Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Side 68
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 19. janúar 200768 Helgarblað DV
tony Hawk’s Project 8 (PS2)
Kameo: Elements of Power (XBOX360)
justice League Heroes (PS2)
Hitman Blood Money (XBOX360)
Medal of Honor Heroes (PS2)
Kíktu á þessaleikirtölvu
The Shield kom út á Playstation og
PC í vikunni.
Vic Mackey
Mættur
Í vikunni gaf fyrirtækið
Aspyr Media út leikinn The
Shield á PC og PlayStation 2.
leikurinn er byggður á
samnefndum sjónvarpsþátt-
um sem notið hafa mikilla
vinsælda undanfarin ár og
bregða leikmenn sér í
hlutverk harðjaxlsins Vics
Mackey. Fjölmargir leikarar
úr þáttunum ljá persónunum
rödd sína, þar á meðal
Michael Chiklis sem talar fyrir
Mackey sjálfan. The Shield
þykir vandaður og flottur
þriðju persónu skotleikur þar
sem markmiðið er að halda
götum borgarinnar örugg-
um, hvort sem aðferðirnar
eru fallegar eða ekki.
8 Milljónir
spila WoW
Tölvuleikjarisinn Blizzard
entertainment sendi nýlega
frá sér yfirlýsingu þar sem
fram kemur að hann hafi nú
yfir 8 milljónir áskrifenda að
netleik sínum World of
Warcraft. Af þessum átta
milljónum eru 3,5 milljónir í
Kína, tvær í Norður-Ameríku
og 1,5 í evrópu. World of
Warcraft er því vinsælasti
tölvuleikur í heimi í dag. Þeir
sem spila leikinn ættu að
geta fagnað, því 16. janúar
kom út fyrsti viðbótarpakk-
inn fyrir leikinn sem ber
nafnið World of Warcraft: The
Burning Crusade.
legeNd OF ZeldA: TWilighT PriNCeSS frábær leikur sem svíkur engan.
Ef lesendur hafa eitthvað velt því
fyrir sér hvort það borgi sig að eign-
ast Nintendo Wii þá er ástæðan kom-
in hér. The Legend of Zelda: Twilight
Princess er einfaldlega besti leikur
ársins. Fyrir þá sem hafa spilað Zelda
í gegnum tíðina mun þessi leikur ekki
valda vonbrigðum. Hann fer svolít-
ið hægt af stað og hafði ég áhyggjur
af því fyrst að saga leiksins væri ekki
nægilega sterk, en því lengra sem líð-
ur á leikinn því sannfærðari verður
maður um ágæti hans.
Leikurinn minnir til að byrja með
mikið á The Legend of Zelda: Ocarina
of Time sem kom út á Nintendo 64,
enda gerist leikurinn í sama umhverfi
í fyrstu þótt því sé aðeins breytt. Eft-
ir því sem líður á leikinn opnast nýir,
áður óséðir heimar sem eru ótrúlega
vel teiknaðir og er allt umfang frábært
og grafík stórkostleg.
Í leiknum sjálfum er heimurinn
undirlagður svokölluðum ljósskiptum
sem eru mörk heims ljóss og skugga.
Spilandinn berst við að frelsa heim-
inn undan þessum ljósskiptum en því
dýpra sem hann grefur þeim mun dýpri
og dekkri leyndarmál koma í ljós.
Nýja Wii-stýrikerfið kemst frábær-
lega til skila í leiknum og er ótrúlega
gaman að beita sverðkunnáttu Links,
því meira sem hún þróast. Mörgum
skemmtilegum vopnum og auka-
hlutum hefur verið bætt við. Helsti
og í raun eini gallinn á leiknum er
hvað höfuðkarlarnir í honum eru
léttir, sérstaklega framan af, en það
skemmir samt ekki ánægjuna af því
að spila leikinn, sem einnig endist
mjög vel. asgeir@dv.is
12,5 Milljarða
Velta 2006
Tölvuleikjaiðnaðurinn er
stærsta greinin innan
skemmtanabransans og
heldur áfram að vaxa. Á
árinu 2006 var velta
tölvuleikjageirans 12,5 millj-
arðar Bandaríkjadala sem er
19% aukning frá árinu áður,
sem verða að teljast alveg
ótrúlegar tölur. Salan í
desembermánuði einum
saman nam 3,7 milljörðum
dala. Aðalástæðan fyrir
þessari gríðarlegu aukningu
er tilkoma þriðju kynslóðar
leikjatölvanna Xbox 360,
Nintendo Wii og PS3. Bæði
Xbox og Wii hafa selst
gríðarlega vel á meðan PS3-
vél Sony hefur ekki gert
jafngóða hluti.
Einstakur leikur sem er frábær viðbót í safn hinna klassísku
Zelda-leikja. Leikurinn er mjög góð lyftistöng fyrir hina nýju
Nintendo Wii
Besti leikur ársins
Wii
Ævintýraleikur
tölvuleikir
HHHHH
Legend of
Zelda: Twilight
Princess
Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur aldrei verið stærri en árið 2006. Nýlega tók tímaritið Forbes
saman söluhæstu leiki ársins. Það var leikurinn Madden sem skaut öðrum ref fyrir
rass, en hann kemur fyrir tvisvar á listanum, á bæði PS2 og Xbox 360. Af leikjasölu á Ís-
landi er það World Of Warcraft sem trónir á toppnum.
söluhæstu leikir ársins
20061
Madden nFl 07
Tölva: PlayStation 2
Íþróttaleikur
Útgefandi: electronic Arts
gefinn út í ágúst 2006
1,6 milljón eintök seld
2
kingdom of Hearts 2
Tölva: PlayStation 2
hlutverkaleikur
Útgefandi: Square enix
gefinn út í mars 2006
1,5 milljón eintök seld
new super Mario Bros.
Tölva: Nintendo dS
„Platform“-leikur
Útgefandi: Nintendo
developer: Nintendo
gefinn út í maí 2006
1,4 milljón eintök seld
tom clancy’s Ghost recon:
advanced Warfighter
Tölva: Xbox 360
Skotleikur
Útgefandi: Ubisoft
gefinn út í mars 2006
890.000 eintök seld
Grand theft auto: liberty city
stories
Tölva: PlayStation 2
Ævintýra-/hasarleikur
Útgefandi: rockstar games
gefinn út í júní 2006
810.000 eintök seld
ncaa Football 07
Tölva: PlayStation 2
Íþróttaleikur
Útgefandi: electronic Arts
gefinn út í júlí 2006
770.000 eintök seld
Madden nFl 07
Tölva: Xbox 360
Íþróttaleikur
Útgefandi: electronic Arts
gefinn út í ágúst 2006
760.000 eintök seld
Brain age: train your Brain in
Minutes
Tölva: Nintendo dS
Þrautir/spurningar
Útgefandi: Nintendo
gefinn út í apríl árið 2006
700.000 eintök seld
elder scrolls iV: oblivion
Tölva: Xbox 360
hlutverkaleikur
Útgefandi: Take 2 interactive
gefinn út í mars 2006
670.000 eintök seld
Fight night round 3
Tölva: Xbox 360
Íþróttaleikur
Útgefandi: electronic Arts
gefinn út í febrúar 2006
620.000 eintök seld
3 4 5 6
7 8 9 10