Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Page 70
Sáttur með verðlaunin Leikarinn Sacha Baron Cohen er afar sáttur við að hafa unnið Golden Globe-verðlaun, en verð- launin hlaut hann fyrir besta leik í aðalhlutverki, í gamanmynd eða söngleik, fyrir kvikmyndina Borat. Í þakkarræðu sinni gerði Cohen mikið að gamni sínu og sagðist meðal annars hafa átt skilið að vinna þessi verðlaun fyrir mynd- ina, því til dæmis hefði hann glímt nakinn við akfeitan mann, með þekktum afleiðingum. „Ég held þó að ég leiki Borat ekki aftur, ég er með aðra hluti í vinnslu og held að næsta mynd verði gamanmynd eftir handriti,“ sagði Cohen í lok ræðu sinnar. Pitt og Jolie glæsilegust Stjörnuhjónin Brad Pitt og Angelina Jolie þóttu bera af hvað glæsileika varðar á Golden Globe- hátíðinni. Tímarit og tískuspekúl- antar hafa keppst við að hrósa þeim fyrir útlitið og hafa þau verið valin glæsilegasta parið af flestum sem láta sig það varða. Það nýjasta í fréttum af parinu er að þau eru að flytja með fjölskylduna til New Orleans. Jolie lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að börn þeirra myndu fara í skóla þar auk þess sem þeim líkaði vel við borgina. Sigurvegarar Golden Globe Kvikmyndin Babel, sem skartar þeim Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum, fékk verðlaun sem besta myndin. Breska leikkon- an Helen Mirren þótti sigurveg- ari kvöldsins en hún fékk tvenn verðlaun og þar á meðal sem besta leikkona í aðalhlutverki í mynd- inni The Queen, sem fékk verðlaun fyrir besta handrit. Þá var Íslands- vinurinn Forest Whitaker valinn bestur karlleikara í aðalhlutverki fyrir myndina Last King of Scot- land. Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Departed og teiknimyndin Cars þótt best í þeim flokki. Þá var Lett- ers From Iwo Jima valin besta er- lenda myndin. föstudagur 19. janúar 200770 Helgarblað DV Hvítt var málið á Golden Globe Golden Globe-verðlaunin voru afhent í 64. skipti aðfaranótt þriðjudags. Mikið var um dýrðir og sáu 50 Hollywood-stjörn- ur um að kynna verðlaunin. Eins og venju- lega beindist athyglin mikið að kjólavali kvenkyns gesta hátíðarinnar. Svartir kjól- ar voru áberandi í fyrra en það var hins vegar hvíti liturinn sem var ráðandi í ár. Salma Hayek Leikkonan smávaxna er alltaf stórglæsileg og hvítur kjóllinn undirstrikar fallegt hár hennar. Hayden Panettiere nýstirnið úr Heroes- þáttunum kom sterkt inn á sinni fyrstu golden globe-hátíð og gaf þeim reyndari ekkert eftir, eins og sést. Cameron Diaz Var sú sem tók helst áhættu í kjólavali af þeim hvítklæddu og heppnað- ist það ekkert sérlega vel. Kate Winslet Eins og grísk gyðja í klassískum, hlýralausum kjól frá azzarro og rauði varaliturinn fer vel við logandi lokka bresku leikkonunnar. Sienna Miller Var ein þeirra sem sameinaði hvítt og silfurlitað með glæsibrag. Yunjin Kim Lost-stjarnan lét sig ekki vanta í hvíta þemað og skartaði þess- um síðkjól með fallegu svörtu mynstri um mittið. Ali Larter Hefur slegið í gegn í þáttunum Heroes og var gullfalleg í þessum reem acra-kjól sem hún fékk aðeins nokkrum tímum fyrir hátíðina. Jennifer Garner Er komin í sitt besta form eftir barnsburðinn og ber þennan hvíta og silfraða kjól frá gaultier einstaklega vel. Teri Hatcher aðþrengda eiginkonan yngist með hverju árinu og gefur yngri dömunum ekkert eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.