Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Síða 67
DV Helgarblað föstudagur 19. janúar 2007 67
Lífið eftir vinnu
Föstudagur
Laugardagur
ÚthverFin
RúnaR Júl á KRingluKRánni
Rokksveit Rúnars Júl mun trylla
lýðinn á Kringlukránni bæði
föstudags- og laugardagskvöld.
Ef einhver kann að rokka þá er
það Keflavíkurkóng-
urinn sjálfur enda
hefur hann marg-
oft verið
útnefndur
rokkari
Íslands.
SixtiES og VÍtamÍn á PlayERS
Stuðboltarnir í Hljómsveitinni
Sixties troða upp á Players í
Kópavogi föstudagskvöld. Það
verður enginn svikinn á því balli
enda hafa þeir félagar verið að
rokka saman í rúm tólf ár.
Stemningssveitin Vítamín sér svo
um laugardagskvöldið.
glEði Í gRafaRVogi
grafarvogsbúar þurfa ekki að
leita langt yfir skammt. á
gullöldinni mun húsbandið halda
uppi stemningunni um helgina
og á laugardagskvöld verður
glitrandi stemning, að sögn
eigenda á Klúbbnum við
gullinbrú.
Biluð StEmning á PRaVda
Eitt sagði vitur
maður: Ef það er
ekki bilað, skaltu
ekki gera við það.
og það er einmitt
hugsunarháttur
Pravdamanna sem tefla sínum aðal-
mönnum fram annað kvöldið í röð, en
það eru þeir dj maggi flass og áki Pain.
Booka Shade
á Gauknum
Þýska elektródúettinn Booka
Shade verður aðalnúmerið á árs-
listakvöldi útvarpsþáttarins Party
Zone í kvöld. Þeir Walter Merziger
og Arno Kammermeier hafa verið
að gera það gott undanfarin ár og
eru með þeim heitustu á elektró-
senunni í dag. Þeir gáfu út plötuna
Memento árið 2004 en slógu svo
endanlega í gegn með plötunni
Movements. Til dæmis er lagið
Mandarine Girl af þeirri plötu í
öðru sæti á árslista Party Zone.
Fögnuðurinn verður haldinn
á Gauki á Stöng og munu einnig
koma fram íslensku danssveitirnar
FM Belfast og Hairdoctor. Þá mun
Jack Schidt, betur þekktur sem
DJ Margeir, verða á efri hæðinni.
En þar koma einnig fram dönsku
plötusnúðapíurnar Miss Lori og
Djuna Barnes sem og breski snúð-
urinn Darren C. Miðaverð í forsölu
er 1990 krónur og er hægt að nálg-
ast miða á midi.is og í verslunum
Skífunnar.
Booka Shade
Heitasta elektrógrúbba
heims um þessar mundir.
tEmPó á HVERfiS
Plötusnúðurinn
dj tempo sér um
að halda hitanum
í hámarki á
Hverfisbarnum
um helgina.
tempo er ungur
og óreyndur en
segja margir að þarna fari einn
efnilegasti plötusnúður bæjarins.
BRynJaR máR mEð Villta
SVEiflu
Brynjar már er
auðvitað á
Sólon í kvöld,
en kappinn
lætur ekki
flæma sig úr
konungsríki
sínu. Þessi maður veit hvað hann
syngur í tónlist, þar sem hann er
útvarpsmaður á fm 957. Vinsæl-
asta tónlistin og villtasta sveiflan.
tRommuR og tónliSt á oliVER
Plötusnúðurinn
JBK sér um
laugardags-
kvöldið á oliver
og lætur ljós sitt
skína sem aldrei
fyrr. með honum verður trommar-
inn addi sem passar upp á að
tempóið haldi dansinum á gang-
andi á methraða.
tVÍEyKi á Sólon
Þeir Rikki g og Brynjar
már standa sína plikt
við spilarana á Sólon á
laugardaginn. Prúðir
ungir herramenn sem
kunna þá list að láta
fólk dansa eins og morgundagurinn sé
enginn.
HiP-HoP á BaRnum
triangle Productions kynnir rosalegt
rapp á Barnum á laugardagskvöldið.
fram koma the Beatmaking trooper,
Steve Sampling, Vibe o’Razor, Rain og
síðast en ekki síst Earmax. frítt inn,
byrjar kl. 22 og lýkur um eittleytið.
PlayBoy-PaRtÍ á naSa
Haldið verður
heljarinnar „playboy“-
partí á skemmtistaðn-
um nasa við austurvöll
á laugardagskvöldið.
algjörlega svæsið
dæmi með nóg af
skemmtiatriðum á gráu svæði. Plötu-
snúðarnir Exos og dj darkness spila
danstónlistina í botni. miðasala er í
mótor og kostar 1000 krónur inn en
1500 við innganginn.
flaSS fJöR á PRaVda
Það verður nógu
um að vera á
Pravda í kvöld.
Þá koma fram
plötusnúðarnir
dj maggi flass,
sem þekktastur er fyrir störf sín á
útvarpsstöðinni flass, og áki Pain
sjálfur. En áki er einn duglegasti
plötusnúður á Íslandi.
alliR HRESSiR á HRESSó
Stuðið er alltaf í hámarki
á Hressingarskálanum.
trúbadorarnir gotti og
Eisi byrja kvöldið af
krafti og henda í nokkra
svakalega slagara. Svo
tekur við enginn annar en dj Johnny,
sprækur að vanda.
mJöll á Kofanum
Kofi tómasar
frænda heitir núna
Kofinn, en gleðin
helst óbreytt. um
helgina er það
tinna mjöll sem sér
um fjörið, bæði
laugardag og föstudag. Hún spilar
nokkurn veginn alla tónlist, svo lengi
sem það er eitthvert fjör í gangi.
oliVER Í Putalandi
Það eru víst fá
dansgólf sem
verða jafntroðin og
dansgólfið á oliver.
Sérstaklega þegar
plötsnúðurinn JBK
er að spila, eins og raunin er í kvöld.
JBK er ekki Jói B úr gullfoss og geysi,
eins og margir halda. Hann er nú samt
þrususnúður.
áRni SVEinS á KB
Partíljónið árni Sveins situr við
stálborðin á Kaffibarnum í
kvöld, en árni er í
upphaldi hjá mörgum
danselskandi
Reykvíkingum.
dustið rykið af
dansskónum og
dettið í gang.
Playmo á PRiKinu
Þeir franz og Kristó
verða á sínum stað
á Prikinu í kvöld
eins og aðra
föstudaga og byrja
glamrið á gítarinn
upp úr níu. Beint á eftir þeim kemur
hinn þrautþjálfaði snúður dj Play-
mobile. Rosalegt teiti í gangi.
StEf Kominn á PRiKið
Plötusnúður-
inn dj Stef
tekur sér frí frá
Hverfisbarnum
á laugardags-
kvöldið og
dettur inn á Prikið í staðinn.
Stefið stendur ávallt fyrir sínu og
hvetur alla til þess að mæta. dj
andri spilar lög með the Eagles í
upphafi kvölds.