði veitt mótspyrnu en
parið hafði farið inn í svefnher-
bergi til að tala saman á meðan
börnin sátu í stofunni og horfðu á
teiknimynd.
Myrti börnin í kjölfarið
Eftir morðið fékk Martin sér síg-
arettu áður en hann skar Søs dóttur
sína á háls og kyrkti Julian bróður
hennar. Bæði börðust fyrir lífi sínu
og dóttirin var með skurði í lófum
og á kinn. Martin reyndi eftir það
að svipta sig lífi nokkrum sinnum
áður en lögreglan kom en án ár-
angurs.
Hann hringdi til föður síns og
sagði: „Ég er orðinn veikur, þau
eru öll dáin.“ Faðirinn trúði honum
ekki en fór á staðinn og gerði lög-
reglunni viðvart þegar honum varð
ljóst hvað gerst hafði.
Það er hálft ár síðan Martin og
sambýliskonan slitu samvistum en
þau höfðu búið saman í mörg ár.
Yvonne og börnin höfðu þá flutt
í íbúðina þar sem morðin áttu sér
stað.
Danir eru yfir sig reiðir vegna úrsmiðs, sem ákærður er fyrir morðtilraun eftir að hafa
varist ránstilraun.
Skaut og særði þrjá ræningja
Úrsmiðurinn Michael Woollhead í
Kaupmannahöfn var orðinn
þreyttur á sífelldum ránum og
brást við með skothríð á þriðjudag-
inn þegar þrír vopnaðir menn
reyndu að ræna verslun hans.
Ræningjarnir lögðu á flótta en tveir
þeirra höfðu sjálfir samband við
lögreglu og tilkynntu um atburð-
inn. Lögreglan fann þá á bensín-
stöð í nágrenninu, særða í bíl
sínum, og voru þeir fluttir á
sjúkrahús og eru nú ákærðir fyrir
ránstilraun. Mennirnir eru frá
Austur-Evrópu og voru á bíl með
sænskum númeraplötum. Annar
var með tvö skotsár á öxl og á
hendi en hinn á upphandlegg.
Lögreglan telur að þriðji ræninginn
sé mikið særður en greinileg
blóðslóð lá frá búðinni á flóttaleið
hans. Að öllum líkindum hefur
hann komist undan í bíl eða með
fjórða vitorðsmanni, en leit að
honum hefur enn ekki borið
árangur. Búðareigandinn sjálfur
særðist á öxl og telur lögreglan að
skot hafi kastast af vegg og í öxl
hans því vopn ræningjanna voru
skaðlausar eftirlíkingar af byssum.
Úrsmiðurinn kom fyrir dómara í
morgun ákærður fyrir morðtilraun
en neitar sök og segist hafa skotið í
sjálfsvörn. Árið 2004 yfirbugaði
hann ræningja sem hélt
byssu að höfði frænku
hans sem vinnur í
búðinni. Hann skvetti á
ræningjana heitu kaffi og
barði þá síðan í höfuðið
með stóru skrúfjárni
þar til þeir flúðu.
Michael Woolhead á
yfir höfði sér margra
ára fangelsisdóm verði hann
fundinn sekur um morðtil-
raun en lesendur dagblaða í
Danmörku eru yfir sig reiðir
vegna ákærunnar og heimta
orðuveitingu í staðinn.
Súpermódel
í samfélags-
þjónustu
Dómstóll á Manhattan í New
York dæmdi ofurfyrirsætuna
Naomi Campbell til að sinna
samfélagsþjónustu í fimm daga
og til að greiða 363 dollara sekt,
eða 25 þúsund krónur, fyrir að
hafa hent síma í höfuð þjón-
ustustúlku sinnar. Sauma þurfti
fjögur spor í höfuð stúlkunnar
en ástæða atburðarins mun hafa
verið rifrildi vegna buxna sem
Naomi vildi klæðast í viðtali hjá
Opruh. Þegar Naomi var hand-
tekin fyrir verknaðinn í mars
2006 mátti hún búast við allt
að sjö ára fangelsi. Tvær aðrar
þjónustustúlkur fyrirsætunnar
hafa kært hana vegna svipaðra
mála og reikna má með nýj-
um réttarhöldum á næstunni ef
sættir ekki nást áður en til þess
kemur.
KALDRifjAðuR MoRðingi
reykti milli þess sem hann drap
barnsmóður sína og börn. Myndin
er sviðsett.
Nokkur óhugnanleg afbrýðisemismorð hafa verið framin í Danmörku undanfarið
en lögreglan telur að afbrýðisemi sé ástæðan fyrir sjötta hverju morði í Danmörku.
Reykti á milli morðanna
Grófum
glæpum
fjölgar
Í
skýrslu
banda-
rísku
alrík-
islögreglunnar, FBI, frá því í
desember síðastliðnum eru
birtar bráðabirgðaniðurstöð-
ur yfir glæpatíðni í Bandaríkj-
unum 2006. Þar kemur fram að
á fyrstu sex mánuðum ársins
hafi grófum glæpum, morð-
um, nauðgunum og grófum lík-
amsárásum, fjölgað um 3,7% á
meðan þjófnuðum og brotum
gegn eignarrétti hafi fækkað um
2,6%. Í skýrslunni kemur einnig
fram að íkveikjum hafi fjölgað
um 6,8% miðað við á sama tíma
árið 2005. Bílþjófnuðum fækk-
aði en ránum fjölgaði um 9,7%
á landsvísu og mest í vestur-
fylkjunum, eða 14,6%.
Endalínumorðinginn ákærður
Saksóknari í Maricopa-sýslu í Arisóna hefur gefið út ákæru
í 74 liðum gegn Baseline-fjöldamorðingjanum svokallaða.
Mark goudeau, fyrrverandi byggingaverkamaður, er
grunaður um að hafa framið níu morð að yfirlögðu ráði,
fimmtán nauðganir og ellefu mannrán frá ágúst 2005 til
júní 2006 í Phoenix og nágrenni.
Útför lög-
reglumanns
Starf lögreglumanna í
Bandaríkjunum er óneitan-
lega hættulegt. Útför lögreglu-
mannsins Troys Chesley fór
fram í Baltimore 16. janúar.
Hann var skotinn til bana
þegar hann hugðist koma í
veg fyrir ránstilraun. Brand-
on Grimes, tuttugu og eins
árs, hefur verið ákærður fyr-
ir morðið. Það er kaldhæðn-
islegt að lögreglumaðurinn
hafði nýlokið vakt sinni þegar
hann var myrtur.